Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 10.12.2009, Blaðsíða 3

Fjarðarpósturinn - 10.12.2009, Blaðsíða 3
www.fjardarposturinn.is 3Fimmtudagur 10. desember 2009 Fríkirkjan Laugardagur 12. desember Jólatónleikar kirkjukórsins kl. 17 Sérstakur gestur er Ómar Ragnarsson Aðgangur: 1000 kr. Sunnudagur 13. desember þriðji sunnudagur í aðventu Sunnudagaskóli kl. 11 Aðventustund kl. 20 Jólin og sorgin. Erna Blöndal söngkona og Margrét Blöndal hjúkrunarfræðingur leiða stundina. Örn Arnarson spilar á gítar og Aðalheiður Þorsteinsdóttir á píanó. www.frikirkja.is Ástjarnarkirkja Kirkjuvöllum 1 Sunnudaginn 13. desember Sunnudagskóli kl. 11 Jólaföndur Jólasöngvar kl. 20 Prestur: Sr. Kjartan Jónsson Jólasaga og jólalögin sungin, bæði dægurlög og hátíðleg. Organisti: Helga Þórdís Guðmundsdóttir Boðið er upp á heimabakaðar piparkökur stúlknakórsins og súkkulaði á eftir. www.astjarnarkirkja.is Í HAFNARFJARÐARKIRKJU SUNNUDAGINN 13. DESEMBER KL. 20 Prestar kirkjunnar, sr. Þórhallur Heimisson og sr. Guðbjörg Jóhannesdóttir, þjóna við athöfnina. Ræðumaður: Ragna Árnadóttir dómsmála- og mannréttindaráðherra. Fjölbreytt aðventu- og jólatónlist Flytjendur tónlistar: Unglingakór Hafnarfjarðarkirkju Stjórnandi: Helga Loftsdóttir. Píanóleikari: Anna Magnúsdóttir Barbörukórinn Organisti og kórstjóri: Guðmundur Sigurðsson. Einsöngur: Jóhanna Ósk Valsdóttir. Flautuleikari: Gunnar Gunnarsson. Jólavaka © H ö n n u n a rh ú s ið e h f. – l jó s m .:  G u ð n i G ís la s o n Devotion er hrátt, fyndið og ögrandi leikrit sem fjallar um átök milli þriggja ungra ein - staklinga í leit að sjálfum sér og sín um stað í samfélaginu. Verk - ið veltir upp hugmyndum um það hvenær leikur hættir að vera leikur og verður að alvöru. Tjáning í gegnum ýmsar teg - undir ofbeldis er ein af þunga - miðjum verksins og snertir það einn ig á viðkvæmum málum svo sem einelti. Sýningar verða 18. og 19. des. Miðapantanir í s. 865 9432. Leikið verður á ensku. Dvotion hjá Leikfélagi Hafnarfjarðar „Mín bernskujól“ Kór Flensborgarskóla heldur sína árlegu tónleika, Vinakvöld á aðventu, fimmtudaginn 17. desember. Uppselt er á tónleik - ana kl. 20 en miðar eru enn til á tónleika kl. 18 í Hamarssal Flensborgarskóla. Undirtitill tónleikanna er „Bernskujól“ en á tón leik unum verður flutt samnefnt ljóð eftir Huldu Runólfsdóttur við lag Árna Gunnlaugsson sem bæði verða viðstödd flutn inginn. Að sögn Hrafnhildar Blomster berg kórstjóra verða þetta há tíð legir tónleikar með miklum söng og gleði. Á tón leikunum kem ur einnig fram hinn árs gamli kór, Flens borgar kórinn, kór útskrif - aðra Flens borg ara og kórarnir syngja m.a. sam an verk eftir Monte Verdi fyrir tvo kóra. Annars verður dagskráin fjöl - breytt, hefðbundin hugljúf jólalög í bland við önnur óþekkt ari og stíga einsöngvarar úr röðum kórfélaga fram og syngja. Kór Flensborgarskóla skipa um 70 félagar og eru 25 félagar í Flensborgarkórnum. Það ætti því að hljóma vel í Hamarssal en boðið er upp á kaffi og pipar kökur í hléi. Miðasala er við innganginn, í Súfistanum og hjá kórfélögum.

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.