Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 10.12.2009, Síða 12

Fjarðarpósturinn - 10.12.2009, Síða 12
Fimmtudagur 10. desember 200912 www.fjardarposturinn.is Bæjarhraun 6 • 220 Hafnarfjörður • Sími 520-8003 • www.stilling.is Kúplingar Með bættri lífsafkomu, góð um húsakosti og heilbrigðis þjón ustu hafa eldri borgarar hér á landi, á síðastliðnum árum, lifað lengur og búið við kjör sem jafnast á við það sem best gerist. En með þeim skerðingum sem orðið hafa á liðn um mánuðum verð ur sá sam anburður okkur óhagstæður. Þær skerð ing ar sem skollið hafa á eldri borgurum að undanförnu eru: 1) 1. janúar sl. Fjár - magns tekjur, þar með talið á verðbætur, skerða greiðslur frá TR 100 %. Voru áður 50 %. 2) 1. júlí sl. Allar skattskildar tekjur skerða greiðslur frá TR, þar með talið ellilífeyrir sem áður var undanþeginn skerð ingum. 3) Hækkanir á bótum til eldri borgara og öryrkja hafa ekki fylgt hækkun launavísitölu. Afleiðingar þessara aðgerða eru eftirfarandi: 1. Þótt kr. 98.500 komi sem frítekjumark á fjármagnstekjur þá kemur skerðingin vegna þeirra mjög illa við eldri borgara og öryrkja eins og fram hefur komið í fréttum. Auk þess sem fjár magns - tekjuskattur sem hækkaður var í 15% og til stendur að hækka í 18% um næstu áramót, fæst ekki dreginn frá skerðingunni. Eldri borg arar, sem ekki tóku þátt í eyðslu vitleysunni, reyndu þess í stað að eiga nokkar krónur í vara - sjóði, þar sem margir í þessum hópi hafa litlar greiðslur úr lífeyrissjóði. Nú fá þessir ein - staklingar eignaupptöku á sínum sparnaði. Eldri borgarar sem seldu eignir voru hvattir til að ávaxta sína fjármuni í bankanum, taka svo lán fyrir minni íbúð og láta vext ina greiða leiguna. Þeir ein - staklingar sem það gerðu mega í dag þakka fyrir hafi eignin ekki tapast í hruninu. Ef eitthvað er eftir þarf að hafa slíkar eignir í eignar haldsfélögum svo skattar og skerðingar hirði ekki eignina upp á nokrum árum. 2. Eldri borgarar sem fylgst hafa með þessum málum telja „ellilífeyrinn“ heilaga eign sem ekki mátti skerða og voru mjög ósáttir við þær skerð - ingar sem komnar voru. Skerð ingin núna er kóróna á svik stjórnvalda. Þessar skerðingar eru einhliða ákvörðun rík - is stjórnarinnar. Samn - ings staða eldri borgara er engin. Þannig er það svo sem einnig með fleiri hér á landi í dag, því miður. En spurning okkar er. Hvað kemur næst? Verður það skerð ing á þjónustu og hækkun læknis- og lyfjakostn að - ar? Þá fyrst lenda eldri borgarar og öryrkjar í verulegum vanda og þá sér staklega þeir sem síst skyldi. Það virðist eins og ríkisstjórnin hafa fundið breiðu bökin til að greiða vextina af ICESAVE skuldinni hjá þessu fólki. Fyrir þremur árum var íslenska þjóðin með mikla bjartsýni til framtíðarinnar. Þetta speglaðist meðal annars í loforðum stjórn - málaflokkanna fyrir kosningarnar 2007. Þótt allir hafi flokkarnir verið með mörg og góð áform, þá var enginn sem komst nálægt loforðagleði Samfylkingarinnar. 10 eða 12 liðir, þar sem meðal annars voru; „10 % staðgreiðsla af greiðslum frá lífeyrissjóðum. 150 þús. kr. skattleysismörk. o.fl.“ Þessi gilliboð virkuðu vel á kjós - endur, sem margir kusu Sam - fylkinguna vegna þessara góðu áforma. Frá kosningum 2007 hef - ur Samfylkingin verið í ríkisstjórn og farið með marga mikilvæga málaflokka, þar á meðal trygg - ingar- og félagsmálaráðuneyti. Efnd irnar eru með öfugum for - merkjum á loforðin sem gefin voru fyrir kosningar. Höfundur er fyrrverandi formaður FEBH og í kjaranefnd Félags eldri borgara Hafnarfirði. Breiðu bökin Sigurður Hallgrímsson Fimmtudagur 10. desember 10-18 Föstudagur 11. desember 10-18 Laugardagur 12. desember 10-18 Sunnudagur 13. desember 13-18 Mánudagur 14. desember 10-18 Þriðjudagur 15. desember 10-18 Miðvikudagur 16. desember 10-18 Fimmtudagur 17. desember 10-22 Föstudagur 18. desember 10-22 Laugardagur 19. desember 10-22 Sunnudagur 20. desember 10-22 Mánudagur 21. desember 10-22 Þriðjudagur 22. desember 10-22 Miðvikudagur 23. desember 10-23 Fimmtudagur 24. desember 10-13 Mánudagur 28. des. til miðvikudags 30. des.: Venjuleg opnun Fimmtudagur 31. desember 10-13 4. janúar 2010 Vörutalning (frjáls opnun) Ath. að afgreiðslutími einstakra fyrirtækja (t.d. 10-11, banka, pósthúss, apóteks, Café Aroma og Vínbúðar) getur verið breytilegur. AFGREIÐSLUTÍMI VERSLANA UM JÓLIN 2009 Á Gámavöllum að Berghellu 1, á móttökustöð Gáma þjónust - unnar er nytjagámur. Þetta er gámur þar sem fólk getur skilið eftir nytjahluti sem það er hætt að nota og þar má finna allt frá bókum upp í stærri hús gögn sem fólk hefur losað sig við. Eflaust finnst mörgum mikil sóun að henda heilum hlutum og þarna getur fólk leyft öðrum að njóta góðs af. Fólk sem hefur þörf fyrir slíka hluti getur komið og fengið að taka hluti sem getur komið þeim að gagni og err þetta þeim alveg að kostnaðarlausu. Opið er á hefðbundnum opnunartíma Gámavalla kl. 8- 18 mánudaga til föstudaga og kl. 8-16 á laugardögum. Lokað er á sunnudögum. Á Gáma - völlum geta íbúar losað sig við hvers kyns úrgang en góðar leiðbeiningar eru á staðnum. Má gefa og þiggja úr nytjagámi Gámaþjónustan býður fólki að nýta hluti sem aðrir þurfa ekki að nota Það kennir ýmissa grasa í nytjagámi Gámaþjónustunnar.

x

Fjarðarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.