Prentneminn - 01.02.1961, Blaðsíða 1
1. tölublað - 8. árgangur Blað Prentnemafélagsins í Reykjavík Jahúár-Fébrúar 1961
Prentnemar standa einhuga um
kröfur Iðnnemasambandsins
Prentnemar á fyrsta ári hafa tæpar 8
kr. í kaup á tímann, og á fjórða ári aðeins
rúmar 13 krónur, eða með öðrum orðum,
helming af kaupi sveina.
Hvaða manni skyldi nú detta í hug að
hægt sé að lifa af þessum smánarkjörum
eftir allar þær stórkostlegu árásir, sem
ríkisvaldið hefur beitt sér fyrir með hinni
vansköpuðu „viðreisn" sinni? Enginn
maður fæst tii þess að trúa því að það sé
hægt..
Prentara vantar hátt á annan tug þús-
unda til að geta framfleytt vísitölufjöl-
skyldu, með þeim launum sem hann hefur
fyrir 44 stunda vinnuviku.
Hvað vantar prentnema á fyrsta ári,
sem hefur 30% af kaupi prentara? Hann
vantar svo mikið upp á, að betur fer á því
að segja, að hann getur ekki framfleytt
sjálfum sér, hvað þá meir.
Nú kunna einhverjir að spyrja, hví í ó-
sköpunum er nemum ekki greidd hærri
laun en þetta? Þvi er auðsvarað. Meistarar
sækjast eftir sem ódýrustu vinnuafli og
ráða menn ekki upp á annað. Þeir sem
komast vilja í iðnnám, eru því nauðbeygðir
til að taka þessum sultarkjörum.
Kjör þeirra er iðnnám stunda, er nú
sem hér segir: .
PRENTNEMINN
Neini á 1- ári hefur 30%. af. kaupi sveina.
Nemi á 2. ári hefur 35% af kaupi sveina.
Nemi á 3. ári hefur 45% af kaupi sveina.
Nemi á 4. ári hefur 50% af kaupi syeina.
.. Geta menn svo séð af þessu hve brýn
nauðsyn er til þess áð nemar fái leiðrétt-
; •' r. Frh. á bls. 2.
1
J