Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 10.01.2013, Blaðsíða 19

Fjarðarpósturinn - 10.01.2013, Blaðsíða 19
www.fjardarposturinn.is 19 Fimmtudagur 10. janúar 2013 Kaffisetur Samfylkingarinnar 60+ í Hafnarfirði Opið hús alla fimmtudaga kl. 10-12 Strandgötu 43 Líflegar umræður um þjóðmál og allt á milli himins og jarðar. Sjáumst. Samfylkingin. Íþróttir Handbolti: 12. jan. kl. 13.30, Kaplakriki FH - Afturelding (úrvalsdeild kvenna) 15. jan. kl. 19.30, Hlíðarendi Valur ­ Haukar (úrvalsdeild kvenna) Körfubolti: 11. jan. kl. 19.15, Ásvellir Haukar - Höttur (1. deild karla) 16. jan. kl. 19.15, Stykkish. Snæfell ­ Haukar (úrvalsdeild kvenna) handbolti úrslit: Konur: Fram ­ FH: 28­15 körfubolti úrslit: Konur: Haukar ­ Njarðvík: (miðv.d) Keflavík ­ Haukar: 61­73 Bæjarhraun 2 3 hæð www.listdansskoli.is S:894 0577 Börn ballett barnadansar djassdans sirkus afró hipp hopp showdans Unglingar ballett djassdans nútímadans sirkus afró hipp hopp showdans Fullorðnir djassdans ballett pilates jóga þjóðdansar afró meðgöngujóga mömmujóga dans fitness líkami og sál Það er gaman að dansa vertu meðNámskeið í boði: Skráning og allar nánari upplýsingar eru á listdansskoli.is LISTDANSSKÓLI HAFNARFJARðAR NÝTT NÝTTNÝTT NÝTT NÝTT NÝTT NÝTT NÝTT NÝTT Flytjum að Bæjarhrauni 2 Námskeiðin hefjast 14 janúar Dansíþróttafélag Hafnar­ fjarð ar er handhafi ÍSÍ bikarsins 2012. Ólafur Rafnsson forseti ÍSÍ afhenti Dansíþróttafélagi Hafnarfjarðar ÍSÍ bikarinn á Íþrótta­ og viðurkenningarhátíð Hafnarfjarðarbæjar þann 28. desember sl. Bikarinn er veittur árlega því félagi innan ÍBH sem skarar fram úr í uppbyggingu félags­ og íþróttastarfs og fyrir góðan árangur. DÍH býður upp á dansþjálfun fyrir allan aldur og getustig. DÍH er eina dans­ íþrótta félag landsins sem heldur sína eigin danskeppni, Lottó Open danskeppnina. Í ár stóð keppn in yfir í um 12 klukku­ stundir og tóku 150 danspör og 100 sýningarbörn þátt í henni. Í heildina mættu um 1000 manns á keppnina og sá foreldrafélag DÍH um alla uppsetningu keppn innar og veitingasölu á með an á keppninni stóð. Fram­ kvæmdastjóri keppninnar er Auður Haraldsdóttir dans­ kennari og yfirkennari hjá DÍH. Iðkendur DÍH hafa á síðustu árum verið að ná góðum árangri í samkvæmisdansíþróttinni. Flestir iðkendur í afrekshóp/ landsliði Dansíþróttasambands Íslands í F hópum (efsta getu­ stig) hafa undanfarin þrjú ár verið frá DÍH. Mörg F danspör félagsins eru að ná góðum árangri á dansmótum erlendis. Systurnar Harpa og Perla Stein­ grímsdætur og þeirra dansherrar unnu 9 titla á árinu. Dansíþrótttasamband Íslands hefur valið dansparið Sigurð Má Atlason og Söru Rós Jakobs dóttur frá Dansíþrótta­ félagi Hafnarfjarðar sem dans­ par ársins 2012. Sigurður og Sara eru bæði fædd árið 1992 og hafa dansað saman síðan árið 2000. Þau eru sannarlega vel að tilnefningunni komin. Þau urðu tvöfaldir Íslands meistarar á árinu 2012 og unnu sér rétt til að fara á þau þrjú heimsmeistaramót sem í boði voru. Þau urðu einnig bikar meistarar í latin dönsum. Þau hafa verið á faraldsfæti síðustu mánuði við að keppa fyrir Íslands hönd, í Noregi, Svíþjóð, Ástralíu, Spáni, Danmörku, Austurríki og Lett­ landi. Sigurður og Sara eru góðar fyrirmyndir fyrir önnur danspör, hvort sem er við þjálfun eða ástundun. Góður árangur í dans inum DÍH á danspari ársins og er handhafi ÍSÍ bikarsins Frá keppni á Copenhagen Open. Starfsemi bæjarins úr gamla bókasafninu Um áramótin flutti ung­ menna húsið Gamla bókasafnið frá Mjósundi 10 yfir í Staðar­ berg 6 sem er gamalt einbýlis­ hús. Það hefur verið undir gæslu eftir skólatíma fyrir Set­ bergsskóla. Gamla bókasafnið er félagsmiðstöð fyrir 16 ­24 ára ungmenni. Þar eru m.a. haldin námskeið fyrir atvinnuleitandi ungmenni og þar er svo kölluð lengd viðvera, eftir skóla, fyrir fötluð ungmenni. Ekki er komið nýtt nafn á hús ið en ljóst er að nafnið Gamla bókasafnið passar illa við nýja húsnæðið. Það verða ungmennin sjálf sem koma til með að finna út nýtt nafn fyrir félagsmiðstöðina. Skrifstofur íþrótta­ tóm­ stunda mála og forvarna fulltrúa sem áður voru að Mjósundi 10 hafa verið fluttar á Strandgötu 6. ...blaðið sem allir Hafnfirðingar lesa Hvar auglýsir þú? ..bæjarblað Hafnfirðinga síðan 1983

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.