Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 02.05.2013, Qupperneq 8

Fjarðarpósturinn - 02.05.2013, Qupperneq 8
8 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 2. maí 2013 ..bæjarblaðið Hafnfirska fréttablaðið Almenn bókhaldsþjónusta – Stofnun félaga – Ársreikningar – Skattframtöl Bæjarhrauni 2, Hafnarfirði – www.3skref.is – 3skref@3skref.is Þín velgengni - okkar hagur Þegar ég var lítil, þá var maður alltaf úti að leika sér. Öll vor, sumar og haust kvöld fóru í það að vera í úti í leikjum með krökkunum í hverfinu. Leikir eins og ein króna, hlaupa í skarðið, fallin spýta, snú snú og skotbolti voru vinsælir og jafnvel í afmælum þegar við nálguðumst fermingaraldurinn var stolist í kyss kyss og útaf eða abc. Á veturna flýtti maður sér svo út í brekku með snjóþot urn­ ar til þess að renna sér, svo ég tali nú ekki um það að labba í skól ann í öllum veðrum og klofa snjóinn uppað mitti eða svona hér um bil. Mér finnst þetta hafa breyst aðeins, maður sér ekki mikið af krökkum úti að leika sér í dag, tölvurnar og sjónvarpið heilla oft meira, því miður. Foreldrar eru líka oft of dug leg að skutla börnunum sín um og sækja þau stuttar vega lengdir. Þegar ég fer út með litla strák­ inn minn sé ég oft ekki eitt ein­ asta barn út að leika sér, jafnvel þótt veðrið sé gott og ekkert því til fyrirstöðu að vera úti. Ég held að það sé á ábyrgð okkar foreldranna að vera dugleg að senda börnin okkur út og jafnvel að fara með þeim, við höfum öll gott af því. Úr því getur orðið skemmtileg fjölskyldustund þar sem hægt er að kenna börnunum nýja leiki og styrkja böndin enn frek ar. Fyrir unglinga í fjöl­ skyldunni sem ekki þykir mjög smart að vera úti að leika með gamla settinu er hægt að fara í göngu eða hjólaferðir og jafnvel setja sér markmið að ganga nokkur fjöll í nágrenninu. Slíkar sam veru stundir geta líka haft mikið forvarnargildi. Það er þó ekki orðið svo slæmt að það séu aldrei nein börn úti að leika sér, síður en svo það hefur hinsvegar minnkað töluvert og það er ekki jafn mikið líf og fjör í kringum það eins og var. Sum börn elska að vera úti og eru dugleg við það en ég hef líka séð börn „úti að leika“ sem sitja með símann í hönd­ unum og eru í tölvul­ eik. Eins veit ég um einn sem fannst hann hafa fengið nógu mikið af fersku lofti við það að hafa herbergisgluggann opinn meðan hann var í tölvunni, þegar móðir hans var að segja honum að hætta að spila og fara út að fá sér ferskt loft. Mín kynslóð sem er þrjátíu plús ólst upp við það að vera mikið úti að leika eins og áður hefur komið fram. Núna sér maður mikið af allskonar hópum sem eru að koma saman til þess að spila skotbolta eða bara fara út í leiki eins og í gamla daga, sem er mjög jákvætt, það er hollt að leika sér úti, bæði fyrir sál og líkama. Gerum sjálfum okkur og börnunum okkar greiða. Sendum þau út og förum með þeim út að leika. Höfundur er nemi í tómstunda- og félagsmála- fræði við Háskóla Íslands Út að leika Signý Hlíf Árnadóttir Sími 414 9900 www.tekkland.istekkland@tekkland.isHoltagarðar AkureyriReykjavíkurvegurBorgartún . Samanburður á verðskrá aðalskoðunar bifreiða undir 3.500 kg að leyfðri heildarþyngd, skv. vefsíðum fyrirtækjanna 15. apríl 2013 8.945 10.320 9.600 Tékkland Aðalskoðun Frumherji Allt er nýtt á veitingastaðnum Subway á Reykjavíkurvegi nema starfsfólkið en staðurinn var opnaður á mánudaginn aftur eftir stutta lokun á meðan staðurinn var tekinn í gegn. Fjarðarpósturinn hitti Hafnfirð­ ingana Sigrúnu Össurardóttur markaðs stjóra, Helgu Hrönn Þorbergsdóttur gæðastjóra og Selmu Ágústsdóttur verslunar­ stjóra Subway á Reykjavíkur­ veginum. Þá var verið að leggja lokahönd á endurbæturnar og viðskiptavinirnir voru farnir að banka á. Þær sögðu að staðurinn hafi verið tekinn algjörlega í gegn, salurinn stækkaður og sætum fjölgað til muna. Alls eru 23 Subway veitinga­ staðir víðs vegar um landið. Sunnu dagstilboðin segir Selma vera mjög vinsæl og þá mæti heilu fjölskyldurnar. Helga Hrönn gæðastjóri segir að áfram sé lögð áhersla á gæðin og segir hún Subway bjóða upp á heilsurétti þar sem fólk getur valið um braut, og gott úrval af áleggi og grænmeti. Hægt er að velja um að fá brauð ið kalt, hitað eða ristað en líka er boðið upp á vefjur, salöt og nýbakaðar smákökur í desert. Allt brauð er bakað á staðnum en mikil áhersla er lögð á ferskt hráefni. Þær stöllur eru stoltar af nýja staðnum og bjóða Hafnfirðinga velkomna en sérstakt tilboð verður 1.­5. maí í tilefni af opnuninni. Subway kominn í sparifötin Subway á Reykjavíkurvegi hefur opnað eftir endurbætur Selma Ágústsdóttir verslunarstjóri, Sigrún Össurardóttir markaðs stjóri Subway og Helga Hrönn Þorbergsdóttir gæðastjóri Subway en allar eru þær Hafnfirðingar. Lj ós m .: G uð ni G ís la so n Það verður glens og fjör þeg­ ar Óperukór Hafnarfjarðar setur upp atriði úr Sígauna barón inum eftir Johann Strauss í Hafn ar­ borg á vortónleikum kórsins sunnudaginn 12. maí kl. 20. Kórfélagar mæta prúðbúnir í sínu fínasta taui fyrir hlé en þá verður á dagskrá ýmis lög úr söngleikjum, úr Sound of Music, South Pacific, West Side Story, úr Fiðlaranum á þakinu og úr söngleiknum Gunnar á Hlíðarenda. Járnið hamrað Eftir hlé breytast kórfélagar í sígauna og þá er gott að vara sig því þetta eru fjörugir sígaunar en eitt laganna heitir einmitt „Já varist nú“. Öll lögin úr Sígauna­ baróninum verða sungin á íslensku en í sögunni er sagt frá Barinkay sem snýr aftur úr stríði til föðurleifðar sinnar í Transyl­ vaníu en þá hafði Zuspán svína­ bóndi sölsað undir sig eignirnar. Tilfinningar, ástir, græðgi og föðurlandsást endur speglast í söngnum og segir Alda Ingi­ bergs dóttir, einn ein söngvar­ anna og formaður kórs ins að gest ir eigi eftir að upplifa góða skemmtan og fallegan söng und ir stjórn Elínar Óskar Ósk­ ars dóttur og leikstjórn Ing unnar Jensdóttur. Sunnudaginn 12. maí kl. 20 Miðar eru seldir í forsölu hjá kór félögum á tilboðsverði og nán ari upplýsingar má fá á nýrri glæsi legri heimsíðu kórsins www.operukor.is og á Facebook. „nú færðu komukoss“ Óperukór Hafnarfjarðar setur upp atriði úr Sígaunabaróninum Lj ós m .: G uð ni G ís la so n

x

Fjarðarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.