Prentarinn - 01.04.1995, Side 3

Prentarinn - 01.04.1995, Side 3
AÐALFUNDUR SAMSTARF prenturinn ■ MÁLGAGNFÉLAGSBOKAGERÐARMANNA Ritne/nd Prentarans: Sölvi Ólafsson, ritstjóri og ábyrgðarmaöur. Elín Sigurðardóttir, Georg Páll Skúlason, Karl Emil Gunnarsson og Þorsteinn Veturliðason. Allt efni og ábendingar um efni er vel þegið. Það er aldrei lengra til okkar en í næsta síma. Leturgerðir í Prentaranum eru: Gill Sans, Palatino, HelveticaCond., Adobe Garamond ofl. Blaðið er prentað á Mediaprint 115 gr. Prentvinnsla: ODDI hf. Látinn félagi Pétur Þorsteinsson fæddur 13. maí 1922. Hann varð félagi 19. nóvember 1970. Pétur starfaði við aðstoðar- störf í prentsmiðjunni Gutenberg til ársins 1989 er hann lét af störf- um sökum aldurs. Pétur lést 27. mars 1995. SæmundurÁrnason Enn einu sinni er komið að aðalfundi í Féiagi bókagerðarmanna. Hjá okkur er aðalfundur sá fundur sem mest vægi hefur í starfi okkar þeg- ar til ákvarðanatöku kemur. Þar eru teknar á- kvarðanir um uppbygg- ingu félagsins, samstarf við önnur félög og þetta er eini fundurinn sem getur tekið ákvörðun um lagabreytingar. Fyrir þessum fundi liggur ákvörðun félagsfund- ar frá 26. febrúar sl! um að sækja um aðild að ASl eða Samiðn. Eins og öllum er kunnugt voru HÍP og BFI innan ASI og voru meðai stofnfélaga ASÍ. Þegar þrjú félög innan prentiðnaðarins sameinuð- ust í FBM1980 hafnaði Grafíska sveinafélagið alfarið aðild að ASÍ og forsenda þess að GSF tæki þátt í sameiningunni var að FBM væri ekki í ASÍ. Samkomulag varð um að hafa aUsherjaratkvæðagreiðslu meðal félagsmanna og þar var að- iid að ASÍ hafnað. Eftir þetta hafa verið tvær atkvæöagreiðslur um aðild sem eimiig var hafnað. Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar og ekkert er eilíft. Að undanförnu hafa þær raddir orðið æ háværari innan félagsins að við ættum að hafa meira samstarf og samvinnu við önnur félög, því berlega væri ljóst við hverja samninga eftir aðra að rödd FBM heyrist hvergi innan verkalýðshreyfingarinnar, sem er rétt, þar sem við erum hvergi aðil- ar að neinu samstarfi og augljóst er að sá er ekki vill starfa með öðr- um getur ekki ætlast til að sá hinn sami taki tillit til óska okkar. Á undanfömum ámm hefur þeim er í stjóm og trúnaðarmannaráðum starfa orðið æ ljósara að það hefur skaðað FBM meir og meir að hafa ekki samstarf við önnur félög inn- an ASI. Þetta hefur komið berlega í ljós við hverja samninga, þ.e. að þegar félög innan ASÍ hafa samið, stendur FBM frammi fyrir gerðum samningum: „Þetta eða ekkert". Stjórnum FBM, er vissulega hafa reynt að breyta orðnum hlut, hefur verið þröngur stakkur skorinn og félagsmemi almennt hafa heldur ekki treyst sér til frekari átaka og því höfum við aðeins verið áskrif- endur að samningum annarra fé- laga án áhrifa. Því vom það vissu- lega óvænt og ánægjuleg tíðindi er tillaga um að skora á stjórn FBM að auka samstarf við önnur stéttarfélög t.d. með aðild að ASI Forsiðumymlin er unnin al Cuðmundi Oddi myndlistarmanni og grafískum hönnuði. Myndin er sú tíunda í hópi hugmynda atlorsíðu Irá teiknurum í FÍT. eða Samiðn var samþykkt sam- hljóða á félagsfundi 26. febrúar sem leggur þá skyldu á herðar stjórnar FBM að leggja hana fyrir aðalfund. Vissulega er það ósk mín að þessi tillaga verði sam- þykkt og að henni samþykktri verður umsókn um aðild send. í samþykktri tillögu félagsfundar er talað annarsvegar um ÁSI og Samiðn. Munurinn á þessum tvennum samtökum er sá helstur að ASI er samband sambanda og landsfélaga en Samiðn er samband iðnfélaga með beina aðild að ASÍ. Apríl 1995 jakob Hvað þýðir eiginlega ÚTÓPÍA? PfíENTARINN 2/95 3

x

Prentarinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.