Prentneminn - 14.02.1927, Page 2
2
PRENTNEMINN
HVÖT
Lítt skal gráta liBnar stundir.
Lftid fram með sjónir skarpar.
Frægð, sem er af feðrum unnin,
förlast — nema starfi garpar.
Æskan flýgur óðum burtu.
Ellin spennir gildru sína.
DauBinn getur dyrnar opnaB,
drepið eitri blöndu þfna.
GlottiB ef að gengur illa
gegnum lífsins skerjavíti.
Boðann stækkar bölvuB hræðslan.
Berjist nú með Ijóssins flýti.
Krampo.
STARFIÐ
Petta starfsár Prentnemafélagsins hefir
fært mönnum heim sanninn um það, að
félagið hefir eigi veriö til einskis stofnaö,
því það hefir unnið töluvert á.
Pað er ekki svo að skilja, að það sé
ekki mörgu bótavant í félaginu, en hvernig
er hægt að búast við öðru í svo ungum
félagsskap?
í byrjun voru allflestir nemar þannig,
aö þeir vissu tæpast hvað félagsskapur
var, en það held ég að þeir viti allir nú.
Einn af höfuökostum þessa félagsskapar
er að hann er fámennur. Sem slíkur á
hann miklu betra með að ná tilgangi sín-
um, heldur en ef hann væri fjölmennari. í
þessu félagi geta allir lært að starfa,
vegna þess, að það er svo fáment. Allir
félagsmenn gætu haldið ræðu á sama
fundinum.
í félaginu eru nú 14 meðlimir. Það
hefir haldið 11 fundi og hafa að jafnaði
mætt 8 fél. á fundi. Það gæti verið betra.
Prentnemar þurfa aö læra að koma vel
fyrir sig orði. Ég álít að fyrsta skilyröiö
fyrir því að verða ræðumaður sé að vera
ófeiminn. Þess vegna held ég að gott væri
fyrir nema að byrja á því, að lesa upp á
fundum ritgerðir eftir sig, eða kafla úr
sjaldséðum bókum. Einnig er gott að segja
æfintýri sín, eða eitthvað þess háttar. Svo
er smátt og smátt hægt að færa sig upp
á skaftið og tala bæði um menn og
málefni.
Prentnemar hafa nú undir höndum hand-
rit af sögu prentlistarinnar. Það er mjög
merkilegt og fróðlegt, á íslenzku prent-
aramáli, sem fáir þekkja, og því eðlilega
torskilið nemum. Handrit þetta hefur
Hallbjörn Halldórsson þýtt og léð nem-
um. Það ætti að geta orðið til mikils
gagns fyrir þá.
Ég hygg, að þegar félag vort hefir kom-
iö fótunum vel fyrir sig, geti það orðiö
að miklu gagni.
Mér hefir heyrst á sumum prenturum,
að félagslyndir menn væru fáir af yngri
mönnum í Prentarafélaginu. En ég hygg,
að ef menn starfa saman, frá því að þeir
koma inn í smiöjuna sem nemar, mundi
það breytast.
6. janúar 1927.
Stefán ögmundsson.
FÉLAGAR
PRENTNEMAFÉLAGSINS
[Við þá félaga, sem ekki eru stofnendur,
er sett merkið - en f við þá sem hafa
fariö.l
- Gestur Pálsson (Félagsprentsm.).
Guðmundur Kristjánsson (ísafold).
- Gunnar Friðfinnsson (Gutenberg).
Haukur Einarsson (Gutenberg).
t Hrólfur Benediktsson (Félagspr.).
jóhannes M. Zoéga (Gutenberg).
)ón H. Guðmundsson (Gutenberg).
- )úlíus Bjarnason (Alþýðuprentsm.).
Ólafur Ð. Ólafsson (Gutenberg).
óskar Árnason (Acta).
Pétur Stefánsson (Félagsprentsm.).
Stefán Ogmundsson (Gutenberg).
Thór E. Cortes (Gutenberg).
- Þórður Pálsson (Alþýðuprentsm.).
t Þorvaldur Kolbeins (ísafold).