Grænlandsvinurinn - 01.01.1955, Blaðsíða 2
22
GRÆNLANDSVINURINN
Janúar—marz 1955
Dr. Jón Dúason:
Grænland
Þrælabúðir einokunarvalds
Svar fil Krisfjáns Alberfssonar
i.
Arngrímur Vídalín bróð-
ir Jóns biskups reit mikið
rit í þrem bindum um
hjálp til íslendinga í
Eystribyggð, um viðreisn
Grænlands og hald ís-
lenzkra landa í Vestur-
heimi, er hann og Islend-
ingar þeirra tíma, þar á
meðal Þormóður Torfason,
töldu enn lúta hinni norsk-
dönsku krónu vegna fyrsta
f undar og náms Islendinga.
Dr. jón Dúason Hugmynd' Arngríms var
að stofna verzlunar-, land-
náms-, menningarboðs- og trúboðs-stöðvar um Græn-
land og þaðan suður austurströnd Ameríku og vest-
ur norðurströnd hennar meðfram Norðvestursund-
inu vestur úr og opna þannig stutta sjóleið til Ind-
lands og Kína.
Markmið Islendinga var að tryggja hinn gamla rétt
sinn með nýju landnámi, og manna frumbúana og
hjálpa þeim (sbr. menningarboðið).
Arngrímur fékk konung til að fallast á framkvæmd
þessara ráðagerða 1703, en sjálfur ætlaði hann að
standa fyrir framkvæmdum. Þá lézt hann skyndilega
1704, og kom upp kvittur um, að Danir hefðu séð
fyrir honum.
En á áhugöldu þeirri sem Árngrímur, Þormóður
Torfason og margir aðrir íslendingar höfðu skapað
flaut H&ns Egede til Grænlands, er aldrei hefði þang-
að átt að koma því að með komu hans þangað var
framkvæmdin tekin úr höndum íslendinga. Þegar
allt gekk á tréfótum fyrir Egede og Björgvinarfélag-
inu, krafðist hann þess að allir Grænlendingar yrðu
gerðir að þrælum (Slaver). Grænlendingar skyldu
lokaðir inni milli stöðva, og herflokkar sendir um
landið, er setja skyldu byssuhlaupin fyrir brjóst
hverjum manni og kref jast af honum spiks og skinna
miskunnarlaust.
Krafa Hans Egede um að gera alla Grænlendinga
að þrælum náði fram að ganga, en með verzlunar-
einokun í stað hermanna. — Síðan hefur Grænland
verið féflett og Grænlendingar arðrændir af herra-
þjóðinni með öllu upphugsanlegu móti.
n.
Kryolytnáman í Miðfjörðum er starfrækt með
dönskum verkamönnum á háum launum. Útborgað-
ur arður af því gróðafélagi 1946 var 9.6 milljónir
danskra króna, en eflaust miklu meiri nú. Rennur
þetta fé allt í ríkissjóð Danmerkur og til gæðinga
Grænlandsstjórnar, en ekki inn í landssjóð Græn-
lands, en öll útgjöld hans eru litlu meiri en helming-
ur útborgaðs arðs af krýólítnámunni.
Kol eru brotin af Grænlendingum með þrælavinnu-
fyrirkomulagi. Fá Danir kohn fyrir lítið verð, til
þess að hita hús sín með á Grænlandi, til sighnga
milli Danmerkur og Grænlands, og svo kann nokkuð
af kolunum að slæðast inn til Danmerkur.
Marmari er brotinn og tilhögginn með þrælavinnu-
fyrirkomulagi. Danir taka svo marmarann á litlu
verði, nota hann sjálfir eða selja til annarra landa.
I undirbúningi er nú mikil og gróðvænleg blývinnsla
í Grænlandsóbyggðum. Ekki hefur heyrzt að þessa
námu eigi að starfrækja með þrælavinnu, en engum
eyri af gagni hennar er ætlað að ganga til þarfa
Grænlendinga.
Á Grænlandi eru feikn af kolum, auðunnum járn-
málmi, kopar, ágætt og mikið asbest, eitthvert bezta
grafít sem til er — og mikið af því, steinolía á svæði á
stærð við Sjáland, úraníum, mikið af ágætum gull-
málmi og er hann einkanlega á austurströndinni and-
spænis Reykjavík. Silfur og blý er þar víða. Ivar
Bárðarson ráðsmaður á Görðum segir um 1360, að á
Grænlandi sé „gnógt af silfurmálmi11. Hafa hreinir
óbræddir silfursteinar fundizt í Eskimóakofa í Júlí-
önuvon og staðfestir þessi fundur sögu Ivars. Á
Grænlandi eru margar tegundir gimsteina.
Þegar ég fylgdist nokkuð með þessum málum var
Grænland þriðja landi í heimi, þar sem flestir málm-
ar og steinefni (mineralier) höfðu fundizt, og hafði
þá enn engin vísindaleg málmleit verið gerð á Græn-