Grænlandsvinurinn - 01.01.1955, Qupperneq 3
Janúar—marz 1955
GRÆNLANDSVINURINN
23
landi. En hinar nýju, vísindalegu aðferðir létta mjög
málmleit á Grænlandi.
Hugmyndir hafa verið uppi um það, að láta Græn-
land sjá danska iðnaðinum fyrir efnivörum. Munu
Danir nú telja það sitt einkamál, hvort námumar
verði starfræktar með þrælavinnu eða ekki, og þá
ekki síður, hvað af ágóðanum verður.
m.
Til skamms tíma voru híbýli Grænlendinga íslenzk-
ar veiðibúðir, og lágu menn á setunum í húðfötum
(svefnpokum úr skinni) að fomum íslenzkum sið.
Er þök og veggir þessara torfhúsa höfðu frosið, vom
þau trekklaus og hlý. Og þar sem gólfflötur búða
þessara var, eins og íslenzku baðstofanna, hærri en
Svona eru húsin sem mikill hluti Grænlendinga býr í nú
á tímum.
gangsins og útidyranna, seig hið óhreina og þunga
loft út. Nú hafa Danir talið Grænlendinga á að gera
sér timburhús. Em þau samannegld úr ófelldum
eða illa felldum f jölum og á stærð við væna bílskúra.
Eru að meðaltali sex manneskjur í hverjum skúr,
og að meðaltali koma átta kúbikmetrar loftrúms á
hvern mann, og má þá gizka á, að lítið sé loftrúmið
þar sem þrengst er! Gegnum þessa tréskúra er sífelld-
ur næðingur og leka þeir einnig. Þar er kalt og rakt.
Fólkið, sem áður hafði gnægð af skinnum er nú
bæði klæðlaust sjálft og í stað húðfata áður eru nú
ekki önnur rúmföt en lausir skinnbleðlar eða tuskur,
alls ónóg til þess, að fólkið geti haldið á sér hita
að nóttunni. Kúrir allt heimilisfólkið sig því hvað
upp að öðru á setinu að nóttunni, til að halda á sér
hita undir þessum alls ónógu lörfum. Er þarna háska-
leg gróðrarstía fyrir berkla, húðsjúkdóma og alla
smitandi sjúkdóma. Dragsúgurinn og kuldinn í þess-
um vistarverum býður kvefpestum og margskonar
sjúkdómum og armæðu heim.
Minnst 15% af íbúum landsins hafa sýnileg ytri
einkenni berkla, og berklar eru í öðru hvoru húsi. En
Danir hafa annars flutt inn í landið nærfellt alla þá
sjúkdóma sem fáanlegir eru í Norðurálfu. Dánar-
talan á Grænlandi er milli 26 til 27 af þúsundi. Á
árunum 1924—1933 er íbúatalan var 15—17 þúsund,
dóu 443 manns árlega úr berklum, 448 úr öðrum smit-
andi sjúkdómum, en 313 af slysförum- Á árunum
1924—1933 var annaðhvort dauðsfall meðal karla á
aldrinum 15—30 ára af slysförum og á ári hverju
ferst 3,7% af íbúunum á sjó. Stafar það aðallega af
því að trébátar þeir sem Grænlendingar af vanefnum
og vankunnáttu klambra saman enx ekki sjófærir.
Hið óhentuga og ófullnægjandi fæði, svo og klæð-
leysið, sem Islendingar þeir, er komizt hafa í snert-
ingu við Grænlendinga geta vitnað um, hefur dregið
svo dáð og kjark úr fólkinu, að það megnar hvergi
nærri að afkasta fullu verki- Allt of oft er um að ræða
fullkomið hungur.
Þetta neyðarástand er ekki aðeins undirbúnings-
ástand fyrir sjúkdóma; það er einnig svo stórkost-'
legt að það lamar alveg dug og framleiðslugetu
landsmanna eins og hér á landi á 18. öld. En þó er
líklega hin daglega neyð og allsleysi meira á Græn-
landi nú en hér var á 18. öld.
IV.
En svona var þetta ekki fyrir komu Dana til Græn-
lands. Er Hans Egede kom til Grænlands ' skorti
Grænlendinga ekki klæðnað eða mat. Landið var
fullt af hreindýrum í milljónatali og fleiri veiðidýr-
um. Sjórinn var fullur af selum og hvölum og fugli,
en árnar fullar af laxi og silungi, og sjórinn fullur af
fiski líkt og nú. — Grænlendingar þurftu þá svo lítið
fyrir lífinu að hafa, að mestum tíma sínum gátu
þeir varið til dansa, söngva og leikja.
En þá tóku Danir að skipta sér af högum þeirra.
Þeir seldu þeim byssur og sögðu þeim að drepa hrein-
dýrin svo að verzlunin gæti fengið skinnin. — Hrein-
dýrin voru drepin svo tugum og hundruðum þúsunda
skipti árlega. Oftast hirtu Grænlendingar ekki annað
en skinnið og tunguna, en stundum var ekkert af dýr-
inu hirt. Er hreindýrunum hafði verið þannig útrýmt,
heimtaði verzlunin, að Grænlendingar veiddu selinn,
svo að verzlunin gæti fengið spik og skinn. Fisk-