Grænlandsvinurinn - 01.01.1955, Blaðsíða 4

Grænlandsvinurinn - 01.01.1955, Blaðsíða 4
24 GRÆNLANDSVINURINN Janúar—marz 1955 veiðar máttu Grænlendingar ekki stunda, því að þær gáfu ekki arðbæra verzlunarvöru. Er selnum var að kalla útrýmt og Bretar og Hol- lendingar höfðu að mestu útrýmt hvalnum, á hverju áttu Grænlendingar þá að lifa? Þá máttu þeir loks fara að veiða fisk, en þá kunnu þeir ekkert til fisk- veiða. Fram til 1908 og 1909, og enn miklu lengur, var hið almenna fiskveiðatæki á Grænlandi seglgarnsspotti með boginn nagla fyrir öngul. Eftir þetta fór verzl- unin að flytja öngla og nú mun jafnvel svo komið að vélbátar á Grænlandi rói með 300 öngla sárgranna lóð! En seglgamsspottinn og bogni naglinn eru eng- an veginn alveg gengnir úr móð ennþá. Miklu síður er sú tízka niðurlögð, að bátlausir menn stundi þorsk- veiðar. Setjast þeir á klappir við sjóinn og kasta það- an út öngli festum á seglgamsspotta. Árið 1933 áttu Grænlendingar 1469 árabáta úr tré, en þeim hefur fjölgað síðan. 1 árslok 1944 voru Grænlendingar búnir að fá 72 vélbáta. Við Grænland vom á þeim ámm eitt eða tvö hvalveiðiskip. Samt var brúttóverð alls útflutnings kaupþrælkunarinnar af Grænlandi, hval- og fiskafurðir, skinnavara, lýsi, marmari, sauðfjárafurðir o. fl-, alls: 1943— 44 ............... Kr. 1.959.000 1944— 45 ................ — 1.942.000 og áætlað 1946—47 ....... — 1.963.000 eða viðlíka og hálfur ársafli gamals botnvörpungs hér eða þriggja vélbáta 1 Vestmannaeyjum- Svo lamað er fólkið orðið andlega og líkamlega í þrælabúðum þessum og hinu danska hungurhelvíti á Grænlandi. Eða hvemig mundi ykkur líka að fá sjaldan eða aldrei annað til að seðja hungrið með en fisk og svelta heilu hungri þess á milli? Að sauðfjárræktinni undantekinni, em allir at- vinnuvegir Grænlendinga í megnasta ólestri. Að svo er ekki enn um sauðf járræktina er því að þakka, að íslenzkir menn hafa verið fengnir til að veita henni forstöðu, svo og því, að íslenzka féð hefur að mestu eða öllu leyti getað gengið sjálfala allan veturinn í Eysribyggð. Og hafa dilkarnir á Grænlandi þó orðið þriðjungi vænni en hér. V. Meðan ég fylgdist með verðlagi á Grænlandi var erlenda varan seld þar á líku verði og í Danmörku að viðbættu flutningsgjaldi og öðmm kostnaði, en okrað var á grænlenzku vörunum. Refaskinn, sem á skinnauppboðinu í kauphöllinni í Kaupmannahöfn seldust alllt upp í 1500 kr. hvert, keypti einokunar- verzlunin á kr. 0.50 — 4.00. Hvítabjarnarfeldi er á nefndu uppboði seldust upp í 4 þúsund kr. eða meir keypti einokunin á kr. 4.00—40 00. Grænlenzkan lax og „hellefisk" keyptin einokunin á 2 aura pundið eða minna, en seldi heildsölunum tunnuna af hvoru saltaða á kr. 80.00 eða á sama verði og ísl. dilkakjöt var þá. Þessir taxtar hljóta nú að vera breyttir, en hlut- fallið hefur ekki breytzt Grænlendingum í vil. Eftir að saltfiskframleiðslan hófst og kindakjöts- framleiðslan, gaf einokunin hlutfallslega meira fyrir þorskinn og dilkakjötið en hún gaf fyrir gömlu vör- urnar, til þess að hæna Grænlendinga að þessum nýju atvinnuvegum. Þessar og aðrar grælenzkar matvörur fær einok- unin á Grænlandi þannig fyrir svo til ekki neitt, og selur þær hræódýrt til neyzlu í Danmörku. Því, sem Danir fá ekki torgað af þessum ódým grænlenzku vörum, fá danskir heildsalar á lágu verði til útflutn- ings til annarra landa, og eru þessar vömr einnig seldar þar á lægra verði en þörf er á. Minnir öll þessi aðferð á það, er ísland var „matarbúr" Khafnar, en fólkið hér hmndi niður úr hungri og eymd. VI. Á Grænlandi em 4—500 'danskar sálir- Em það danskir menn, er sitja þar í embættum, og f jölskyld- ur þeirra. Danir þessir em ráðnir til nokkurra ára á háum launum og miklum fríðindum. Fría dvöl frítt skólagjald ár hvert fyrir eitt bam við hærri mennta- stofnanir í Danmörku, fríar ferðir milli landanna og fjórða hvert ár frí á fullum launum, og að loknum samningstímanum fullkomið frí á fullum launum til æviloka. Almúginn á Grænlandi verður að ala alla þessa Fróðárhirð, og er það næsta drepandi farg. Komist Grænlendingar í embætti, fá þeir ekki nema lítið brot af launum danskra manna í sömu stöðu. Sleifarlagið á verzlunar- og embættisrekstrinum tekur út yfir allt, sem þekkst hefur annars staðar. Um það bil þriðji — fjórði hver Grænlendingur er í þjónustu kaupþrælunarinnar og ómagi á þeim, sem framleiða. Einhverntíma að deginum hringir kram- búðarherrann bjöllu. Geta menn þá komið og verzlað í tvo klukkutíma, en þá eru allir reknir út, hvort sem þeir hafa lokið erindum síntim eða ekki, hvort sem menn eru langt eða skammt að komnir, og hvemig sem stendur á sjó eða veðri. Meðal þeirra venja sem nefnd, skipuð á þessari öld, óskaði breytinga á, var það, að margs konar vömr, svo sem blautsápa, kaffi, grjón og sykur, væri

x

Grænlandsvinurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Grænlandsvinurinn
https://timarit.is/publication/956

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.