Grænlandsvinurinn - 01.01.1955, Side 7

Grænlandsvinurinn - 01.01.1955, Side 7
Janúar—marz 1955 GRÆNLANDSVINURINN 27 Raddir leserída Úr bréfi frá Vestfjörðum: . . . „Vil aðeins leyfa mér að benda á að það mundi reynast vinsælt, hér vestra að minnsta kosti, ef Græn- landsvinurinn hefði „landgrunnsmálið" á stefnuskrá sinni. . .“ Úr bréfi frá Norðurlandi: „ . . . en svo mikið get ég sagt, að mér fellur stefna og innihald blaðsins að mörgu leyti vel. . . “ Úr bréfi af Suðurlandi: „ . . . Eg hef lesið Grænlandsvininn og virðist mér hann vera ágætt blað, og er mjög æskilegt að áfram- hald verði á útkomu hans. . . . Þar sem efni blaðsins er takmarkað við aðeins eitt málefni er þess ekki að vænta, að aðrir vilji kaupa blaðið en þeir, sem áhuga hafa á Grænlandsmálinu. . . . er sennilegt að fleiri kaupendur myndu fást ef fleiri mál væru rædd í blað- inu. Kæmi þar t. d. til greina handritamálið, fréttir af merkum málum og efnahagsmál • . . “ Svar til lesenda: Útgefandi þakkar bréfriturunum athugasemdir þeirra og vili hér gera grein fyrir afstöðu sinni og aðstöðu með áframhaldandi útgáfu blaðsins. Það er þá fyrst: Útgáfa blaðsins er einkatilraun út- gefanda sjálfs enn sem komið er og kostuð af honum sjálfum og verður hann að sjá sér og því farborða með venjul. verkamannavinnu. Þetta er óhjákvæmilega hemill á því að gera blaðið úr garði eins vel og þyrfti og hægt væri efnislega, bæði með myndum og f róðleik um Grænland og Grænlendinga. T. d. á útg. í smíðum allýtarlega staðfræði um Grænland sem þyrfti að fylgja jafn ýtarlegt kort af héruðum og byggðum bólum; myndu þau skipta tveim til þremur tugum af öllum ströndum Grænlands, ef birt væru eins og þyrfti með staðf ræðinni. En myndamót af slíkum upp- dráttum í einnar blaðsíðu stærð Grænlandsvinarins, nokkru fram Grænlandi eða Grænlendingum til góðs. I tillögum Péturs Ottesen felst engin ágengni held- ur einungis framhald sjálfstæðisbaráttunnar, að heimta fríviljuglega eða með dómsúrskurði íslenzkt land úr höndum Dana. — Hvaða íslenzkur maður getur synjað því máli um fylgi, heilhuga fylgi sitt? 23/12 1954 Jón Dúason sem væri minnsta stærð sem hægt væri að komast af með svo þau væru nógu skýr og gætu gefið réttari hugmynd um víðáttu landsins, þau myndu kosta yfir 400 krónur hvert, og er þá eftir kostnaðurinn við að gera kortið. Vegna þess að útg. er ljóst hversu mikill þekkingar- skortur um Grænland í dag og hagi Grænlendinga og jafnvel sögu þess, er meðal almennings hér, réðist hann í að hleypa af stokkunum þessari útgáfu þó ekki sé hún svo burðug sem vera þyrfti. Megintilgangur blaðsins frá hendi útgefanda er að efla sem nánust kynni og traustast vinfengi milli Islendinga og Grænlendinga í dag og framvegis. Hins- vegar mun blaðið óhikað birta sagnfræðilegar upp- lýsingar þeirra manna sem sýna að Grænland til- heyrði hinu íslenzka þjóðfélagi, og skrifa undir eigin nafni, sem og allt sem hægt er að upplýsa um það ástand sem ríkir í Grænlandi í dag og ríkt hefur á umliðnum öldum. Þótt upp komi vondur hlutur danskra manna þar að lútandi, vill útg. taka það fram, að slíkt verður ekki framsett af blaðsins hálfu sem neinn tilraun til að efla Danahatur hér, slíkt er blað- inu með öllu fjarlægt. Dönsk alþýða er elskulegt fólk, segja allir sem henni kynnast og að öðru óreyndu sér blaðið ekki ástæðu til að halda öðru fram- En sú stað- reynd dregur ekkert úr þeim veruleik að hjá danskri þjóð hafa dafnað, ekki síður en hjá öðrum drottnandi þjóðum, þau öfl og þær hvatir, sem eflt hafa kúgun manns á manni og kynt undir eldum yfirgangsháttar og ránsskapar við minni máttar, sem saga íslendinga og Grænlendinga getur borið oss nærtækastan vott- inn. — En sem sagt, þrátt fyrir það, allt þjóðaliatur er blaðinu andlægt. Um tillögur bréf ritaranna um önnur mál, sem blað- ið þyrfti að ræða er því til að svara: Ennþá er blaðið of lítið og framtíð þess óviss til þess að það geti rætt marghliða málefni, sem margháttaða þekkingu þarf til og þá um leið margfalda starfskrafta, hlutverk þess mundi þá breytast frá því að helga sig sögu og högum Grænlands yfir í það að verða alhliða íslenzkt þjóðræknisblað óháð stjórnmálaflokkum. Til þessa hefði útgefandi engin tök á núverandi stund. Þótt „handritamálið" og „landgrunnsmálið" séu auðvitað þýðingarmiklir þættir þjóðræknismála, þá er og af- staðan til Grænlands og Grænlendinga það einnig. Annars væri útg. kært að geta lagt þessum málum nokkurt lið. Þeim sem fýsti að kynna sér nokkuð gjör „hand- ritamálið“ vildi ég eindregið ráðleggja að lesa vand- Framhald á bls. 29.

x

Grænlandsvinurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Grænlandsvinurinn
https://timarit.is/publication/956

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.