Grænlandsvinurinn - 01.01.1955, Blaðsíða 10
30
GRÆNLANDSVTNURINN
Janúar—marz 1955
Ragnar V. Sturluson:
Undir frioi kóngsins
i.
Frá Noregi til Grænlands skyldu sigla tvö skip
ár hvert
.... „Hier i mót skal kongur lata oss na fride og
Jslendskum lögum“.
.... „ath fra Norie til Grænlandzs skylldi sigla
tvo skip hvortt ar hier fra Norie til Grænlandzs, og
færa þangat alla goda nyttsamlega voru sem landinu
og allmaga væri til besta . . . . “
.... „Og villivm vier bioda ydar vora kongliga
vernd, nad, ast og kiærleicka sem einn goder og nad-
vger herra og konge ber at veitta, med log, skill og
riett sinvm vndergiefnum þeggnvm“.
(Úr tilvitnunum 1 Gamla sáttmála).
Ein afleiðing af vemdarsamningnum sem Islendingar
gerðu við konung Noregs 1262, var heimild sú og
skylda sem konungi var veitt til að sjá fyrir verzlunar-
þörfum landsins. — Þetta ákvæði sáttmálans er þó
bersýnilega fram komið vegna möguleika konungs
á að hefta með öllu siglingar til íslenzkra landa ef
honum bauð svo við að horfa; þótt Sturla Þórðarson
geti ekki þessa í Hákonarsögu sinni eða öðrum rit-
um, er það skiljanlegt að Magnús konungur hafi ekki
kært sig um að láta halda á lofti svo óvinsælum brögð-
um þeirra feðga. — En þetta ákvæði Gamla sáttmála
varð nú samt til þess, að í skjóli þess gat konungur
tekið undir sig alla milliríkjaverzlunina við Island
og lendur þess, sem varð og reyndin á.
Björgvinjareinokunin
Um miðja f jórtándu öld er konungur búinn að ein-
oka alla verzlun við skatt lönd sín og milli þeirra inn-
byrðis undir kaupmenn Björgvinjar í Noregi. — En
þar nokkru á eftir gerast þau umskipti á mörkuðum
Evrópu að hinar verðmætu vörur Grænlands, svo sem
svarðreipi, tannvara og allskyns loðskinn, hætta að
verða eftirsótt vegna tilkomu hamps, fílabeins og
loðvöru sunnan og austan úr löndum í miklu ríkari
mæli en áður. Jafnvel hin einokaða verzlim konungs,
getur ekki lengur haldið uppi samkeppni með græn-
lenzku vörurnar, sem áður voru svo eftirsóttar og
gáfu gull í kistu konungs. —
Siglingarnar dragast saman á 14. öld
Þessvegna gerist það á 14. öld, að siglingar af kon-
ungshendi til Grænlands verða æ strjálli, þó áfram
gildi hörð viðurlög um viðskipti þangað svo sem sann-
ar sögnin um hrakning Bjöms Einarssonar og þeirra
félaga þangað og málaferli þar um á árunum 1385—
1389. — Eftir þetta virðist að einokunarstofnun kon-
ungs vanræki að mestu að uppfylla skylduna að halda
uppi siglingum við Grænland í þrjár aldir nema sem
fátkenndum tilraunum, fyrir utanaðkomandi áhrif,
til að minna á drottinvald sitt jrfir þessu svæði hinn-
ar íslenzku þjóðar.
Konungssetrið flytzt til Danmerkur
Um þetta leyti gerðust þau stórmerku tíðindi fyrir
alla söguþróun á Norðurlöndum að krónur Noregs og
Danmerkur urðu báðar settar á sama höfuð og eig-
andi þess gerði Danmörku að aðseturstað sínum. Sú
högun varð til þess að hið norska sjóveldi, sem stutt
hafði staðið, varð að reikandi vofu á höfum konungs-
ins, sem, er stundir liðu, varð að þola yfirgang og á-
sælni hinna verðandi siglinga þjóða við Norðursjó,
Hollendinga og Breta. — Þó gleymdu hinir æruverð-
ugu jöfrar norðurvega því aldrei, að þeirra var rétt-
urinn á þessum slóðum, þó dýrðin væri oft hálf döpur.
Bannið við að ræna konung hugsanlegum tekjum
af Grænlandi gleymist ekki
Að slepptu því að minnast á hrakninga þeirra Þor-
steins Ólafssonar 1409 til Grænlands og Björns Þor-
leifssonar hirðstjóra og Ólafar konu hans þangað
1446—’47, sem urðu að skipta við Grænlendinga í ó-
leyfi konungs, þá eru þó aðrar upplýsingar um vilja
konungs til að viðhalda drottnun sinni þar. Finn Gad
segir frá því í Grænlandssögu sinni, að konungur
hafi sent tvo foringja sína, þá Pining og Pothorst til
Grænlands árið 1473, sennilega til þess að bægja Eng-
lendingum frá landinu, en þeir höfðu lofað að láta
það í friði f jörutíu árum áður við Eirík af Pommem
(1432). Hald manna er, að eftir þá Pining og Pot-
horst sé lagður áttahringur sá, er enn sést móta fyrir
á Búrfellinu fyrir ofan Garða í Einarsfirði.
■Jf Konungur gleymir ekki hagsmunum sinum á
Grænlandi
Gad segir ennfremur að í byrjun fimmtándu aldar
hafi konungur fengið kortagerðarmann, Claudius
Claus Swart, til að skrifa um Norðurlönd og þ. á. m.
Grænland. Hinrik sæfari komst yfir þessi skrif og
barðist fyrir því al sjóleiðin til Indlands yrði fundin