Grænlandsvinurinn - 01.01.1955, Side 12
32
GRÆNLANDSVINURINN
Janúar—marz 1955
ferð kom hann að landi við Rangaf jörð í Vestribyggð.
Hann hafði samband við fólkið, teiknaði upp búninga
þess og 40 orð úr máli þess. „Ritgjörð hans er ná-
kvæm og lýsir áhuga hans á Grænlendingum“, segir
Gad. Eftir honum var Suðurbotn síðan kallaður Dav-
issund.
Búningar Grænlendinga á sextándu öld.
n.
Hverjar voru ástæður fyrir vanefndum á
ákvörðun Gamlasáttmála um siglingar til
Grænlands?
Menn hafa brotið heilann um það hvað því hafi
valdið að stöðugar siglingar til Grænlands frá Evrópu
lögðust niður á miðöldum- Bent hefur verið á ástæð-
ur svo sem: 1) meira ísrek en áður (bera menn þar
fyrir sig lýsingu Ivars Bárðarsonar); 2) að siglinga-
leiðir þangað hafi týnzt.
ívarslýsingin
1) Ivarslýsingin var fyrst rituð á norsku, sennilega
af Norðmanni, eftir frásögn Ivars Bárðarsonar Græn-
lendings, kirkjuráðsmans að Görðum, biskupssetrinu
í Grænlandi. Þessi lýsing er ekki til eftir upprunalegu
handriti, heldur eftir þýðingum á vægast sagt mjög
slæma dönsku og handritin ekki samhljóða og virðast
misaldra; m. a. eitt sem fannst í reikningsbók kaup-
manns nokkurs í Færeyjum, þýtt úr norsku á þýzku,
þaðan á hollenzku og úr henni á þýzku og úr þýzku
á ensku.
-^- Meðan konungamir sátu í Noregi áttu þeir völ
á vönum hafsiglingamönnum í Grænlandsferðir
Þegar Noregskonungur yfirtók verzlvmina við
Grænland voru það sæfarar frá Björgvin sem hann
beitti fyrir sig til að fara með skip til Grænlands.
Þeir tóku stefnuna þangað eins og þeim var hagkvæm-
ast beint á Drangeyjarmúla eða Hvarf syðst á Græn-
landi; þar með var Eiríksstefna undan Snæfellsnesi
lögð niður- Þegar sigld er syðri leiðin rekst maður
óhjákvæmilega á ísinn austan við Hvarf og kemst ekki
Ipp að landinu fyrr en jafnvel fyrir norðan ^ystri-
byggð ef illa árar. — Ef sigld er Eiríksstefna, þá
er siglt í gegnum ísinn austur af Krosseyjum (Ang-
magssalik), sem oftast er fært á réttum árstíma, og
síðan suður með landi fyrir ofan ísinn; en þó getur
þetta mislánast þegar ísaár eru og fengu menn að
kenna á því strax í fomöld. Þá er versta svæðið Sel-
kollsströndin (PuisortoK) fyrir sunnan Fuglaflóa
(Tingmiarmiut), sem skilur á milli Selkolls og Finns-
búða þar fyrir norðan, er menn urðu oft að hafa
vetursetu í ef ísar tepptu. En þeir sem þekktu á
strauma og veður þarna höguðu sér eftir því. En
kaupför Austmanna voru þung og óliðleg til slíkra
siglinga- Það er því engin furða þó Norðmaðurinn
sem skrifaði Ivarslýsingxma festi í minni sér ógn
íssins-
•fa Verðfallið hafði sín áhrif en kóngur og kirkja
vildu samt hafa sitt
2) Verðfallið á grænlenzkum vörum er staðreynd
eftir að samgöngur greiddust við Austurlönd og ríki
Slava. — En páfastóllinn og konungur Noregs áttu
þó mikilla hagsmuna að gæta um innheimtu skatta af
landinu og þeir náðust ekki nema með því að sækja
vörur þangað og að það hafi verið rækt nokkurnveg-
inn meðan konungar sátu í Noregi, gefa allskonar forn
skjöl og heimildir ótvírætt í skyn. En þar um er að
gæta að margar slíkar heimildir eru nú glataðar bæði
við bruna Skálholtskirkju og líklega Ámasafns, og
síðast en ekki sízt er hinn danski ribbaldi Otti Stígs-
son brenndi skjalasafn erkibiskupsdæmisins í Niðar-
ósi.
Enn sannar þetta og ótti manna þeirra, er heim-
ildir eru til um að hröktust til Grænlands á þessu
tímabili, við að skipta við landsmenn vegna reiði
konungs.
Konungamir urðu að leita annara þjóða manna
til að halda uppi sjóveldi sínu því Danir höfðu
þá ekki kunnáttu í hafsiglingum
3) Eins og glöggar heimildir eru fyrir, týndust