Grænlandsvinurinn - 01.01.1955, Page 13
Janúar—marz 1955
GRÆNLANDSVTNURINN
33
siglingaleiðirnar til Grænlands, og þekking ráðandi
manna á þeim, aldrei; en af öflugum upplýsingum
má ráða það að konungana hefur oft og einatt skort
hæfa menn, bæði skipstjórnara og skipsmenn, til þess
að fara slíkar úthafsferðir eftir að trónninn fluttist
til Danmerkur og Hanskakaupmönnum hafði tekizt
að hefta siglingaframtak Björgvinarmanna.
Viðleitni konunganna að koma upp dönsku sjó-
veldi eftir að þeir settust að í Danmörku, bar fyrst
í stað lítinn árangur, því Danir voru fyrst og fremst
friðsamir búandmenn á þessum tíma og þeirra „Ros
og Magt“ var bundin við garða og engi danskrar
móðurmoldar en ekki „sortladet Hav“.
Það er því ekki f jærri lagi að benda á það að mögu-
leikar konungs á að halda uppi sighngum að gagni til
Grænlands voru litlir í þá daga með dönskum sjó-
mönnum. Hann varð að leita til þýðverzkra manna
um hinar meiri úthafssiglingar, og, er leið fram á
sextándu öldina til brezkra sæfara og hollenzkra.
Þetta var þó erfiðleikum bundið, því á ýmsu valt
með friðsemdina við þessar þjóðir, og hagnaðarvonin
af fyrirtækinu oft véfengjanleg. Má á það minna að
seinustu biskuparnir sem páfinn útnefndi til Græn-
lands, og þangað komu aldrei, voru settir á meðgjöf
með embættinu, ef verða mætti að þeir gætu þá held-
ur haldið hróðri drottins fram við heiðingjana.
Ný hagnaffarvon ýtir við konungnnum
Um langa hríð höfðu menn Biskajaflóa stundað
hvalveiðar í höfumun við Grænland, segir Gad. En
svo komu Hollendingar til Svalbarða og kölluðu það
„spitzbergen" (þ. e. „Oddfjöllm“) 1596. (Isl- annálar
segja það fundið. 1194, sennilega af Islendingum í
könnunarferðum þeirra). 1614, stofnuðu þeir svo
„Noordsche Compagni“, verndað af hollenzku ríkis-
stjórninni um allt Norðuríshaf og nágrenni og sýndi
það hagnað.
Kristján IV. reyndi að ná veiðinni undir danskar
hendur, /því honum fannst, sem vonlegt var, þetta
rekið á yfirráðasvæði sínu. Hann gjörði kröfu um
að Svalbarði heyrði undir Grænland. Ráðagerð hans
var að: „fyrst og fremst að rannsaka þetta Vort vald-
svæðis ástand, á hvaða hátt í framtíðinni væri hægt
að sýna því umhyggju sem og trúarbrögðunum,
stjórnarfarinu og réttarfarinu."
1619 var Det grönlandske Kompagni stofnað til að
keppa við HoUendinga um Svalbarða. En það lifði
stutt og enn styttra það sem stofnað var 1636.
ra.
Friðgjafans vemd í verki
Upplýsingar John Davis 1585 og ásókn Hollendinga
með hvalveiðarnar og verzlun við landsfólkið, hertu
nú skriðinn undir danska konungsvaldinu að halda
sínu og þar kom að, að valdi þess rétta vemdara
skyldi beitt á grænlenzkri jörð.
Kristján IV., sem sjálfur var duglegur sjómaður,
fékk nú til tvo brezka sjóræningja, þá Cunningham
og James Hall, að sigla til Grænlands-
Þriðji foringinn í þessum leiðangri var danskur,
Godske Lindenow að nafni.
Þeir f engu sitt skipið hver til umráða og var Cunn-
ingham formaður fararinnar.
Hetjudáð aðmíráls G. Lindenow
Skipin fylgdust nú að unz þau komu til Grænlands,
þá rauf Lindenow félagsskapinn og lagði skipi sinu,
sem hét „Rauða ljónið“, að landi við Eyjafjörð*
syðst í Vestri byggð, en hinir héldu lengra norður
með landinu.
Lindenow reyndist trúr hlutverki sínu að efla
sigurorð konungs síns með för þessari og lét sig
ekki muna um að sýna umkomulausum íbúum þessa
lands konungsins vemdarvilja hans í verki, og rændi
tveimur mönnum grænlenzkum. — Sagnaskáld kon-
ungsins, Lyskander, kvað kvæði um atburðinn.
Grænlendingarnir, sem rænt var, „bitu og börðu
sem óðir hundar eða hestar,“ segir Lyskander, „og
annar þeirra þreif um sveðju eins hermannsins og
skarst illa í hendina svo menn Lindenows tóku þá og
bundu eins og svín“.
Grænlendingarnir sáu nú að hér var þeim ofurefli
búið og stilltu viðnám sitt, og létu ribbaldana sjá
fyrir ráði sínu; og er til Kaupmannahafnar kom vom
þeir látnir sýna kóngi listir sínar á einæringi. — Um
það segir Lyskander: „Þar gat maður sér hversu fá-
tækur maður hjálpaði sér sjálfum á eigin spítur, þó
lélegt væri allt sem hann átti.“------„Síðan fór
kóngurinn aftur í land en Grænlendingunum var skip-
að að vera þar og bíða nánari fyrirmæla.“
Um veru þeirra í Danmörku er vitað, að annar
þeirra var fjórtán dögum seinna sendur konungleg-
um lénsmanni á Dragshólmi við Kalundborg, hinum
* Fiskenæsfjord.