Grænlandsvinurinn - 01.01.1955, Page 14

Grænlandsvinurinn - 01.01.1955, Page 14
34 GRÆNLANDSVINURINN Janúar—marz 1955 kunna sagnarritara. Arild Huitfeld með svolátandi konunglegu bréfi: „Kxmngjörum hérmeð að Vér tilskikkum yður einn af vorum undirsátum sem til vor nýlega hefur komið frá voru landi Grænlandi, hvem Vér — upp á það hann þess betur, þegar hann frá hinum öðmm verð- ur skilinn, kynni læra Vort danska tungumál — viljum hafa undirhaldinn í Voru sloti Dragshólmi." I reikningum Dragshólmsléns finnst til minningar um þetta svolátandi: 7. sept. 1607: „Borgað Ivari skómakara út í Vindkeldu fyrir tvo sóla sem hann setti undir stígvél Grænlendingsins 14 sk. ásamt borgað meistara Bardscher í Nýkoping fyrir þann Grænlending sem hér kom til slotsins, hann að forbinda og hjúkra til rétta, sem hann var orðinn bættur af: ii Dalir“. Um örlög þessara manna er ekki frekar vitað. — En Lindenow aðmírál var tekið sem hetju fyrir þrek- virkið." Dáðir Bretanna Fjórtán dögum seinna, eða 11. ágúst 1605, komu Gunningham og Hall til Kaupmannahafnar með skip- inu „Þröstur", og „Markötturinn", sem Lindenow hafði skilið við úti fyrir Grænlandsströndum. Cunningham og Hall fóru lengra norður, eða allt til Grenjastaða (= Sisimiut).* Cunningham rændi einnig Grænlendingum. Þeir náðu fjórum Grænlendingum um borð, þeir börðust sem óðir væru og gættu sin ekki fyrir vopnunum. Sumir voru bundnir við sigluna, öðrum fleygt í lestina. Einn var svo æfur að hann skeytti ekkert um líf konungsmanna(I), segir sögnin, þar til skipstjórinn skaut hann með byssu sinni, þá urðu hinir rólegri. Þeir kölluðu hver annan Oxa (OKaK = Tunga?) og Judecha (IútdleK?), segir sögnin. önnur heimild segir að Cunningham og hans menn hafi orðið að drepa marga Grænlendinga áður en þeir náðu þessum f jórum. Cunningham lét færa þá í blá klæði svo sem var búnaður undirmanna hans og kenna þeim sjómanna- störf. „Urðu þeir skjótt eins liprir og liðugir eins og hverjir aðrir kóngsins menn“, segir sögnin. Þegar þeir komu til Kaupmannahafnar 11- ágúst, voru þeir látnir taka niður „merzseglið" og voru þeir búnir að því jafnfljótt og hinir kóngsins þénarar. Þeir vöktu mikla athygli og voru hafðir til sýnis og voru látnir leika hermannakúnstir. Og segir sögnin að spænskur sendiherra hafi m. a. gefið þeim verð- mæta fúlgu fyrir. Þeir létu svo sem þeir væru stórir herrar af Græn- landi. Þeir þóttu ekki eins óviðráðanlegir og menn þeir, sem Lindenow rændi. Þeim gekk og betur að læra málið (þ. e. dönskuna). Þeir voru sterkir og gat einn þeirra, hver um sig, róið sínum einæring svo hratt sem tíu menn kóngsins sínum bátum. En svo vorið eftir tók heimþráin þá föstum tökum og þeir lögðu út á Eyrarsund og hröktust norður með og yfir til Skánar, en voru þar teknir og gátu lítil skil gert á sér þar, og voru sendir þaðan aftur til Kaupmannahafnar, og eftir það hafðir undir ströngu eftirliti. Árið 1605 leit út fyrir að þeir kæmust heim. Kon- ungurinn sendi 5 skip í Grænlandsleiðangur og áttu þessir þrír að fá að fara með og vera túlkar, sem þeir og gjanian vildu. — En í dagbók „Amarins" (,,0rnen“), sem lét í haf 27. maí og lagði upp frá Kristjánssandi 2. júní, stend- ur 4. júní: „Þann 4. dó Grænlendingurinn minn“. Á skipinu „Þresti" (,,Trost“) dó Grænlendingur- inn þar á miðnætti milli 10. og 11. júní og var fleygt í sjóinn. „Guð veit hvert hann hefur lent“, segir Lyskander. Um þann þriðja á „Ljóninu" („Loven") er ekki vitað. Meiri vernd Árið 1606 var aftur farinn leiðangur til Grænlands og var Lindenow foringinn. Samkvæmt áætlun héldu skipin til Grenjastaða (Sisimiut) og enn var Græn- lendingum rænt. Lindenow skrifar: „Hinn 9. ágúst tókum vér f imm Grænlendinga með of beldi út í „öm- inn“, og viku seinna (16. ágúst): „Hinn 16ánda stökk einn af Grænlendingunum fyrir borð “ Lyskander segir að Grænlendingamir „bleffne saa bange oc vilde i Sind, de acter ei sig eller nogen Ting, ei Liff eller andden Skade. — Den ene lod kiænde sin Hjærtens Anck, modvilligen sælff for Bordde spranck". Fimtán árum seinna skrifar Olearius um afdrif þessara manna en ruglar þeim að nokkm saman við mennina sem Lindenow og Cunningham og Hall rændu árið 1605. Olearius segir að tveir þeirra hafi reynt Holsteinsborg.

x

Grænlandsvinurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Grænlandsvinurinn
https://timarit.is/publication/956

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.