Grænlandsvinurinn - 01.01.1955, Síða 15

Grænlandsvinurinn - 01.01.1955, Síða 15
Janúar—marz 1955 GRÆNLANDSVINURINN 35 Grænlenzkar þjóðsögur Framhald af bls. 29. af rengi, en þegar hann hafði farið heim með það og etið af því, missti hann eftir það alla veiðiheppni. Nú hafði sá eldri eytt upp birgðum sínum af reng- inu góða og tók sig til upp á sléttuna til að sækja meira. En þegar hann tók á steininum gat hann ekki bifað honum. — Ástæðan var sú, að hann hafði beitt annan mann brögðum. að strjúka undan á haf út, en annar náðist; hinn var kominn úr augsýn. Þeir sem eftir lifðu, lifðu sumir 1 tólf ár, en gengu sífellt sorgmæddir um unz þeir dóu hver eftir annan. Finn Gad segir f rá því að Hall, sem fyrr er nefndur hafi farið fleiri ferðir til Grænlands ýmist undir danskri eða enskri stjórn. Árið 1612 kastaði hann akkerum við Nes (Núk)* í Rangafirði. Þá var hann loks drepinn af Grænlend- ing einum á Lýsufirði þar skammt frá. En konungur gafst ekki upp við að vernda þegna sína Næst var reynt að ræna Grænlendingum árið 1636, en það mistókst. Átti að gera það samkvæmt útgáfu konunglegra einkaréttinda handa „Verzlunarfélagi um siglingar til Grænlands, stofnuðu af nokkrum borgurum í Kaupmannahöfn". I konungsbréfi um þetta segir svo m. a.: . . • ,,og skulu þeir gjöra þeirra ástundan — ef nokkurnveginn mögulegt er — að þeir árlega geti f ært Oss eitt par ungra persóna af landsins innfæddu, hér um bil á 16, 18 eða 20 ára aldri, sem hægt væri hér að láta uppfræða ut í guðs ótta, málinu og bókaleg- um kúnstum, því landi til meiri sælu og velferðar til lengdar". Þetta var og reynt. Tvö skip náðu vesturströnd- inni og verzluðu við fólkið og rændu um leið tveimur mönnum og bundu þá fasta við sigluna og sigldu af stað. En þegar þeir voru leystir, út í rúmsjó, hlupu þeir báðir fyrir borð. Árið 1654 gerðust þó enn harmsögulegri atburðir að þessu leyti, og betur varðveitt minningin um þá, því þeir snertu einkum konur og þar á meðal móður, sem tekin var frá tveim bömum. (Meira) 2. Þegar Bjamey var dregin norðureftir. Suðurfrá var mjög hálend eyja. Hún lá illa í veg- inum fyrir íbúunum þegar þeir fóru til veiðisvæðis síns. Því sögðu þeir hver við annn: „Ef maður gæti nú án nokkurra erfiðleika flutt eyjuna burt, þá kæm- umst við betur að veiðisvæðunum okkar. Seiðkvæði mundi áreiðanlega geta áunnið þetta“. Þegar þeir voru að tala um þetta, sögðu tveir gaml- ir menn: „Látum oss reyna að taka hana í slef.“ K’iviaritajak sagði: „Eg fyrir mitt leyti hef ánægju af henni, ef þið reynið að taka hana á slef, skal ég halda henn til baka frá meginlandinu." Morgun einn er veðrið var fagurt, sögðu Nivinga- silernak og Nivfigfarsuk: „Látum oss nú samt sem áður reyna að slefa henni“. Þar sem þeir ekki höfðu annað, tóku þeir hár af litlu bami, sem þeir notuðu fyrir dráttartaug aftur á móti hélt K’iviaritajak við hana frá meginlandinu með ól af eiri. Síðan sungu þeir seið yfir hinni miklu ey til þess að gera göt í hana og er þeir kváðu seiðinn komu þar göt á hana. Þvínæst sungu þeir seið yfir hárinu og ólinni sem við það uxu bæði á lengd og digurð. Þegar þeim þótti böndin hæfileg, drógu þeir þau í gegnum götin og sungu og sungu aftur og festu þau í einæringa sína. Þvínæst reyndu þeir með töfraþulum að losa hana; en þegar hún losaði sig með brakandi gný, togaði K’iviaritajak til sín landmegin. Um leið og þeir drógu úteftir, strekktist hárið og varð sterkara og sterkara, en ólin frá meginlandinu varð mjórri og mjórri um leið og hún strekktist, og loksins slitnaði hún- En Nivfigfarsuk og Nivingasilernak drógu eyna undir stöðugum söng, fyrst langt út frá landi og síð- an fram með ströndinni norðureftir. Þá heyrðist söngur frá hinum háu Kúnarsfjöllum, að hér eftir skyldu þau vera hæst á suðurlandinu. Þeir héldu áfram að draga er nóttin datt á og stönzuðu loks fyrir utan Ilulissat (Fjalljakafjörð, Jakobshavn) þar sem þeir létu eyna standa. Og einn- ig hina sömu nótt snéru þeir aftur suðureftir. Þessvegna liggur eyjan stóra (K’ekertarssuak) Bjarney, lengst í norðri alveg úti fyrir meginland- inu og hafið þarna fyrir utan ströndina hefur grynnk- að af því eyjan stóra fór þessa leið. *) Godthaab.

x

Grænlandsvinurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Grænlandsvinurinn
https://timarit.is/publication/956

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.