Verktækni - 01.06.1997, Qupperneq 2

Verktækni - 01.06.1997, Qupperneq 2
VERKTÆKNI Leiðarinn Ríó sáttmálinn og Landsvirkjun Mikið er rætt um að þetta eða hitt sé í andstöðu eða í samræmi við „Ríó sáttmálann" og er þar yfirleitt átt við 9. kafla í „Agenda 21“ eða „verkefnaáætlun 21. aldarinnar". Þessi 9. kafli fjallar m.a. um mengunn andrúmsloftsins þ.e. aukningu gróðurhúsalofttegunda með öllu sem því fylgir. Sagt er að Islendingar hafi verið að brjóta þennan sáttmála, með því að auka losun á koltvíildi, meðal annars með byggingu stóriðjuvera. Lang mest af losun þessara lofttegunda hér á landier þó frá eldsneyti sem brennt er í íslenskum farartækjum; bifreiðum, skipum og flugvélum. Einfaldasta leiðin til að minnka losun á þessum efnum er að auka notkun rafmagnsbíla hér; ekkert er tæknilega því til fyrirstöðu, en breyta þarf reglum um aðflutnings- gjöld til að þeir verði ódýrari kostur en bensínbílar. Aðeins lengra fram í framtíðinni kemur svo notkun á vetni, sennilega í allar gerðir samgöngutækja, en þar er útblástursefnið nær eingöngu vatnsgufa. í riti umhverfisráðuneytisins um Ríó ráðstefnuna frá 1992 segir orðrétt: “ í orkumálum er lögð áhersla á að ríkið stuðli að aukinni notkun á orku frá endumýjanlegum og ómengandi orkugjöfum, svo sem vatnsorku, jarðvarma, sólar- og vindorku, í stað kjamorku og jarðefnaorku. Leggja ber áherslu á að skipuleggja orku- og iðnaðarmál svæðisbundið með það fyrir augum að draga úr mengun”. Margir túlka þetta svo að það samrýmist þessu ákvæði að reisa hér stóriðjuver, knúið mengunarlausri, sjálfbærri orku í stað þess að reka iðjuverið þar sem það er knúið jarðefnaorku. Orkuver knúið slíkri orku sleppir nálægt tíu sinnum meira koltvíildi út í andrúmsloftið en iðjuverið sem nýtir orkuna. Með því að reisa iðjuverið hér á landi verður því losun koltvíildis innan við 10% af því sem það yrði t.d. í Þýskalandi. Þar sem gróðurhúsaáhrif ná um allan heiminn skiptir staðsetning ekki máli varðandi mögulegar loftslagsbreytingar. Það má því segja að í þessu tilliti sé umhverfisvænt að reisa iðjuver þar sem þau nýta hreina orku. Á síðasta Náttúmvemdarþingi var mikið rætt um orkumál. Þar fékk Landsvirkjun mikla gagnrýni þó að það fyrirtæki reyni að markaðssetja og framleiða hreina, sjálfbæra orku eins og hvatt er til í Ríó sáttmálanum. Enginn hallaði einu orði á olíufélögin, sem þó em að selja orku sem eykur losun gróðurhúsalofttegunda, ef til vill vegna þess að þau kunna á sín almannatengsl. Þeir auglýsa vel að þeir gefi nokkra aura af hverjum bensínlítra til skógræktar og landgræðslu og það þarf ekki meira til. Landsvirkjun hefur þó lagt mun meira til bæði landgræðslu og skógræktar en olíufélögin. Landsvirkjun getur þó mikið lært af olíufélögunum í kynningarstarfsemi. Ómar Ragnarsson fréttamaður hjá Ríkissjónvarpinu gagnrýndi mjög Landsvirkjun fyrir áform um Hágöngumiðlun, sem setja mun í kaf jarðhitasvæði. Landsvirkjun ætti að taka Ómar á orðinu og samhliða byggingu stíflu í Köldukvísl ætti hún að nýta heita vatnið til að koma upp ævintýralegum baðstað við miðlunarlónið, sem hægt væri að komast í allt árið. Á byggingarsvæðinu mun falla til heilmikið af jarðefni sem ekki er hægt að nýta í stífluna, en mætti nýta til að auka á fjölbreytni baðstaðarins. Ur því að stórkostlegur baðstaður eins og Bláa lónið varð til fyrir tilviljun, hvað gætum við ekki gert viljandi. Náttúruvernd og skipulag Miðhálendisins Nýlega hefur verið kynnt tillaga að Svæðisskipulagi Miðhálendisins 1996-2016. í stuttu máli má segja að tillagan gangi út á að svo til allt Miðhálendið flokkist sem náttúruvemdarsvæði eða vemdarsvæði þar sem allri mannvirkjagerð yrði haldið í lágmarki. Ræmur fyrir tvo hálendisvegi yrðu þó leyfðar, um Kjöl og Sprengisand. Þá er gert ráð fyrir að mögulega megi nýta á skipulagstímanumum um helming af því vatnsafli sem áætlanir hafa verið gerðar um, en hin helmingur vatnsaflsins og öll háhitasvæði hálendisins eru innan áðumefndra náttúmvemdar- eða vemdarsvæða á skipulagstímanum, þ.e. til 2016. Talsmenn þessarar skipulagstillögu segja að þeir séu alls ekki að reyna að útiloka nýtingu á þessum 50% vatnsaflsins og 100% háhitasvæðanna á hálendinu. Það megi taka ákvörðun seinna um að nýta þessar orkulindir. Þá má spyrja; halda menn að það sé vænlegt að koma með tillögur um að reisa orkuver á svæði sem hefur verið skilgreint sem náttúrvemdarsvæði í áratugi? Nei, með þessari tillögu er verið að hrinda næstu kynslóð inn í illvígar deilur. Eðlilegt er að ekki sé tekin ákvörðun um að skilgreina þessi mögulegu orkuvinnslusvæði sem vemdarsvæði, heldur sé haldið opnum þeim möguleika að þessar hreinu og sjálfbæm orkulindir verði nýttar komandi kynslóðum til farsældar, en gera má ráð fyrir að eftir nokkra áratugi gefi orkuauðlindir okkar af sér meiri verðmæti, en auðlindir sjávar. Aðdragandi skipulagsvinnunnar á hálendinu hefur vakið nokkra athygli. Fyrst reyndi umhverfísráðuneytið að koma á þeirri skipan að Miðhálendið yrði stjómsýsluleg eining og ríkisvaldið ætti fulltrúa í stjóm þess. Vegna þrýstings sveitahreppanna, sem liggja að Saga TFÍ - myndir óskast. Á síðasta aðalfundi TFI kom fram að unnið sé að ritun sögu Tæknifræðingafélagsins. Samkvæmt samningi og tímaáætlun sem unnið er eftir er gert ráð að bókin komi út í byrjun ársins 1998.1 bókinni verður rakinn aðdragandi að stofnun félagsins, sagt frá stofnun þess árið 1960, og saga félagsins rakin til ársins 1995. Utgáfa bókarinnar er unnin samhliða ritun sögu tæknifræðinnar á Island sem gefin verður út af Iðnsögu Islands. Atli Rafn Kristjánsson skráir söguna og er jafnframt ritstjóri. Þessi vinna er nú á lokastigi og hafin er uppsetning með myndum í bókina sem verður um 120 síður. Þeir tæknifræðingar eða aðrir sem hafa í geymslu einhverjar myndir sem þeir teldu áhugaverðar í bókina em beðnir að hafa samband við skrifstofu félagsins. Um gæti verið að ræða myndir frá ýmsum uppákomum í félaginu, skoðunarferðum, fundum, frá skrifstofu eða annað áhugavert myndefni. J.B Samkomulag um breytingu á kjarasamningi. I nýgerðum kjarasamningi KTFÍ og S V við Reykjavíkurborg og ríki var felld út heimild um frestun orlofs milli ára. Þetta atriði var nokkuð umdeilt og mikið ágreiningsefni, en vinnuveitendur vitnuðu í ný orlofslög sem tekið höfðu gildi. Komið hefur í ljós að þessi tilvitnun vinnuveitenda var ekki á rökum reist. Fulltrúar KTFI og SV hafa átt viðræður við vinnuveitendur vegna þessa og liggur fyrir samkomulag um að fyrrgreint ákvæði verður fellt úr samningnum, og að félögin skuli ekki líða fyrir það að hafa fyrst félaga skrifað undir nýjan kjarasamning. Þetta þýðir að heimilt verður eftir sem áður að fresta töku orlofs, allt að 30 daga milli orlofsára. J.B Adlögunarnefndir að taka til starfa. Samkvæmt kjarasamningi SV og KTFI um breytt launakerfi skal skipa aðlögunamefndir innan hverrar stofnunar, sem setur nánari forsendur fyrir röðun starfsmanna í hið nýja launakerfi. Þessar nefndir hafa nú verið skipaðar og haldinn hefur verið sameiginlegur fundur fulltrúa stéttarfélaganna. Gert er ráð fyrir sameiginlegum nefndum verk- og tæknifræðinga á öllum stofnunum. Nokkrar nefndir hafa fundað með sínum vinnuveitendum og eru aðrar að hefja störf. Nefndir skulu skila sameiginlegu áliti og skal þeirri vinnu vera lokið í lok júlí. J.B Aukið samstarf TFÍ og Tækniskólans Tækniskóli Islands og Háskólinn á Akureyri hafa samkvæmt viljayfirlýsingu skólanna um aukna samvinnu, í hyggju að stofna til náms í upplýsingatækni. Ætlunin er að Tækniskólinn muni starfrækja námsbraut í upplýsingatæknifræði, en við Háskólann á Akureyti verði nám með öðru sniði. Stefnt er að snertiflötum milli þessara tveggja námsbrauta, þannig að nemendur geti fært sig á milli skóla á fyrstu misserum námsins. Gert er ráð fyrir að boðið verði upp á ofangreindar námsbrautir á næsta misseri. Vegna þessa hefur verið leitað til eftirtalinna aðila um samstarf og mótun námsins, sem tilnefna fulltrúa í þetta samstarf. Tæknifræðingafélag íslands. Póstur og sími. Verk og Kerfisfræðistofan Marel Opin kerfí. Jafnframt þessu er unnið að því að byggja upp annað og þriðja árs nám í rafmagnstæknifræði á tölvusviði í Tækniskólanum, í samvinu við TFI. Jóhannes Benediktsson form. TFÍ Réttindi við skipahönnun Fyrir nokkru birtist frétt í einu af dagblöðunum sem fjallaði um skipateikningar sem sendar voru Siglingastofnun til samþykktar. f framhaldi af þeirri frétt sendi framkvæmdastjóri TFÍ Halldóri Blöndal samgönguráðherra bréflega fyrirspurn, þar sem spurt var um réttindi og kröfur varðandi hönnunarteikningar skipa. Var m.a. vísað í 12. grein Skipulags- og byggingalaga og spurt hvort sambærilegar reglur væru í gildi innan Siglingastofnunnar. Þetta er löngu tímabær fyrirspurn þar sem vitað er að teikningar hafa verið sendar inn til stofnunarinnar af aðilum sem ekki hafa næga þekkingu og reynslu til að standa nægilega fagmannlega að þeim. Þetta hefur viðgengist lengi. Þessir aðilar hafa einnig stundað það, að senda inn ókláraðar teikningar til þess að fá athugasemdir frá Siglingastofnun, til að geta svo nokkum veginn skammlaust klárað teikningarnar. Segja má að starfsmenn stofnunarinnar hafi beint og óbeint aðstoðað þessa aðila við það. Reglugerð stofnunarinnar, sem hönnuðir þurfa að fara eftir, er í mörgu ábótavant og er alls ekki nógu nákvæm né afgerandi, þannig að of mörg vafaatriði koma fram sem síðan eftirlitsmenn stofnunarinnar taka ákvörðun um af eigin geðþótta. Þess vegna bíða margir tæknifræðingar, sem hanna fyrir íslenskar útgerðir, spenntir eftir svari ráðherra. Eiríkur Rósberg, formaður STFI VERKTÆKNI er gefin út af Verkfræðingafélagi fslands, Stéttarfélagi verkfræðinga og Tæknifræðingafélagi fslands og er dreift ókeypis til félagsmanna. Upplag blaðsins er 2200 eintök. Ritstj og ábm: Birgir Jónsson Prentun: ísafoldarprentsmiðja Blaðnefnd: Guðmundur R. Jónsson (VFÍ) formaður, Ámi Geir Sigurðsson (SV) og Charles Ó. Magnússon (TFÍ) auk ritstjóra. Óheimilt er að nota efni úr VERKTÆKNI til birtingar annars staðar án leyfis ritstjórnar eða greinarhöfunda í þeim tilfellum sem það á við. Skoðanir sem settar eru fram í blaðinu samrýmast ekki endilega viðhorfum útgefenda. VERKTÆKNI Engjateigi 9 • 105 Reykjavík Sími: 568 8510 • Símbréf: 568 9703 og 588 6309 Tölvupóstur: sv@centrum.is og vt@vortex.is hálendinu, kúventi ráðuneytið í stefnu sinni og var landamerkjum um 40 hreppa framlengt upp í miðja jökla, svo nú samanstendur Miðhálendið af a.m.k. 40 sveitarfélögum. Þau völdu svo 14 fulltrúa í skipu- lagsnefnd Miðhálendisins, og eru 12 þeirra bændur eins og við var að búast. Ibúar umræddra sveitar- félaga eru tæp 4% landsmanna. Hin rúmlega 96% þjóðarinnar koma ekkert nálægt skipulagsvinnu Miðhálendisins, sem er 40% landsins. Athygli skal vakin á því að umhverfisráðherra hefur lagalegan rétt til að samþykkja umrœdda skipulagstillögu með öllum sínum annmörkum, þar sem svœðisskipulag þarf ekki samþykki annarra ráðherra eða alþingis. B.J 2

x

Verktækni

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verktækni
https://timarit.is/publication/957

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.