Verktækni - 01.06.1997, Síða 6
VERKTÆKNI
Íslenskt-enskt/enskt-íslenskt
raftækniorðasafn
í seinni hluta febrúar sl. kom
út nýtt bindi í ritröðinni Raftækni-
orðasafn, sem gefið er út af Orða-
nefnd Rafmagnsverkfræðinga-
deildar Verkfræðingafélags Islands
(ORVFÍ). Það ber titilinn
íslenskt-enskt / enskt-íslenskt
raftækniorðasafn og er hið sjötta í
röð orðabóka með aðaltitlinum
Raftækniorðasafn, þó að það sé
ekki tölusett, og níunda bók nefnd-
arinnar. Bókin er í raun stafrófs-
skrá á tveimur tungumálum úr
fyrri orðasöfnum nefndarinnar að
undanskildu hinu fyrsta, sem var
danskt-íslenskt, gefið út 1952,
ellefu árum eftir stofnun þessarar
elstu starfandi nýyrðanefndar í
landinu.
Á eftir dansk-íslenska orða-
safninu, sem í voru nærri 2200
hugtök, kom út Raftækni- og
ljósorðasafn í tveimur bindum,
árin 1965 og 1973. Með þessum
tveimur bókum bættust við íðorð
yfir rúmlega 4200 hugtök úr
orðasafni Alþjóðlega raftækni-
ráðsins, IEC, á 4 tungumálum. I
bækumar vantaði hins vegar
skilgreiningar hugtakanna, sem að
baki íðorðanna eru.
Enn leið langur tími, áður en
nefndin sendi frá sér næstu
orðabók. Það var árið 1988, að
fyrsta bindi hinnar nýju ritraðar,
sem hlaut aðaltitilinn Raftækni-
orðasafn, kom út. Því fylgdu fleiri
bindi, árlega í fyrstu, en 5. bindið
þó ekki fyrr en 1996. Þessi ritröð
er með gjörbreyttu sniði frá því
sem áður var. Hér eru birtar
alþjóðlega staðlaðar skýringar
hvers hugtaks á tveimur til þremur
tungumálum, en íðorð á 8 til 9
erlendum málum. Með þessu
gegna orðabækumar jafnframt
hlutverki orðastaðals og
alfræðiorðasafns úr raftækni.
Enskt-íslenskt orðasafn er hins
vegar frábmgðið þeim sjö
orðabókum, sem það er unnið úr,
með því að vera nánast efnisyfirlit
bókanna, tvítyngd stafrófsskrá, og
í það vantar skýringar hugtaka. Á
hinn bóginn eru kennitölur orða-
safns Alþjóðlega raftækniráðsins
skráðar við hvert íðorð, eins og í
uppmnabókunum. Kennitölumar
auðvelda notendum bókarinnar að
fletta upp og leita frekari upplýs-
inga í öðrum bókum orðanefnd-
arinnar, t.d. við að finna ákveðið
íðorð á öðm tungumáli en ensku
og íslensku, eða til að leita skil-
greiningar á viðkomandi hugtaki.
Ljóst er, að tæknimál tekur
breytingum eins og almennt
tungutak. Efni bókarinnar er tekið
úr orðabókum, sem komið hafa út
á rúmlega 30 ára tímabili. Gefnar
em skýringar á því í leiðbein-
ingum um notkun bókarinnar,
hvemig notandi hennar getur
sjálfur skorið úr um, hvort um nýtt
eða gamalt íðorð er að ræða, og úr
hvaða bókum orðanefndarinnar
uppsláttarorðið er tekið. Sum
orðin hafa kannski aldrei verið
notuð, önnur eru ekki notuð
lengur, af því að nýrri orð eru
komin í staðinn. Þó er ekki hægt
að tala um að orð séu úrelt. Það
fer eftir notanda málsins, hvaða
orð hann velur eða tileinkar sér.
Flest orð, sem nefndin hefur gert
tillögur um í orðasöfnum sínum,
eru fullboðleg, þó að mörg þeirra
hafi ekki verið notuð í töluðu eða
rituðu máli að því marki, sem
nægði til að festa þau í sessi.
Dæmi um orð, sem ekki hefur
náð festu í málinu, er rafstó í stað
rafmagnseldavélar. Ætla mætti, að
stutt orð, sem að auki hefur þann
kost að minna á og endurvekur
gamalt og gott íslenskt orð, orðið
stó, hefði yfirburði yfir lengra orð
og yrði því greiðlega tekið inn í
málið. Þarna er hugsanlega dæmi
um mátt vanans, því að seljendur
rafstóa gætu haft áhrif á málfar
manna, ef þeir tækju sig saman um
að nota þetta orð, m.a. í auglýs-
ingum, og vendu almenning
þannig á að sjá orðið á prenti eða í
mæltu máli.
Annað orð mætti nefna úr
svipaðri átt. Það er orðið glóðar-
ofn (eða glóðarstó) í stað erlenda
orðsins “grill”, sem yfirleitt er
notað. í þessu tilviki er íslenska
orðið lengra en orðið, sem oftast
heyrist. Það gæti því orðið við
ramman reip að draga að venja
fólk á að nota íslenska orðið,
einkum þegar þess er gætt, hve
lengi erlenda orðið hefur verið
notað, og hve algengt það er. Það
er þó ómaksins virði og kannski
yrði það til þess að vekja umræður
um orðið, eða fram kæmi tillaga
að nýju, betra orði.
í bókinni finnast stundum
mismunandi orð yfir hugtök sömu
merkingar, bæði á ensku og
íslensku. Nefna má sem dæmi
enska orðið electron, sem í fyrstu
var nefnt á íslensku elektróna,
síðar rafögn, en er nú almennt
nefnt rafeind. Af því hefur verið
myndað lýsingarorðið rafeindur og
rafeinda- í samsettum orðum.
Neutral conductor hefur ýmist
verið nefnd miðtaug eða núlltaug.
Mælt er með því að tala um
núlltaug (eða núllleiðara o.s.frv.)
til samræmis við erlend mál og til
að forðast misskilning. Enska
orðið enclosure hefur verið þýtt á
ýmsan hátt, oft sem hús, umgerð, •
grind, hlíf, hulstur eða hylki.
Stundum getur eitthvert þessara
orða verið nægjanlega góð lausn í
íslensku, en í önnur skipti fara þau
illa. Þá vant^r enn eitt orð. Best
væri að eiga eitt orð á íslensku,
sem gæti komið í stað hinna og
nota mætti á sama hátt og enska
orðið, sem hefur vel skilgreinda
merkingu. Orðanefndin hefur
stungið upp á að nota orðið
umlykja. Það virðist ná hugtakinu
allvel, en ekki er enn fullreynt,
hvort menn fást til að nota orðið í
þessari merkingu. Annað nýyrði,
sem hefur ekki heldur náð festu í
málinu er lýsingarorðið viðnæmur
fyrir enska orðið resistive, dregið
af nafnorðinu viðnám fyrir
resistance og resistor. Eldra orð
fyrir resistor er mótstaða, en það
orð er á undanhaldi. Orðið screen
hefur ýmsar merkingar í ensku. f
Raftækni- og ljósorðasafni I, sem
gefið var út 1965, var eitt íslenskt
heiti þess myndflötur. Nú er notað
orðið skjár í sömu merkingu.
Orðið mechanical hefur löngum
verið þýtt með orðinu vélrænn,
sem alls ekki er heppilegt, því að
oft eru engin merkingartengsl milli
orðsins mechanical í ensku og
vélar í íslensku. Því síður er um
einhverja ómeðvitaða aðgerð að
ræða, eins og felst í annarri
merkingu orðsins vélrænn í
íslensku. Oft er verið að vísa til
þess með enska lýsingarorðinu, að
einhverjir kraftar virki á við-
komandi hlut, að hann sé drifinn
áfram af einhvers konar kröftum,
t.d. í gegnum stengur, arma, ása og
öxla, gorma og fjaðrir, en sé ekki
rafeindur eða að í honum verði
einhvers konar efnahvörf
(kemískar breytingar). Gerð hefur
verið tillaga um að nota fremur
orðið kraftrænn en vélrænn, en
ekki er komin reynsla á það enn,
hvort menn eru reiðubúnir að taka
upp nýtt orð í stað þess, sem
margir nota „vélrænt".
Að lokum skal bent á, að
einangri er nú almennt nefndur
einangrari, og í stað orðsins rafall
er mælt með að nota orðið rafali,
sem beygist veikt. Beyging
orðsins rafall er sumum erfið, og
oftar en ekki er blandað saman
beygingarorðmyndum orðanna
rafall og rafali, þegar nota þarf
aukaföll orðsins rafall, hvort sem
er í eintölu eða fleirtölu. Benda
mætti á mörg dæmi enn, sem
gaman væri að ræða um, en hér
skal láta staðar numið.
Stafsetningu orða úr eldri
bókum nefndarinnar hefur ekki
verið breytt í þessari bók í sam-
ræmi við nýjar stafsetningarreglur,
heldur látin halda sér. Hér er um
að ræða orð, sem áður voru rituð
með z (setu).
Væntanlegum kaupendum
bókarinnar er bent á, að bókin er
til sölu á skrifstofu Verkfræð-
ingafélags íslands að Engjateigi 9,
í verslunum Máls og menningar,
Eymundssonar og Bóksölu
stúdenta. Jafnframt er bent á fyrri
bækur Orðanefndar, sem enn eru
fáanlegar, Raftækniorðasafn I til
5, sem fást á sömu stöðum.
Bergur Jónsson
14. apríl 1997
Félagsmenn VFÍ standa við borvagn Fossvirkis við stafn
Hvalfjarðarganga um 2 kmfrá suðurmunna ganganna.
Félagar í VFI við stafn Hvalfjarðarganga um 2 km frá suðurmunna.
SfyúCatún V
við fíúiðiha á &orgarver(ífrceðihQÍ
í boði er húsnæði við Skúlatún 4. Um er að ræða
samtals um 1000 fm, þar af er um 220 fm yfirbyggt
port. Hægt er að skipta húsnæðinu upp í smærri
einingar. Húsnæðið hentar vel fyrir hefðbundnar
skrifstofur, teikni-, og verkfræðistofur. í hluta af
húsnæðinu væri hægt að útbúa millihæð. Húsnæðið
mun verða laust á tímabilinu júlí til október. Bæði
sala og leiga koma til greina. Nánari upplýsingar
gefa Ingvar eða Svanhvít.
KARL K. KARLSSON EHF.
HEILDVERSLUN
SÍMI 511 2000
Tæknimenn á
toppi Everest
Það hefur ekki komið nægi-
lega vel fram í fréttum að lands-
lið okkar í fjallgöngu, hinir
fræknu Everest farar, er nær allt
skipað tæknimönnum og afkom-
endum tæknimanna. Eins og
allir muna náðu þeir Einar K.
Stefánsson, Hallgrímur
Magnússon og Bjöm Ólafsson á
toppinn, en Hörður bróðir
Hallgríms og Jón Þór Víglunds-
son myndatökumaður sjónvarps-
ins störfuðu í grunnbúðum og
sáu um samskipti við fjallgöngu-
mennina og að koma fréttum í
máli og myndum heim til
Islands.
Einar K. Stefánsson er
byggingarverkfræðingur frá HI
með framhaldsnám frá DTU.
Hann er sonur Stefáns heitins
Ólafssonar byggingarverkfræð-
ings stofnanda VSÓ. Einar
starfar hjá VSÓ, nú við eftirlit
með vegagerð að Hvalfjarðar-
göngum.
Hallgrímur Magnússon
byggingartæknifræðingur er
sonur Magnúsar Hallgrímssonar
byggingarverkfræðings.
Hallgrímur hefur lengi starfað
hjá Klæðningu h.f., en vinnur við
fjallaleiðsögn í sumar enda
sérfræðingur í faginu.
Björn Ólafsson starfar við
tölvuráðgjöf og forritun, en hann
stundaði m.a. nám í tölvunar-
fræði við HÍ.
Hörður Magnússon, bróðir
Hallgríms, stundaði um skeið
nám í byggingarverkfræði við
HÍ, en starfar nú sem sölustjóri
hjá Skátabúðinni, enda sérfræð-
ingur í útilegu- og fjallgöngu-
búnaði.
Jón Þór Víglundsson
myndatökumaður sjónvarpsins er
sonur Víglundar Þorsteinssonar,
framkvæmdastjóra Steypu-
stöðvarinnar BM Vallá, sem er
mikill kunnáttumaður í steypu-
fræðum þótt hann sé ekki
tæknimaður, heldur lögfræð-
ingur.
Verktækni óskar þessum
fræknu tæknimönnum til
hamingju með þetta einstæða
afrek. BJ
6