Verktækni - 15.01.1999, Qupperneq 1
AÐALFUNDUR KTFÍ
Aðalfundur Kjarafélags
Tænifræðingafélags íslands
verður haldinn að Engjateig 9
fimmtudaginn 25. febrúar
1999 og hefst kl. 17:30.
Dagskrá verður samkvæmt
11. gr. félagslaga:
1. Skýrsla stjórnar um störf
félagsins á liðnu starfsári.
2. Reikningar félagsins fyrir
liðið starfsár.
3. Skýrslur og tillögur nefn-
da, ef kjörnar hafa verið.
4. ’l'illögur félagsstjórnar.
5. Lagabreytingar.
6. Kjör félagsstjórnar.
7. Kjör endurskoðenda.
8. Önnur mál.
Fyrir fundinum liggur tillaga
frá stjórn um lagabreytingu á
eftirfarandi málsgrein í 13.
grein laganna:
13. grein
Félgsstjórn kýs einn úr sínum
hópi og annan til vara til
setu í aðalstjórn TFÍ til
tveggja ára í senn.
Stjórn.KTFÍ
AÐALFUNDUR VFÍ
Aðalfundur Verkfræðingafé-
lags Islands fyrir starfsárið
1998-99 verður haldinn mið-
vikudaginn 10. mars 1999 í
Verkfræðihúsi, Engjateigi 9,
Reykjavík. Fundurinn hefst
kl. 17:00.
Dagskrá verður samkvæmt
lögum félagsins og verður
hún kynnt í fundarboði sem
sent verður félagsmönnum í
febrúarlok.
Formenn nefnda og deilda
eru minntir á að skila inn árs-
skýrslum á tölvutæku formi
fyrir 21. febrúar n.k. . Senda
má skýrslur með tölvupósti.
Tölvupóstfang VFÍ er
vfi @ vfi.is.
AÐALFUNDUR TFÍ
Aðalfundur Tæknifræðinga-
félag Islands fyrir starfsárið
1998-99 verður haldinn
fimmtudaginn 25. mars 1999
í Verkfræðihúsi, Engjateigi 9,
Reykjavík. Fundurinn hefst
kl. 17:00.
Dagskrá verður sam-
kvæmt lögum félagsins og
verður hún kynnt í fundar-
boði sem sent verður félags-
mönnum í marsbyrjun.
Formenn nefnda eru
minntir á að skila inn árs-
skýrslum á tölvutæku formi
(Word fyrir Windows) fyrir I.
mars n.k. Senda má skýrsl-
urnar með tölvupósti. Tölvu-
póstfang TFÍ er tfi@tfi.is.
ASCE: Meistarapróf er lágmarkskrafa
Stjórn bandaríska verkfræð-
ingafélagsins ASCE (American
Society of Civil Engineers) sam-
þykkti nýja stefnuyfirlýsingu í
október s.l. Þar segir að stefnt
skuli að því að meistaragráða
verði framvegis lágmarkskrafa til
þess að fá starfsréttindi sem verk-
fræðingur. Jafnframt kemur fram í
greinargerð stjórnarinnar að þetta
sé umdeild ákvörðun og líta beri á
þetta sem langtímamarkmið sem
taki einhver ár eða jafnvel áratugi
að koma í framkvæmd. Þessi
stefna ASCE er áhugaverð fyrir ís-
lenska verkfræðinga í Ijósi tillögu
Menntamálanefndar VFÍ um að
meistarapróf verði forsenda þess
að fá leyt'i til að nota starfsheitið
verkfræðingur.
1 fréttabréfi ASCE eru raktar
helstu ástæður fyrir þessari breyt-
ingu varðandi starfsréttindi verk-
fræðinga. Þar segir m.a. að verk-
fræðingastéttin upplifi nú hraðar
og byltingarkenndar breytingar
sem krefjist mun meiri þekkingar
og reynslu en eldri kynslóðir verk-
fræðinga hafi þurft að búa yfir.
Þeir sem útskrifast með fjögurra
ára fyrrihlutapróf (undergraduate
nám) í verkfræði séu ekki nægi-
lega vel undir það búnir að starfa
sem verkfræðingar og því sé á-
stæða til að herða kröfurnar.
1 dag verða verkfræðingar að
hafa hæl'ni á sviði tölvutækni,
upplýsingatækni, stjórnunar og
tungumálakunnáttu, að auki við
hefðbundna verkfræðilega hæfni.
Þeir verða einnig að skilja stjórn-
málalegar, efnahagslegar og fé-
lagslegar afleiðingar fram-
kvæmda. Að auki við svo breiðan
þekkingargrunn verða verkfræð-
ingar í meira mæli en áður að hafa
skilning á sérhæfðum sviðum og
verða að fylgjast vel með tækni-
legum nýjungum. Slíkur þekking-
argrunnur fæst ekki með fjögurra
ára grunnnámi. Þess má geta að
aðrar stéttir í Bandaríkjunum eins
og tannlæknar, lyfjafræðingar.
lögfræðingar, guðfræðíngar og
arkitektar hafa á undanförnum
árum staðið frammi fyrir sama
vandamáli og verkfræðingarnir,
þ.e. að ekki verði hjá því komist
að herða kröfurnar.
Hingað til hefur sá háttur verið
hafður á í Bandaríkjunum að eftir
fjögurra ára BS-próf hefur tekið
við fjögurra ára starfsnám og
menn síðan gengist undir próf til
að öðlast starfsréttindi sem verk-
fræðingur. Sjónarmið ASCE er
hins vegar það að fjögurra ára
starfsnám sé alls ekki sambærilegt
við formlegt háskólanám til
meistaragráðu. Óbreytt ástand sé
ekki besta leiðin til að gæta hags-
muna ungra verkfræðinga eða
þjóðfélagsins sem mun treysta á
þá við uppbyggingu „infrastrúkt-
úrsins“.
Að mati formanns ASCE
munu auknar námskröfur einnig
bæta faglega stöðu verkfræðinga-
stéttarinnar, m.a. greina þá betur
frá þeim sem á ensku kallast
„engineering technologists".
Þrír sæmdir heiðursmerki VFÍ
Arshátíð VFI var haldin laugar- Bjömsson, Guðmundur G. Þórar- þótti takast rnjög vel, nánari um-
daginn 6. febrúar s.l. á Hótel Sögu. insson og Finnbogi Jónsson sæmdir fjöllun er á bls. 4.
A árshátíðinni voru þeir Jakob heiðursmerki félagsins. Árshátíðin
F.v. Guðmundur G. Þórarínsson og Jakob Björns- Logi Kristjánsson nœlir heiðursmerkinu í barm Jakobs
son. Finnbogi Jónsson gat af óviðráðanlegum or- Björnssonar. Pétur Stefánsson formaður VFÍJylgist með.
sökum ekki verið viðstaddur afhendinguna.
Pottþétt plott
Skönnun
Geymsla
Öryggi
gengi
Internet
Prentun
Authoiized Rasterex Dealer
Authorized VIDAR Dealer Authorized AutoCAD Dealer
£opyS ystem
Hliðasmári 14
200 Kópavogur
s: 554 0570 - f: 554 0571
www.snertill.is
Authorized
T