Verktækni - 15.01.1999, Page 3

Verktækni - 15.01.1999, Page 3
Starf Orðanefndar RVFÍ Þessi pistill er sá þriðji í röð- inni sem Bergur Jónsson, for- maður ORVFI ritar um starf orðanefndarinnar. Um er að rœða framhald greinar sem birt- ist í síðasta tölublaði fyrir ára- mót og hefur greinin beðið birt- ingar. Er Bergi þökkuð þolin- mœðin. (SSH) Fljótlega eftir útgáfu Raf- tækni- og Ijósorðasafns II komu fram hugmyndir um að breyta út- gáfuforminu. Nefndarmönnum fannst vanta skýringar hugtak- anna, sem voru mikils virði vegna hárnákvæmrar túlkunar skýringanna á hverju hugtaki. Einnig voru fleiri tungumál í al- þjóðaútgáfunni, sem fengur þótti í að birta líka. Umræðurnar stóðu yfir í mörg ár og ýmsar hug- myndir voru ræddar. Að lokum var ákveðin sú lausn, sem enn er búið við, en hún er að ljósprenta alþjóðaútgáfuna, bæta íslensku íðorðunum inn á blaðsíðurnar við viðkomandi hugtak, minnka bók- ina úr A4 í svokallaða Royal- stærð, binda bækurnar inn og gera þær líkari bókum, sem bóka- þjóðin er vön að handfjatla. Það var nokkuð stór ákvörð- un, sem Orðanefndin tók og fékk hún leyfi IEC til útgáfunnar með þeim hætti sem valinn'var. Þar sem loks höfðu náðst niðurstöður um útgáfuform næstu bóka, fór skriða af stað. Mikið efni hafði safnasl fyrir í fórum nefndarinnar sem ýmist var tilbúið til útgáfu eða var langt komið í umfjöllun. Árið 1988 konr út fyrsta bindi þessarar nýju ritraðar, sem hlaut y firti tilinn Raftækn iorðasafn. Fyrsta bindi safnsins fjallaði um og nefndist Þráðlaus fjarskipti, sem var þýðing á heiti staðalsins um „Radiocommunications“, á nokkrum erlendum tungumál- um,. Næsta bók sem kom út ári síðar, 1989, fjallaði um skylt efni og hlaut nafnið Ritsími og tal- sími. Þetta voru hvort tveggja svo umfangsmikil söfn, að þau komu út hvort í sínu bindi. Hins vegar eru ekki allir katlar Al- þjóðaorðasafnsins eins langir og þessir tveir. Sumir aðeins fáar blaðsíður. Þó að rætt hafi verið innan Orðanefndarinnar um að fylgja hætti IEC og gefa út sem bók hvern kafla fyrir sig voru nefndarmenn sammála um, að ó- kostir þess væru fleiri en kostirn- ir. Árið 1990 birtist þriðja bindi ritraðarinnar, að þessu sinni með efni úr allt annarri átt rafmagns- fræðinnar. Hún fékk heitið Vinnsla, flutningur og dreifing raforku. Hér hafði Orðanefndin sameinað fimm kafla alþjóða- safnsins, sent innbyrðis fjölluðu um nátengt efni og rúmuðust í heiti bókarinnar. Orðanefnd lét ekki staðar numið, og fjórða árið í röð, árið 1991, kom út ný orðabók. I þess- ari bók voru tveir kaflar alþjóð- lega raftækniorðasafnsin, sem fjölluðu um Rafeindalampa og aflrafeindatækni og hlaut bókin nafn umfjöllunarefnisins. Fram til þessa hafði Bókaút- gáfa Menningarsjóðs gefið út bækur Orðanelndar og séð um dreilingu þeirra. Samstarf Orða- nefndar og Menningarsjóðs hafði ávallt verið með ágætum en nú syrti í álinn. Ákveðið var að leggja stofnunina niður og selja eignir forlagsins á útsölu. Orða- nefndin tók þá ákvörðun að kaupa allar óseldar bækur nefnd- arinnar og allt annað sem útgáf- unni fylgdi og varðaði útgáfu bókanna. Látið var í það skína að auðvelt yrði fyrir höfunda, og þar með Orðanefndina, að semja við bókaútgáfur á frjálsum markaði um útgáfu bóka í framtíðinni. Reynslan varð allt önnur og verð- ur sú þrautaganga milli útgefenda ekki rakin hér. Afleiðingin varð því sú að Orðanefndin ákvað að taka sjálf að sér útgál’u og dreif- ingu bókanna á eigin kostnað og áhættu. Það varð því langt hlé á útgáfu næstu bóka af þessum sökum. Fimmta bindi Raftækniorða- safns kom loks út árið 1996, eftir fimm ára hlé, nú í útgáfu Orða- nefndar, en með sama svip og áður. I bókinni voru að þessu sinni þrír kaflar alþjóðasafnsins, og fékk hún nafnið Rofbúnaður, stýribúnaður og vernd raforku- kerfa. Ekki rúmuðust heiti allra kaflanna í heiti bókarinnar, því að einn þeirra fjallaði um rafliða. Nefndinni fannst þó skyldleikinn við valið heiti bókarinnar vera nægur til að geta sleppt þessu heiti í bókartitlinum. Þegar þessi bók var konrin út stöldruðu Orðanefndarmenn ör- lítið við. Það hafði komið um það ósk, m.a. frá Rafstaðlaráði, að gefa út íslensk-enska, ensk-ís- lenska raftækniorðabók, sem m.a. væri heppileg fyrir náms- rnenn. Orðanefndin átti svar við þessari málaleitan: Öll íðorð beggja binda Raftækni- og ljós- orðasafns og fimm binda Raf- tækniorðasafns voru til í gagna- grunni Orðanefndar. Ensk og ís- lensk íðorð voru dregin út úr grunninum og til varð íslenskt- enskt, enskt-íslenskt Raftœkni- orðasafn. Það kom út ári eltir út- gáfu 5. bindis, 1997. 1 þessari tvítyngdu orðabók voru saman- kontin öll íðorð úr áður útgefnum bókum nefndarinnar, að fráskild- um íðorðum í dansk - íslenska bráðabirgðaorðasafninu. Þetta er því eins konar efnisyfirlit á ensku og íslensku yfir sjö orðabækur Orðanefndar, en þó fullkomin orðabók, sem að auki er með til- vísanir í skýringar útgáfubókanna og önnur tungumál, sem þar eru, þar sem kennitala hvers íðorðs kemur fram í bókinni. Þar sem þessi bók er með lítið eitt öðru sniði en aðrar, fyrri bækur nefnd- arinnar, var ákveðið að tölusetja hana ekki innan ritraðarinnar. Eftir á voru menn sammála um að bókina hefði átt að nefna 6. bindi Raftækniorðasafns. Enn kom út orðabók og ekki leið nema eitt ár frá síðustu bók. Sjötta (sjöunda) bindi Raftækni- orðasafns kom út nú sl. haust. Enn voru fimm kaflar alþjóða- safnsins gefnir út í einni bók, og heiti bókarinnar segir til um efni hennar. Mælitækni, mælispennar og gjaldskrár raforku. Mæli- tæknikaflarnir eru teknir saman í einn kafla, og virðast því kaflarn- ir aðeins vera þrír. Hér var tekin upp sú nýlunda, að birta kafla- númer alþjóðlegu útgáfunnar á kili bókarinnar. Um það höfðu komið óskir, þar sem það var talið flýta fyrir mönnum við að draga fram rétt bindi til að fletta upp í- Þessi bók var jafnframt tíunda orðabókin, sem Orðanefnd RVFÍ hefur gefið út. Margir kaflar eru ýmist tilbúnir til útgáfu, eru í vinnslu eða bíða umfjöllunar. Vonast nefndin til að ellefta bók hennar komi út núna í vetur eða vor. Frá henni verður skýrt síðar í Verktækni. Bergur Jónsson, formaður ORVFÍ. Orðanefnd RVFÍ Ný Byggingarreglugerð og útreikningar á einangrunargildum byggingarhluta Til stóð að birta þessa grein í síðasta tölublaði en eins og fleiri greinar varð hún að víkja fyrir öðru efni. Birni er þökkuð þolin- mœðin, (eins ogfleirum). (SSH) 1 júlí síðastliðnum tók gildi ný byggingarreglugerð og breyttust þá kröfur sem gerðar eru til út- reikninga á einangrunargildi byggingarhluta frá því sem hefur verið í gildi urn árabil hérlendis. í eldri Byggingarreglugerð var vitnað til Rb-sérrits nr. 30 „Ein- angrun húsa“ varðandi útreikn- inga á einangrunargildum bygg- ingarhluta. I því riti er varðandi útreikninga stuðst í meginatriðum við (þá gildandi) danskan staðal DS 418. í nýrri Byggingarreglu- gerð sem tók gildi í júlí síðastliðn- um er vitnað til staðals ÍST EN 26946-1 en eitthvað brengl er á númerinu þar sem rétt tilvísun ætti að vera ÍST EN ISO 6946:1996. Þessi staðall fjallar um almennar reglur við útreikning á U-gildi byggingarhluta (línulegt varma- flæði) en einnig er til staðall ÍST EN ISO 10211-1:1995 og frurn- varp að staðli prEN ISO 10211-2, sem fjalla um útreikninga á kulda- brúm. Þar sem báðir staðlarnir hafa gildi sem íslenskir staðlar þá þarf að rökstyðja það sérstaklega ef ekki er stuðst við þá í útreikn- ingum. Til viðbótar er svo í vinnslu Evrópustaðall varðandi útreikninga á U-gildi byggingar- hluta er liggja að jörðu. I almenna staðlinum er það helst að athuga að nú er gerð ítar- leg grein fyrir því hvernig loftbil í byggingarhluta reiknast til ein- angrunar. Gert er ráð fyrir mis- munandi varmamótstöðu loftbils háð inn- og útloftun í bilinu. Fyr- ir allar venjulegar loftræstar klæðningar eins og þær eru út- færðar hérlendis gildir nú að loft- bil þeirra telst ekki gefa viðbót við varmamótstöðu byggingarhlutans og því ekki leyft að taka tillit til hugsanlegrar einangrunar vegna byggingarlaga utan við loftaða bilið. Þess í stað skal reikna varmayfirgangsmótstöðu að loft- aða bilinu eins og um inniloft væri að ræða. Vegna þessarar breytingar má nú gera ráð fyrir að einangrun milli sperra í venjulegu þaki þurfi að vera um 15mm þykkari en áður svo reglugerðarákvæðum sé full- nægt. Varðandi staðal um útreikn- inga á kuldabrúm þá má geta þess að hann gerir ráð fyrir mjög ítar- legum útreikningum, jafnvel svo að efast má um notagildi staðals- ins fyrir hönnuði við ákvörðun varmataps í byggingum. Helsta gildi staðalsins í hönnunarvinnu er til að ákvarða yfirborðshita þegar hætta er á döggvun á yfir- borðum í rýmum með háan loft- raka. Sérlegir áhugamenn um varmatapsútreikninga geta þó haft nokkuð gaman af lestri staðalsins en útreikningarnir eru í besta falli tímafrekir. Björn Marteinsson, Rannsóknastofnun byggingar- iðnaðarins. Dæmi; Þak með loftaða klæðningu ; Varmamótstöður (m2K/W) Eldri reglugerð Staðall ÍST ENIS0 6946 Yfirborðsmótstaða „úti" (meðalóstand ó íslandi) 0,03 0,13 Þakklæðning, pappi, borðaklæðning og loftað bil; 0,4 0

x

Verktækni

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Verktækni
https://timarit.is/publication/957

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.