Ísland - 01.05.1935, Qupperneq 3

Ísland - 01.05.1935, Qupperneq 3
1. maí 1935. 1 S L A N D 3 Samvirkt pjóðríki * Mjðlnip. Mjölnir vort merki meitlad af sterkri mundu pess áss, sem ad eldingin laut. Steinhamar sterki styrk oss á merkri stjórnmála, frœgdar- og framfara braut Hœrra! Hœrra vid stefnum. Hærra, ordtak okkar er! Sameinadir stöndurn, sigurs lyftum brqndum, sigrum, fellum fénda her! Einkenni æsku, œttjardar prýdi, alla tíd blaktu á pjódlegum rneid. Grandadu græzku, gunguskap, nídi, frá glötun og vesaldóm sýn okkur leid. Hœrra! Hœrra vid stefnum. Hærra, ordtak okkar er! Sameinadir stöndum, sigurs lyftum bröndum. sigrum, fellum fénda her! Réttlætid ríki, ranglaetid flýi. renni med pjódinni aftur upp sól, Varmennskan viki, velmegun stigi, vakni pad iíf, sem í neydinni kól. Hœrra! Hærra vid stefnum. Hœrra, ordtak okkar cr! Sameinadir stöndum, sigurs lyftum bröndum, sigrum, felium fénda her! Krummi. Hversu oft heyrist ekki í her- búðum marxista og liberal-kapi- ismans hér á landi, að það sé vitleysa að tala um, að hægt sé að sameina heila þjóð í eina sam- starfandi, lífræna heild, eins cg við þjóðernissinnar viljum. Þeir segja, að þetta sé bara meining- arlaust slagorð — einskonar flugnaveiðari fyrir auðtrúa aumingja, og þó n>á iðulega sjá í blöðum þessara flokka — eink- anlega eftir að Flokkur þjóðern- issinna hóf starf sitt — upp- hrópanir og áheit til þjóðarinn- ar að »vera samtaka nú« að fella Sjálfstæðisflokkinn, og »standa fast saman« um að láta engan framsóknarmann komast á þing o. s. frv, Þá er hinn heiðarlegi vilji til staðar og allt í lagi! En er þá mögulegt að skapa eina samstarfandi þjóðarheild — að fá alla til að vinna að hagsmunum allra? Hvað meinið þið rneð »samstarfandi þjóðar- heild«?, erum við spurðir. »í>ið getið ekki breytt eðlishvötum mannsins, eigingirni hans, svona á svipstundu. Það gengur ekki.« Auðvitað gengur það ekki. Við þjóðernissinnar erum okkur þess vel meðvitandi, að maðurinn í verkum sínum og athöfnum fylgir eðlishvötum sínum — eig- ingirni og sjálfsbjargarviðleitni, og þess vegna meðal annars er eitt aðalstefnuskráratriði okkar að vernda eignarréttinn og ein- staklingsframtak. Við vitum vel, að það getur oft leiðzt út á þær brautir, sem eru hættulegar heill heildarinnar, en við vitum líka, að framfarir, hverjar sem þær eru, eru bundnar við frjálsa þróun undir ábyrgð og eftirliti. Strax þegar einstaklingsfram- takið fer inn á þá braut að vera hættulegt heill heildarinnar, á ríkið að grípa inn í. Ríkið á ekki — að nauðsynjalausu —- að setja vélina á stað, en það á að hafa eftirlit með, að hún sé keyrð á heilbrigðan hátt. Við hÖIdum ekki, að hægt sé að umskapa manninn með nokk- urra ára agitation, til þess að fórna sér algerlega fyrir aðra. Þvert á móti álítum við að hægt sé að gefa honum aftur trírna á sjálfan sig — sinn eigin mátt og að hægt sé að vekja hann til skilnings á, að því aðeins sé hagur hans góður, að hagur heildarinnar sé góður líka, og það sé happadrýgst fyrir alla. Við viljum fá þjóð vora til að skilja, að baráttan fyrir .hags- munum heildarinnar er barátta fyrir hagsmunum einstaklings- ins, því þá er ekki um að tala, »að eins dauði sé annars þrauð«. Það er ekki hægt að drepa sjálfsbjargarviðleitni mannsins, en sú ágirnd, sem lýsir sér í meiningarlausri peningagræðgi og gamla málshættinum áður- nefnda verður að deyja. Hvað þýðir þá þessi »sam- virka þjóðarheild?« Sumpart þýðir hún hjálp og styrk til nauðstaddra og kúg- aðra, til bættrar afkomu, — Hjælp til selvjælp, eins og Danskurinn segir, — sumpart barátta einstaklingsins fyrir hagsmunum sjálfs sín, án þess að aðrir líði við, og síðast en ekki sízt efling bræðralagsins og meðvitundarinnar um það, að við erum allir, hver fyrir sig, hlekkur í keðju þjóðfélagsins. Við erum allir hver öðrum háðir og við höfum allir sama gildi sem menn. Sumir hafa að vísu þýðingarmeiri störf á hönd- um en aðrir í þjóðfélaginu, en þar fyrir er ekki sagt, að starf eins sé ánauðsynlegra en annars. Ef einn pílári brotnar í hjólinu, minnkar burðarmagn þess. I at- vinnulífinu er einn máske for- stjóri og annar verkamaður, en þeir hafa þó báðir sama mann- gildi. Sá andi, sem lýsir sér í framtaksleysi eða kúgun verka- mannsins á ekki heima í sam- virku þjóðríki. Einn er betur út- búinn frá náttúrunnar hendi til sjálfsbjargar en annar. Á hann legst því meiri ábyrgð og af hon- um er meira heimtað, til hans eru gerðar hærri kröfur. En hann hefur ekki meira gildi sem maður. Eg hefi lent í þrætu við mann um það, hver hefði meira mann- gildi, fátækur, óbreyttur verka- maður eða flugríkur forstjóri þekkts fyrirtækis. Vinur minn hélt því fram, að forstjórinn hefði meira manngildi, en ég sagði, að þeir væru jafnir. Báðir stóðu vel í stöðu sinni, báðir gerðu skyldu sína og báðir voru jafn nauðsynlegir til þess að fyrirtækið gæti gengið, enda þótt forlögin hafi hagað því svo, að annar ynni á einkaskrifstofu en hinn ef til vill í smiðjunni, á eyrinni eða annarsstaðar. En nú spurði vinur minn. »Hverjum myndir þú »segja upp« við þetta fyrirtæki, ef þú ættir þess kost? Ekki yrði það forstjórinn. Hann er nauðsynlegri en eyrarkarl- inn«. Slíkar spurningar heyrir mað- ur daglega, og til þess nú að gera þetta skýrt vil ég segja þetta: Það er ekki nema einn forstjóri en það eru 400—500 (talan skiftir ekki beint máli) verkamenn sem vinna, að fyrir- tækinu. Og ef á að gera sam- líkinguna rétta þá spyr ég: »Hvort vilt þú heldur segja for- stjóranum eða verkamönnunum upp? Sumir eru afkastameiri en aðrir við framleiðslu verðmæta, en manngildi þeirra er jafnt. Með samvirkri þjóðarheild meinum við, að bæði verkamað- ur og skrifstofumaður, dag- launamaðurinn og embættis- maðurinn, sendisveinn og for- stjóri eigi jafnan rétt á því, að með þá sé farið sem heiðarlega . verðskapandi einstaklinga, en á I manngildi þeirra er enginn mun- ur. Þeir eru allir verkamenn á akri þjóðarinnar. Forstjórinn verður að viðurkenna, að hann er ekki nauðsynlegri .en þeir, sem undir hans stjórn heyra, og verkamaðurinn verður að viður- kenna að forstjórinn sé á engan hátt öfundsvert yfirstéttardýr, heldur vinnandi, verðskapandi þjóðfélagi alveg eins og verka- maðurinn við hlið hans á vinnu- stöðinni. Þeir eiga að umgang- ast með gagnkvæmri virðingu, án allrar öfundsýki og haturs. Skíðgarður hins marxistíska og liberalkapitalistísku stéttaskift- ingar verður að höggvast niður — alstaðar. Samvirkt þjóðríki er ekki slagorð. Samvirkt þjóðríki er hægt að gera að raunveruleika. Það sjáum við bezt í okkar eig- in flokki, þar sem forstjórinn og verkamaðurinn, bóndinn og vinnumaðurinn, verkamenn and- a,ns og handanna standa saman þrátt fyrir rógtungur marxista, þrátt fyrir úrtölur liþeral-kapi- talismans, þrátt fyrir kúgun þings og stjórnar — þrátt fyrir allt tengja þó blóðböndin og ást til lands og þjóðar þá saman í baráttunni fyrir hinni mikla hugsjón — fyrir hinu samvirka lífrcena þjóðrílci. Jón Sigurðsson. FramU. frá 1. síðu. stéttarinnar víð rikisjötuna, hræðast það, að Btanda ' uppi einir síns liðs frammi fyrir reiði þess lýðs, sem þeir hafa otað saman ár eftir ár. Lofum Einari Olgeirssyni, Héðni Valdi- marssyni, Fritz Kjartanssyni, Stefáni JóhaDni og öðrum slik- um »verkamönnum«, að taka stórt upp í sig. Þeir munu mæta hinum' vinnandi stéttum í fylkingarröðum þjóðernissinna 1. maí, og þjóðernissinnaðir verkamenn munu ekki víkja af götunni fyrir þessum böðl- um islenzku þjóðarinnar! Sv.

x

Ísland

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísland
https://timarit.is/publication/388

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.