Íslenzkar raddir - 29.04.1961, Side 1
\
Laugardagur 29. apríl 1961
„Bandaríkin skuldbinda sig tii að hverfa burtu af islandi með allan herafla sinn á landi, í lofti og á sjó, undir eins og núver- andi ófriði er lokið „Þær ráðstafanir, sem þannig eru gerðar af hálfu ríkisstjórnar Bandaríkjanna, eru gerðar með fullri við- urkenningu á fullveidi og sjálfstæði islands og með þeim fulla skilningi, að amerískt herlið eða sjóher, sem sendur er til íslands, skuli ekki á nokkurn hinn minnsta hátt hlutast til um innanlandsmálefni íslenzku þjóðarinnar, og ennfremur með þeim skilningi, að strax og núverandi hættuástandi í milliríkjaviðskiptum er lok- ið, skuli allur slíkur herafli og sjóher hverfa á brott þaðan, svo að íslenzka þjóðin og ríkisstjórn henn- ar ráði algerlega yfir sínu eigin landi.“ Úr orðsendingu Bandarikja- forseta til ríkisstjórnar ís- lands 7. júlí 1941.
Landvarnir Íslendinga
Vér eigum nú að gjalda
þakkarskuldina þeim, sem
björguðu þjóðinni, bæði
þeim, sem vér vitum deili á
og öllum hinum, sem ekki
fara sérstakar sögur af.
Og vér vitum, að vér get-
um ekki minnzt þessara
manna nema á einn veg, svo
að verðugt sé: Með því að
starfa þannig að málum
hins nýja þjóðveldis, að
draumar þeirra rætist um
framtið íslands og íslend-
inga — með því að sýna í
verki á glæsilegri hátt en
nokkru sinni fyrr, að þeir,
sem trúðu á landið og kjm-
stofninn, höfðu rétt fyrir sér.
En nú kynni einhver að
spyrja:
Fáum vér starfsfrið og
tækifæri til þess að sýna,
hverju lítil, frjáls þjóð fær
áorkað? Getur 125 þúsund
manna þjóð stofnað raun-
verulega frjálst lýðveldi á
þessum tímum, þegar marg-
falt stærri þjóðir hafa verið
lagðar undir.okið og er hald-
ið í áþján?
Vér svörum þessu þannig:
Stofnun þessa fámenna lýð-
veldis verður prófsteinn á
þaö, sem koma skal eftir þá
heljaröld, sem nú er.
Það er stofnaö í trausti
á sigur frelsisins.
Það er fætt í von um ó-
sigur ofbeldis og yfirgangs.
Það er stofnaö í trausti
þess, að sambúð þjóða verði
sett það markmið, að engin
verði annarri undirgefin,
en allar vinni saman.
Vér íslendingar munum
kappkosta að koma þannig
fram við aðrar þjóðir, að vér
öðlumst vináttu þeirra og
traust. Vér munum unna
öðrum réttar og sannmælis,
en halda á rétti vorum.
Slíkar verða landvarnir
þjóðarinnar og aðrar eigi.
Eysteinn Jónsson í ræ'ðu á úti-
hátíð í Reykjavík 18. júní 1944.
Hervemd væri verri en engin vemd
Þegar stórveldi býður smá-
þjóð hervernd sína, þá er
eðlilegt, að spurt sé: „Hvaöa
vernd getið þér veitt?“ Eins
og nú er komið veröur þeirri
spurningu eigi svarað hrein-
skilnislega á annan veg en
þann, að í rauninni geti það
enga vemd veitt, ef til al-
vörunnar kemur. Hversu
öflugt herlið og hversu mik-
inn vígbúnað annan, sem
það hefði, myndi þaö þó
ekki geta varnað því, að
k j arnor kuspr engj um yrði
skotið eða varpaö á hið
verndaða land, og það
myndi eigi kunna nein ráð
til þess að eyða eyðilegging-
armætti þessara vltisvéla,
eða draga úr honum. Her-
verndin myndi reynast
hinni vernduðu þjóð harla
. fánýt.
En hún væri verri en fá-
nýt, verri en engin. Vernd-
arþjóðin myndi hafa her-
stöðvar á hinu verndaða
landi. Ef hún lenti í ófriði
yrði landið ófriðarsvæði og
herstöðvar verndaranna
skotmark óvinanna. Hin
verndaða þjóð yrði að taka
afleiöingum þess, og þær
gætu orðið henni harla
þungbærar. Hugsum oss, að
erlent ríki hefði herstöðvar,
t. d. í Fossvogi, og að ríki
þetta lenti í ófriði. Ein lítil
kjarnorkusprengja, 1—2 kg.,
eins og þær, er varpað var á
Japan, sem beint væri að
þessari herstöð, myndi
leggja hvert einasta hús í
Reykjavík og Hafnarfirði í
rústir og drepa allar lifandi
verur, sem þar væru stadd-
ar. Hvað yrði um íslenzku
þjóðina eftir slíkt áfall,
jafnvel þótt hún yrði eigi
fyrir neinum öðrum ófarn-
aði í styrjöldinni? Myndi
henni þykja mikið til vernd-
arinnar koma?
Það hafa þráfaldlega kom-
ið fram raddir um það, að
vér íslendingar værum svo
vanmáttugir, að vér yrðum
að halla oss að einhverju
stórveldi og leita verndar
þess. Vér gætum eigi varið
oss sjálfir í ófriði. Það er
satt, að vér getum eigi var-
ið land vort, en nú er svo
komið, að engin önnur þjóð
er þess megnug að verja
land sitt. Engin þjóð getur
komið í veg fyrir það, að
flugsprengj um sé skotið á
land hennar eða aö óvina-
flugvélar fljúgi yfir það og
varpi niður sprengjum. ...
Þeir menn, sem predika um
gagnsemi herverndar fyrir
oss, fara með staðleysu stafi.
Verndin yrði oss gagnslaus,
en slíkt samband við ófrið-
arþjóð myndi óhjákvæmi-
lega gera oss að ófriðarþjóð
og draga yfir oss allt það böl
sem því er samfara.
Ólafur Lárusson í Stúdenta-
blaðinu 1. desember 1945.
Djöflatæki stórveldanna
Það má öllum vera ljóst,
að þó fslendingar leigðu
þessu útlenda stórveldi ekki
nema útsker eitt, væru ráö
þeirra yfir landi sínu skert.
En ... ekki (er) um slíkt að
ræða, heldur stöðvar sem
næst og jafnvel í hjarta-
stað landsins. Hvert manns-
barn skilm-, að raunveru-
lega væri frelsi og fullveldi
þjóðarinnar úr sögunni, ef
gengið væri að þessu. Við
komu friðarins inngengi
hún ekki í neitt frelsi, held-
ur í nýja tegund hernáms,
sem væri frábrugðið hinu
gamla að því leyti, að það
tæki engan enda.
Ekki getur öðruvísi verið
en hjá þeim mönnum, sem
treyst hafa loforðum Banda-
ríkjaforseta, veki tilmæli
þessi furöu. Friður er nú á
kominn í heiminum með
fullum sigri bandamanna
alstaöar þar sem barizt var.
En þessi sigur er enn meö
þeim hætti, aö Bandaríkja-
menn hafa i liöndum vopn
svo öflug, að þeir eiga alls
kostar við hvert það ríki,
sem ætlar sér að hefja styrj-
öld við þá.
Menn tala þó og skrifa,
sumir hverjir, um nýja
heimsstyrjöld. En vita þeir
menn, sem hæst tala um
þetta og lægst hvísla, meira
en við hinir? Ekki hef ég
heyrt þá halda því fram,
að Bandaríkin mundu hefja
árásarstyrjöld á gamlan
bandamann sinn. En ef til
vill þykir þeim líklegt, að
Rússar hafi sérstaka löngun
til að fremja sjálfsmorð með
því að ráða á þann eina
her veraldarinnar, sem bú-
inn er kj arnorkusprengj -
um.
En síðar meir, þegar öll
stórveldin hafa fundið ráð
til að búa til þessi djöfla-
tæki, þá er komin önnur
öld. En þá er ekki lengur
traust að neinni hervernd,
heldur háski.
Ég býst varla viö, a'ð
nokkur muni treysta sér til
að tala kinnroðalaust um
fjárhagslegan hagnað af
því að leigja öðrum þjóðum
íslenzkt land, því að þaö
væri, með leyfi aö segja,
sami hagnaðurinn og skækj-
an hefur af að selja sig. Um
hagnað einstakra manna
skal ég ekki tala; einstakir
menn, jafnvel heilar stétt-
ir, höfðu hag af hernámi
Danmerkur, en sá maður
þykir lélegur föðurlandsvin-
ur þar í landi, sem ekki
metur alþjóðarheill meira.
Einar Ólafur Sveinsson um
herstöðvabeiðni Bandaríkja-
stjórnar 1945.
LANOS'SÚÁGAi:»
246150
ÍBLANOS