Íslenzkar raddir

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat

Íslenzkar raddir - 29.04.1961, Qupperneq 4

Íslenzkar raddir - 29.04.1961, Qupperneq 4
4 ÍSLENZKAR R AD’ÐI’R Þeir sóru við þjóð og sögu Ekkert vald hefði getað neytt föður minn til að trúa, þó sannað vœri með stað- reyndum fyrir augum hans, að til vœru þeir menn á ís- landi sem vildu aflienda wtlendingum landsréttindin árið eftir stofnun lýðveldis- ins, eða einsog það er kallað á nútímamáli: selja landið. Mikið rétt, þaö hafði komið fyrir einusinni í fornsögum, Gissur Þorvaldsson og félag- ar hans höfðu afhent út- lendingum landsréttindin; selt landið. Þennan glœp, sem dalabúar mundu hafa neitað að trúa árið 1262, höfðu þeir nú, eftir sjö hundruð ára sjálfstœðisbar- áttu, fyrirgefið sagnfrœði- legri fyrirgefningu. Ef nú upphófust nýir stjórnmála- menn að selja land þeirra, mundu þeir ekki trúa þó þeir sœju, heldur fyrirgefa glœp- inn sagnfrœðilegri fyrir- gefningu á ný, þegar niðjar þeirra hefðu aftur barizt i sjö hundruð ár. Stjórnmálamennirnir sóru hátíðlega eiða nyrðra i sum- ar aungvu siður en syðra í vetur: ísland skal ekki verrða selt né þjóðin svikin, engin atómstöð reist þar sem íslending'ar verði drepnir á einum degi, í hœsta lagi leyfður suðrá Reykjanesi áningarstaður fyrir útlenda góðgerða- flokka; þeir sóru við land, þjóð og sögu, sóru við alla þá guði og helgidóma sem þeir sögðust trúa á; sóru við móður sina; þó sóru þeir fyrst og síðast við heiður sinn. Og um leið vissi ég að nú hafði það gerzt. Úr Atómstöðinni, 1948. Við lífsskyldu þjóðarinnar Svo kann að fara, að galdraveður hin næstu, sem yfir heiminn ríða, mætist úr tveim áttum yfir íslandi. Hvað verður, ef svo fer? Eitt er víst: Vér megum ekki sjálfir vera hilltir af neins konar gjörningum. Þjóðin verður aö vilja eitt, og það er að lifa af hvers konar. fárviðri. Það er lífs- skyldan sjálf. Og til þess þarf það fyrst, að allur kjarni þjóðarinnar, hvað sem fáum einstökum líður, slái ekki undan á hvorugan veg, því að hvort veðrið sem er, fer með oss, ef það skellur á oss flötum eða öf- ugum. Við lífsskyldu þjóð- arinnar verðum vér aö miöa og ekki við það, sem flutt er úr seiðhjöllum að austan eða vestan, noröan eöa neð- an. Það, sem hér er átt við, er ekkert annað en það, sem verið hefur og hlýtur að vera annaö borð þess sjálf- stæðis, sem vér höfum öðl- azt og ber að vaka yfir, en það er hlutleysi að öllu sjálfráöu. Hlutleysi felur í sér hættur, það er ljóst, það felur í sér hernámshættu, það vitum vér af reynslu, það tryggir ekki gegn árás- arhættu. En þau skakkaföll, sem vér kunnum að verða fyrir sem hlutlaus þjóð, eru bætanleg. Hitt verður vís- ast aldrei bætt, ef vér gef- um það upp með öllu því, sem slík uppgjöf felur í sér og leiðir af sér. Og hverjir eru þeir foringjar íslenzkir,' sem treysta sér til að sam- eina þjóðina alla og ein- huga um afstöðu til ann- arrar hvorrar áttar? Ekki bætir það úr, ef hún gengi sundruð til slíks ævintýris. Vér eigum um þrjár leiðir að velja: 1. Þá, sem vér er- um nú staddir á, þ. e. að veita stórveldi ítök og að- stöðu, sem býður öllum hættum heim, en tryggir ekki gegn neinum. 2. Að láta stórveldi víggirða landið svo, að fullt öryggi sé í. Fáir munu þess fýsandi, a. m. k. á það sjónarmið fáa opin- skáa formælendur, en það er þó i rauninni eina rök- rétta ályktunin af þeim forsendum, sem fyrra sjón- armiðið byggir á. Og loks: 3. Að vera hlutlausir, segja með allri stillingu og festu eins og löngu liðinn íslend- ingur sagði: Lát mig sjá fyrir báti mínum sem auð- ið má verða. Enginn þessara kosta tryggir fyrir skemmdum, meiðingum og morðum. En vér þolum mannfelli. Það kennir sagan. Þjóðin stenzt plágur flestra tegunda, ann- ars værum vér ekki til í dag. Hafi hún þolað eldgos. hordauðji og annað allt, sem óblíða aldanna færði henni að höndum, þá er full von til þess, aö hún standist sem þjóð þær plágur, sem nýir tímar kunna að bera í skauti ... Hitt lifir hún ekki að gefa upp málstaö sinn, hasla sér völl sem hjálenda, Varasamt Komi til styrjaldar erum við í hættu, hvort við ger- um nokkrar ráðstafanir fyr- irfram eða engar — en því meiri hættu sem hernaðar- mannvirki hér væru mikil- vægari. Rökréttasta ráö- stöfunin, sem við gætum gert um leið og styrjöld hæfist, væri sennilega að eyðileggja þau „hernaöar- mannvirki", sem ... gætu gert okkur að skotmarki — þýðingu til verndar okkur mundu þau sennilega enga hafa hvort eð er. Allar ráð- stafanir, sem miða að þvi aö gera okkur að mikilvæg- ara skotmarki en við erum, bjóða beinlínis tortíming- unni heim. Ég sleppi hér að ræða þann möguleika, að Rússar kynnu að freista að her- nema ísland í ófriði með flota Engilsaxa alráðan á hafinu umhverfis. Á þann möguleika trúir held ég enginn í alvöru. Hann kæmi þá aðeins til greina, er Rússar hefðu um þaö bil unnið styrjöld hvort eð væri. Ég hef heldur ekki rætt hugmyndina um styrjaldar- þátttöku íslendinga út frá siðferðilegu sjónarmiði, en það er vegna þess að slíkir hlutir eru nútíma kynslóð íslendinga dálítið framandi og torskildir að því er bezt verður séð — en þó vega láta hernema líkama sinn, land og sál. Þá er hún hin- um öðrum dauða dauð sem þjóð, lifandi grafin og glöt- uð. Sigurbjörn Einarsson í ræöu i Háskólanum 1. desember 1948. fordæmi þeir, er til lengdar lætur, þyngra en flest annað. Hitt ættu allir að hafa lært undanfarna áratugi, að í alþjóðamálum gerist hið óvænta engu síöur en hitt, sem allir bjuggust við. Það mætti þess vegna kannske spyrja, hvort enginn hafi hugleitt, hversu gott for- dæmi það væri, ef íslenzkir ráðamenn- nú seldu okkur formlega á vald erlendri ríkjasamsteypu að meira eða minna leyti. Vonandi á íslenzka þjóðin langa ævi fyrir höndum í landi okk- ar. Væri ekki með afsali hlutleysis og fullkomins sjálfsforræðis nú gefið svo- lítið varasamt fordæmi fyr- ir framtíðina, ef seinna bæri svipaðan vanda að höndum, og er ekkert vara- samt að ala á sífelldu styrj- aldarástandi meðal íslend- inga til að koma nú slíkum brögðum fram? Svo sýnist þó sem nauðsyn væri á dá- lítiö meiri þegnskap gagn- vart landi og þjóð en hver ætlar nú öörum. Björn Sigurðsson í Timariti Máls og mcnningar, marz 1949. Enginn her á friðartímum „í lok viðræðnanna var því lýst yfir af hálfu Banda- ríkjanna: 1) Að ef til ófriðar kæmi, mundu bandalagsþjóðirnar óska svipaðrar aðstöðu á ís- landi og var í síðasta stríði, og það mundi algerlega vera á valdi íslands sjálfs, hvenær sú aðstaða yrði lát- in í té. 2) Að allir aðrir samn- ingsaðiiar hefðu fullan skilning á sérstöðu íslands (þ. e. mannfæðinni á ís- landi, sem gerir svo erfitt að hafa hér her). 3) Að viðurkennt væri, að ísland hefði engan her og ætlaði ekki að stofna her. 4) Að ekki kæmi til mála, að erlendur her eða her- stöðvar yrðu á íslandi á friðartímum. Reykjavík, 26. marz 1949. Bjarni Benediktsson, Emil Jónsson, Eysteinn Jónsson.“ Úr greinargerö meö tillögu mn aðild íslands aö Atlantshafs- bandalaginu. Meginatriði íslenzkrar utanríkisstefnu Ég var og er þeirrar skoð- unar, að ísland sé ekki í beinni hættu af hernámi Rússa, þótt styrjöld brytist út milli þeirra og Banda- ríkjanna. Ég tel því enga á- stæðu til hervarna hér á landi, sem betur fer, því að sjálfir höfum við engin tök á að koma þeim upp og enga getu til að stofna þann her, er gæti varið landið árás, en af setu erlends hers í landinu á friðartímum mundi stafa stórkostlegur þjóðernisháski. íslenzkri tungu og íslenzkri menn- ingu hlyti að verða stefnt í voða, ef hér yröi erlendur her að staðaldri, og sjálf- stæöi landsins yrði nafnið eitt, ef aðrar þjóðir kæmu hér upp víggirðingum og gættu þeirra. Ég tel, að ís- lenzk utanríkisstefna eigi að grundvallast á eftirfar- andi meginatriðum: 1) íslendingar eiga að kappkosta að hafa sem nánasta samvinnu við hin Norðurlöndin og hin vest- rænu lýðræðisríki sökum sameiginlegra viðskipta- hagsmuna, ætternis og menningartengsla, skyldra stjórnarhátta og samúðar með málstað lýðræðis og pólitísks frelsis. 2) íslendingar eiga að halda fast við algert vopna- leysi sitt, bæði i friöi og ó- friði. Þeir eiga aldrei að segja nokkurri þjóð stríð á hendur, aldrei heyja styrj- öld gegn nokkurri þjóð. 3) íslendingar eiga aldrei aö leyfa erlendum her dvöl í landinu á friöartímum og aldrei þola þar neinar er- lendar herstöðvar, enda er landfræöileg lega landsins þannig, að á slíku er sem betur fer ekki þörf til varn- ar landinu gegn árás úr þeirri átt, sem ísland mundi fyrst og fremst óttast. Hið aukna öryggi, sem af því leiddi, mundi og hvergi nærri vega gegn þeirri gíf- urlegu hættu, sem slíkt hefði í för með sér fyrir sjálfstæði og þjóðerni ís- lendinga, tungu þeirra og menningu. 4) í ófriði eiga íslending- ar að hafa samvinnu við þær þjóðir, sem hafa sömu hagsmuni og þeir sjálfir af því að siglingaleiðum á höf- unum kringum ísland sé haldið opnum, — én þeir eiga ekki að leyfa, að land sitt verði notað til árása á önnur lönd, þar eð það mundi bjóða heim gagná- rásum, sem væru íslending- um hættulegri en nokkurri

x

Íslenzkar raddir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenzkar raddir
https://timarit.is/publication/959

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.