Íslenzkar raddir - 29.04.1961, Síða 5

Íslenzkar raddir - 29.04.1961, Síða 5
ÍSLENZKAR RADDIR 5 annarri þjóö, sökum fá- mennis og þess, að nær helmingur þjóðarinnar býr í einum smábæ, milli hafn- ar og flugvallar og skammt frá einum stærsta flugvelli veraldar. Þetta eru þau meginat- riði, sem ég tel að íslenzk utanrikismálastefna eigi að byggjast á. Gylfi Þ. Gíslason í þingræöu 29. marz 1949. Þeir þóttameiri — oq hinir Ég er ekki spádómsgáfu gæddur og skal fúslega játa það, að þekking mín er lítil á heimsmálum og hermál- um. En það virðist mér aug- Ijóst, að ekki mundi til mjórra enda þoka um mennintu vora, tungu og þjóðerni, ef hér sæti lang- dvölum erlent lið verka- manna eða. hermanna. Ég hygg, að torvelt mundi þá reynast að kippa því í lag, sem aflaga hefur farið und- anfarin ár. Hitt virðist mér og harla líklegt, að inn- flutningsverzlun vor og fjármál mundu þokast enn meir en orðið er út á óeðli- legar og óhagstæðar brautir, frá íslenzkum höndum yfir á erlendar. Liklegt þykir mér og, að slíkt sambýli mundi eigi til þess fallið að styrkja gjaldeyri vorn, held- ur yrði dollarinn ennþá voldugri en nú er hann, ef til vill alvaldur. Mætti þá svo fara, að ékki aðeins kot- bændum, heldur og ríkis- mönnum þætti í þrengra lagi fyrir dyrum. Þó skiptir það ekki mestu máli, held- ur hitt, hvernig færi um menninguna, tunguna og þjóðernið. Eru ekki líkur til þess, að þjóðin skipaði sér í tvær öndverðar fylkingar? Annars vegar væru þeir, er þjóna vildu undir hina er- lendu menn. Hins vegar stæðu hinir þóttameiri, er risu til andófs og harðsnú- innar andstöðu. Ef svo færi, yrði sambúðin ekki góð, hvorki innanlands né við hinar vestrænu þjóðir, sem vér kjósum nú að hafa sam- neyti við og vinsamleg skipti ... Niðurstaða mín er þá í stuttu máli þessi: Hlutleysi er oss íslendingum eðlilegt, enda einsætt að halda því, meðan kostur er, en þó að vér höfum neyðzt eða neyð- umst til að víkja frá því um sinn, þá verðum vér að hverfa að því aftur, þegar unnt er. Vér óskum sam- vinnu við hinar vestrænu þjóðir, og þó einkum Norð- urlönd, vegna þess að lífs- skoðun vor og stjórnarhætt- ir hníga í sömu átt og þeirra. Vér viljum veita þeim það, sem vér megum, án þess að vinna oss varan- legt tjón, og margir mundu eflaust þola þeim hernám hér, ef heimsstyrjöld dynur yfir. En herseta er oss þung- bær vegna fámennis vors, og vér getum ekki þolað hana nema í ýtrustu eyö, og gæti það þó orðið oss ofraun, því veldur menning vor, þjóðerni og tunga. Pálmi Hannesson í ræffu á stúdentafundi, janúar 1949. Eins og blæðandi kvika Aldrei mun verða galað hærra um íslenzkt sjálf- stæði en nú, þegar framandi her er setztur að í landi okk- ar. Aldrei talað meir um lýðræði en þegar það er fót- um troðiö, aldrei þvoglað oftar um frelsisunnandi þjóðir en þá er setið er á svikráðum við frelsi þeirra. Það þýðir ekki að neita því. Svona hörmulega eru menn sokknir ofan í andlega kröm falsins og blekkinganna. — „Norður-Atlantshafs- bandalagið hefur fariö þess á leit við íslendinga“, að þeir semji við mesta her- veldi vestræns heims um hersetu hér á friðartimum. Hvað mundi svona orðalag þýða, þegar umbúðirnar eru teknar af því? Voldugasta þjóðabandalag heims fer þessa á leit við umkomulausasta smárikið. Þetta þýðir ekkert annað en skipun. Þetta finnur hvert mannsbarn, sem þekkir eitt- hvað örlítið til sögunnar. Ríkisstjórnin kann að hafa gengið ekki alls ófús fyrir sitt leyti til samninganna. Ég veit þaö ekki. Hún leitast við að leika sitt hlutverk og hlaupa frá öllum sínum fyrri heitum og eiðum. Hún hefur kallað yfir okkur voöa, en ekki vernd. Þú kannt að fyrirlíta hana, les- ari. En það skiptir hér minnstu. Hitt er eins og opin, blæðandi kvika til að hugsa, að íslenzk æska á nú fyrir hendi að búa undir hernámi um ófyrirsjáan- Vér mótmælum allir Ég lít aftur í tímann um hundrað ára bil. Lækurinn liðast frá tjörn til sjávar. Húsin sem við stöndum við eru ekki til. Grænt sefið grær á bökkum lækjarins. Menntaskólinn gnæfir í allri sinni látlausu fegurð uppi í brekkunni, og litlu norðar stendur lágreist fangahús, stjórnarráð nú- tíma íslands. Neðan við Menntaskólann er lítil tré- brú yfir lækinn, Skólabrúin, þar stendur her manns grár fyrir járnum. Uppi í litla salnum í norðurenda skól- ans sitja íslendingar á þingi, íslendingar, sem krefjast réttar sins úr hendi er- lendrar þjóöar. Þeim er stjórnað af erlendum sendi- manni, Trampe greifa.Hann vill troða á þingsköpum, þingvenjum og lýðræöi, og slítur fundi. Þá er það, að íslendingurinn rís upp í öllum sínum mætti. með allar sínar erfðavenjur að baki, og segir: Ég mótmæli. Og þjóðin gervöll tekur und- ir og segir: Vér mótmælum. Vér mótmælum allir. Þjóð- inni var svo lýst á þesum tímum, að hún væri hnípin lega framtíð. Kemur hún sem íslenzkir einstaklingar og um leið sem íslenzk heild úr þeirri eldraun, eða eins og rótlaust viðundur, flak á straumi, sem hún fékk ekki ráöáð, rhvert. bar hana? Við aldraða fólkið líðum undir lok áður en langir tímar líða. Við kunnum að standa af okkur boðaföll umrótsins. En æskufólk íslands — framtíö þess og von? Við hana höfum við skyldur. Við hana er bundin ást okkar, von okkar, trú okkar, far- sæld okkar og gleði, harmar okkar og kvöl, af því hún er við sjálf — hún er lífið. Við getum bakað okkur ó- vild innlendra andstæðinga fyrir þessa afstöðu, rógburð, álygar, atvinnuofsóknir og sitt hvað fleira. En það er allt smámunir einir hjá hinu að gugna fyrir órétt- lætinu, ógæfunni, svívirð- ingunni. Með ódrepandi seiglu, elju, sem aldrei læt- ur hugfallast, skulum við vera í samræmi við innsta eðli okkar, samvizku okkar, upplag og erfðir — og standa saman, íslendhigar. Hallgrimur Jónasson í blaðinu Þjóðvöm, 10. maí 1951. tímatæki til að sækja gæöi lands og sjávar, þjóð sem er gáfuö og þjóð sem er mennt- uð. — Og ég spyr ykkur — hvort þetta ofurefli, sem íslenzk verkalýðshreyfing, islenzk alþýða, fslendingar allir eiga að mæta í dag, sé meira því, sem íslendingar áttu aö mæta á Skólabrúnni fyrir hundrað árum. Og ég spyr: Erum vér, erum vér ættlerar sem ekki getum staðið í þeim sporum, sem þjóðin stóð í fyrir hundrað árum? Erum vér ekki til- búnir að taka upp barátt- una og mótmæla? Taka upp baráttu allrar alþýðu, taka upp baráttu allrar þjóðar- innar gegn erlendu auðvaldi og kúgunarvaldi? Sá hinn mikli íslendingur, íslend- ingurinn sem mælti hin frægu orð, Vér mótmælum, hann ritaöi og á sinn skjöld: Eigi víkja. Eru þeir til meðal vor í dag, sem vilja víkja? Ég segi ykkur, að hver sá, sem víkur, hann svikur. Hann er svikari við þjóð sína, menningu sína, sjálfan sig. Allir, allir und- antekningarlaust, eigum vér að mótmæla, mótmæla er- lendri kúgun, mótmæla inn- lendum lögbrotum, mót- mæla því auðvaldi, sem býður alþýðu manna áþján, hungur og kúgun. Mótmæl- um allir sem einn! Vér mót- mælum allir! Sigfús Sigurhjartarson á úti- fundi í Reykjavík 16. mai 1951, höldnum til að mótmœla komu ameríska hersins. Þjóðfundarins minnzt Á þessu ári eru liðin hundrað ár frá þjóðfund- inum 1851 ... Þann 7. maí síðastliðinn minntist ís- lenzka ríkisstjórnin og þinglið hennar einnig þessa aldarafmælis á furðu- legan og óskiljanlegan hátt. Þann dag steig erlent her- lið fSeti á íslenzka grund, að óskum íslenzku ríkisstjórn- arinnar, án þess að þjóðinni hefði verið tilkynnt það fyrst, rök þess viðburðar eða tildrög, eða um það spurð. Þann dag sveik íslenzk ríkisstjórn og þinglið henn- ar gefin loforö um „að ekki kæmi til mála aö hafa hér hersetu á friðartímum“ og brást þar með þeim trúnaði, er hún hafði hlotið, vegna þessa loforðs. Þann dag misbauð íslenzk ríkisstjórn virðingu Alþing- is og tilveru, og gaf her- bandalagssamningi, sem ís- lendingar höfðu enga aðild átt að að semja, né nokkru ráðið um, meira lögmæti i landinu en sjálfum stjórn- lögum þess, hinni íslenzku stjórnarskrá. Þann dag afhenti íslenzk rikisstjórn og þinglið henn- ar erlendu stórveldi her- bækistöðvar í landinu end- urgjaldslaust um óákveðinn tíma, sömu bækistöðvar, sem sama þinglið hafði áð- ur neitað að leigja sama stórveldi til 99 ára gegn endurgjaldi. Þann dag bauö íslenzk rikisstjórn heim öllum þeim hættum sem íslenzkri menn- ingu, tungu, sögu, erfða- venjum, æsku, sjálfstæði þjóðarinnar og framtíð stafar af setu erlends herliðs i landinu um ófyrirsjáan- legan tíma, og sömu menn höfðu áður lýst af mikilli mælsku. Slík varð þá aldarminning þjóðfundarins 1851. Bergur Sigurbjörnsson í Kosn- ingablaði Mýramanna, maí 1951. þjóð í vanda, í lágreistum hreysum, fátæk og snauð. En um gervallar sveitir lifði íslenzk menning, íslenzk tunga, íslenzkur kjarkur og karlmennska, og íslending- urinn sagöi: Ég mótmæli. Vér mótmælum. Síðan er liðin öld, rétt öld í sumar, öld mikilla atburða, mikilla framfara. íslenzka þjóðin hefur sótt skeiðið fram á við, örugg og mark- viss. Hún var að sækja rétt i hendur erlends valds. Hún var að mótmæla erlendri fjárkúgun og erlendri stjórnarfarskúgun. Og hún vann sinn mikla sigur 1918 og sinn lokasigur 1944. Hún varð frjáls af því að vér mótmæltum allir ... Og í dag er hér ekki hníp- in þjóö í vanda. í dag er hér

x

Íslenzkar raddir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenzkar raddir
https://timarit.is/publication/959

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.