Íslenzkar raddir

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat

Íslenzkar raddir - 29.04.1961, Qupperneq 8

Íslenzkar raddir - 29.04.1961, Qupperneq 8
8 ISLENZKAR RAÐDIR Að þessu þarf að fara að vinna Þegar vlð gengum í At- lantshafsbandalagið 1949, fóru þrfr íslenzkir ráðherrar vestur til Bandarík] anna til þess að fá viðurkennt, að við gengjum í bandalagið með alveg ákveðnum skil- málum. Þessum viðræðum, meðal annars við utanrik- isráðherra Bandaríkjanna, lauk með eftirfarandi yfir- lýsingu af hálfu Banda- rikjanna: (Þessi yfirlýsing, sem meðal annars segir að hér skuli ekki vera her á friðar- timum, er birt hér á 4. síðu, meö undirskrift hinna þriggja ráðhera). Ekki kemur annað til mála en að við stöndum við þær skuldbindingar, sem við gengumst undir, er við gerð- umst þátttakendur í At- Hér knýr sem sé á okkur ein spurning, umfram allar spumingar. Ekki spurning- in um stjórnmálaviðhorf okkar, né hverjum við mundum óska sigurs ef til styrjaldar kæmi. Því að ef við létum svarið við þeim spumingum ráða afstöðu okkar i okkar eigin öryggis- málum, þá er hætt við að enginn okkar yrði uppi- standandi þann dag sem fregna mætti um leikslokin. Kjarnorkusprengjan spyr nefnilega ekki hvort þú ert íhaldsmaður, Framsóknar- maður, Alþýðuflokksmaður, þjóðvarnarmaður eða kom- múnisti. Og eftir kjamorku- bruna yrði ekki hægt að þekkja sundur öskuna af í- haldsmanni og öskuna af kommúnista. Nei, spurning- in sem á okkur knýr, alla sem fslendinga, umfram all- ar spurningar, það er þessi spurning: Hvað getum við gert til að bjarga lífi okkar? Hvaða leið er líklegust til að tryggja það að við. höldum áfram að vera til, islenzka þjóðin, allt frá íhaldsmönn- um til kommúnista, megum halda áfram að lifa, við sjálfir, þangað til við deyj- um, hver með sínum hætti, Sá dagur, sem nú er að kvöldi kominn, hefur sýnt það og sannað, að íslenzkir hernámsandstæðingar eru að hrista af sér værðarmók síðustu missira. Þó að skoð- anir okkar séu skiptar um margt, megum við ekki láta það hindra sameiginlega baráttu fyrir þvi, sem við hljótum að setja öllu öðru oíar, unz úrslitasigur er unninn og fáni íslands lantshafsbandalaginu. Hitt er ekki síður skylt gagnvart þjóðinni að standa við þær yfirlýsingar, sem við höfum gefið um stefnuna í utan- rikismálum. Af þessu liggur í augum uppi, að við eigum nú þegar að byrja á því að afla íslenzkum mönnum þeirrar þekkingar, sem til þess þarf, að við getum sjálfir tekið stjóm allra stöðvanna í okkar hendur, látið íslenzka sérkunnáttu- menn og lögreglulið koma í stað hersins. Að þessu þarf að fara að vinna nú þegar. Allt annað væri í algeru ó- samræmi við þá stefnu, sem við höfum lýst yfir í utan- ríkismálum. og þó upp á gamlan máta, svo sem lengstum hefur dá- ið verið á íslandi, en ekki allir í senn fyrir tilstilli hinnar stóru sprengju, og síðan börn okkar, að þau megi halda áfram að lifa og vera íslendingar, og síðan þeirra börn og þeirra börn, kynslóð af kynslóð, eins og við, börn foreldra okkar, og foreldrar okkar, börn afa okkar og ömmu, kynslóð af kynslóð, straumur lífsins aftan úr eldfornum timum og áfram til nýrra tíma, friðsöm íslenzk þjóð, frjáls i landi sinu. Og svarið við spurning- unni er sem sagt þetta: Okkur getur ekki verið nein vernd í vopnum, en okkur getur orðið vernd I öðru, og það er vopnleysi. Þess vegna eigum við að losa okkur við herinn og lýsa yfir algjöru hlutleysi í átökum stórveld- anna, þessara tröllvöxnu hálfvita, sem skáldið nefndi svo. Þetta, og ekkert annað, gæti tryggt okkur líf, ef til styrjaldar kæmi, okkur sjálfum og bömum okkar. Já, börnum okkar ... blaktir á ný yfir friðlýstu landl. Rök okkar eru ljós, stefna okkar skýr. Hún er þessi: Við viljum endurvekja heilbrigðan þjóðarmetnað íslendinga og trú þeirra á, að þeim sé eftirsóknarvert og kleift að búa einir í landi sínu við óskorað sjálfstæði. Við viljum vekja þjóðina til þeirrar virðingar fyrir sjálfri sér, að hún kjósi með Hermann Jónasson. Jónas Árnason. Gils Guðmundsson. Einar Bragi. Jóhannes úr Kötlun, fordæmi sínu að fylgja fram eftir fremsta megni kröf- unni um afvopnun og al- heimsfrið. Með þessum hætti viljum við styðja af alefli þá stefnu, að herveldin, jafnt í austri sem vestri, hverfi á burt meö heri sína úr löndum Það hefur veriði margsýnt fram á það á undanförnum árum, hverjar hættur séu því samfara að leyfa er- lendri þjóð að hafa her- stöðvar í landinu. Og íslend- ingar hafa kynnzt þvi af eigin raun á undangengnum tveimur áratugum, hverjar þessar hættur eru. En þrátt fyrir alla þá á- hættu, sem því fylgir fyrir núlifandi íslendinga að leyfa hér herstöðvar, er þetta mál þó fyrst og fremst vandamál vegna framtíðar- innár, áhætta, sem sköpuð „Skyggnum sjónum horf- ast listamenn, menntamenn og alþýöa íslands í augu við alvarlegar staðreyndir, sem ráðamenn landsins reyna eftir föngum að dylja. — Raunsæi og sómatilfinning fólksins i landinu eru að vísa því leið út úr ógöngun- um. Af brýnni þörf, sem bjó innra með fólkinu sjálfu, tók það höndum saman í sumar leið, þvert yfir allar flokkalínur, til verndar lífi sínu og heiðri. Þetta er skýringin á því, að fáeinum áhugamönnum tókst á fáeinum vikum að sameina fólk úr öllum flokk- um og utanflokka í öflug- um, vel skipulögðum lands- samtökum með hátt á ann- Samtök hernámsandstæð- inga eru samfylking íslend- inga úr öllum stjórnmála- flokkum, sem og utan- flokksmanna, um eitt höf- uðmál: brottf ör erlends herliðs og ævarandi hlut- leysi íslands í hernaðará- tökum. En enda þótt menn ólíkra skoðana hafi þannig gerzt samherjar í nýrri hug- sjónabaráttu, þá fer fjarri þvi að þessi samtök séu ein- hver hlutlaus eða ópólitísk hreyfing, sem hafin sé yfir alla stjómmálaflokka. Hitt er þvert á móti einn megin- tilgangur samtakanna, að sérhverjum liðsmanni þeirra aukist bolmagn til að afla markmiði voru atfylgis, hverjum innan síns flokks, unz allir stjórnmálaflokkar á fslandi hafa tileinkað sér það grundvallarsiðgæði að ljá aldrei máls á afsali ís- lenzkra landsréttinda, — hvorki í þágu hernaðar né í neinum öðrum tilgangi. Barátta vor skal hér eftir sem hingað til vera hugrökk og falslaus. Vér skulum ekki annarra þjóða og slíðri síð- an ógnarvopnin. Hlutlaust fsland á að vera framlag íslenzku þjóðarinn- ar í þjónustu lífs og friðar. Gils Guðmundsson í ræðu á útifundi í Beykjavík aS Iok- inni Keflavíkurgöngu 19. júní 1960. er komandi kynslóðum ... Ég tel það skyldu við ó- borna íslendinga, að sú kyn- slóð, sem kvaddi hingað er- lendan her með samningi, sjái um, að þeim samningi verði sagt upp og herinn hverfi af landi brott, því ef hún gerir það ekki, „þá munum vér eigi það ófrelsi gera einum oss til handa, heldur bæði oss og niðjum vorum“. Burt með herinn! Kristján Thorlacius á fundi hcrnámsandstæðinga í Aust- iurbæjarbíói í marz 1961. að þúsund trúnaðarmenn í öllum sýslum og svo til hverri byggð á íslandi. Þetta er skýringin á því, að á- greiningur varð enginn á Þingvallafundi um mark- mið. Þetta er skýringin á því, að Samtök hemáms- andstæðinga urðu til. Nú gildir að neyta þeirrar aðstöðu, sem íslendingar hafa öðlazt til virkrar and- stöðu gegn alræði flokka og ofríki stjórnmálamanna, er telja sig ekki þurfa að ráðg- ast við þjóð sína, hvað þá fara að hennar vilja í ör- lagaríkustu málum.“ Einar Bragi í cftirmála við Tiðindi Þingvallafundar, janúar 1961. fast saman um hvert það tækifæri, sem þokar oss á- leiðis að markinu. Vér skulum ekki óttast skoð- anaágreining vorn í öðrum efnum. Vér skulum ekki óttast ögrun andstæðingsins þegar hann hrópar: kom- múnisti! brúsaskeggur! Vér skulum ekki óttast þá raun- sönnu skilgreiningu aö sam- tök vor séu hápólitísk — meira að segja heimspóli- tísk, enda þótt þau séu ekki flokkspólitísk. Að þau séu einmitt tilraun til að lyfta íslenzkri stjórnmálabaráttu á hærra stig: uppræta sið- spillta hagsmunabaráttu með heiðarlegri hugsjóna- baráttu. Að þau séu tilraun til að búa íslendingum veg- legri og öruggari stað á vettvangi heimsmálanna en verið hefur um hríð. Að þau séu vort litla lóð á metaskál- ar friðar og striðs, lífs og dauða, bæði hér á landi og hér á jörðu. Jóhanncs úr Köllum í ræðu að lokum Þingvaliafundar 1960. Hermann Jónasson í Tímanum 31. descmber 1955. Hvernig getum við bjargað lífi okkar? Jónas Árnason I ræðu á fundi í Gamlabíói, í desember 1957. Framlag íslenzku þjóðarinnar Skylda við hina óbornu Til verndar lífi og heiðri Lób á metaskálar óttast neitt — aðeins standa

x

Íslenzkar raddir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenzkar raddir
https://timarit.is/publication/959

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.