Dagfari - 01.02.1976, Síða 3
D A G F A R I
3
Fyrir nokkru birtist í Þjóö-
viljanum grein úr bandaríska
tímaritinu Bulletin of the At-
omic Scientists (Fréttabréf
kjarnorkuvísindamannanna). —
Greinin er eftir Barry Schneid-
er, en hann starfar við rann-
sóknir við Center for Defence
Information (Upplýsingamið-
stöð varnarmála) í Washington.
Ennfremur hefur greinin birst í
málgagni Upplýsingamiðstöðv-
ar The Defence Monitor.
í greinini kemur fram að
svokölluð „taktísk" bandarísk
kjarnorkuvopn séu í öllum
NATOríkjum nema Noregi,
Danmörku, Luxemburg og
Frakklandi, en frakkar hafa sín
eigin kjarnorkuvopn. Þá kemur
fram á öðrum stað í greininni
að meðal þeirra ríkja, þar sem
bandarísk kjarnorkuvopn séu
staðsett séu Belgía, V-Þýska-
land, Grikkland, Island, Italía,
S-Kórea, Holland, Filippseyjar,
Portúgal, Spánn, Tyrkland og
Bretland. í viðtali við Dagblað-
ið hefur Schneider staðfest þau
ummæli sín að hér séu kjarna-
vopn og lýst því að hann telji
líklegast að þau væru um borð
í flugvélum er bæru kjarnorku-
sprengjur til að granda kafbát-
um. Hér á landi eru staðsettar
slíkar flugvélar. Verður það að
teljast vægast sagt ótrúlegt að
þessar flugvélar séu ekki með
kjarnorkusprengjur innanborðs,
KJARNORKUVOPN
fSLANDI
þar sem það er hlutverk þeirra
að fylgjast með aðalsiglinga-
leið sovétska flotans. Það þarf
ekki hernaðarsérfræðinga held-
ur aðeins almennt hyggjuvit til
að sjá að Bandaríkin eru ekki
með vatnsbyssur á móti sovétsk-
um kafbátum.
Hvaða afleiðingar hefur
dreifing kjarnorkuvopna um
allan heim? Svo vitnað sé í
grein Schneiders: „Þegar
einu sinni hefði verið byrjað að
beita kjarnorkuvopnum við
hernaðarátök, er mjög líklegt
að beiting þeirra myndi stig-
magnast. Hvor aðilinn um sig
myndi telja áríðandi að tortíma
kjarnorkuvæddu liði andstæð-
ingsins áður en hann hefði ráð-
rúm til að greiða banahögg. í
þeirri ringulreið, sem fylgja
myndi slíkum heljarátökum,
myndi gleymast allur friðar-
tímagreinarmunur á minnihátt-
ar „taktísku" kjarnorkustríði,
meiriháttar „taktísku" kjarn-
orkustríði og algeru kjarnorku-
stríði. Jafnskjótt og farið væri
MorgmblúiiH,
NATO-sinnar hafa alltaf
lagt ríka áherslu á hversu
NATO hafi alltaf reynst ís-
lendingum vel í sambandi við
útfærslu landhelginnar.
3. okt. 1973 hurfu bresku
herskipin út fyrir 50 mílna
landhelgina. A forsíðu þann
dag vitnar Morgunblaðið með
velþóknun í forsætisráðherra,
Olaf Jóhannesson: „Við vitum
af því að framkvæmdastjóri
NATO og önnur ríki þar hafa
sýnt mikinn áhuga á því undan-
farna daga að fá Breta til að
draga herskipin út fyrir 50 míl-
urnar." Og ekki er velþóknunin
minni þegar á sömu síðu er
vitnað í ummæli utanríkisráð-
herra Noregs, sem . lýsti
sérstakri ánægju yfir þeirri hlut-
deild, sem framkvæmdastjóri
Atlantshafsbandalagsins, Dr.
Joseph Luns, hefði átt í því að
koma málinu úr þeirri sjálf-
heldu, sem það hefur verið í að
undanförnu." Og í þriðju frétt-
inni á forsíðunni var þess get-
ig að „Morgunblaðið hafði haft
samband við De Vries blaða-
fulltrúa NATO og spurt um af-
stöðu framkvæmdastjórans —
sem hann sagði mjög jákvæða."
Leiðari blaðsins þennan sama
dag hét ÁRANGUR AT-
LANDSHAFSBANDALAGS-
INS. Þar segir meðal margs
annars: „Joseph Luns hefur
verið fremstur í flokki þeirra,
sem beitt hafa áhrifum sínum
til þess að fá Breta til að láta
af valdbeitingu."
Hálfum mánuði síðar eru
varnarmálin efst á baugi. I leið-
ara 17. nóv. vitnar Morgun-
blaðið í ummæli Edwards
Heaths, og segir síðan: „Þessi
ummæli Edwards Heaths stað-
festa það, sem haldið hefur ver-
ið fram hér í Morgunblaðinu,
að Atlantshafsbandalagið og
aðild okkar að því hafi úrslita-
áhrif á lyktir deilunnar."
20. jan. 1976 hurfu bresku
herskipin út fyrir 200 mílna
landhelgina. I leiðara Morgun-
blaðsins daginn eftir er NATO
lofað mjög: „Islendingar hljóta
að færa framkvæmdastjóra
Atlantshafsbandalagsins alveg
sérstakar þakkir fyrir aðgerðir
hans í þessu máli." Og um hin-
ar háværu kröfur um úrsögn Is-
lands úr NATO er sagt: „Slíkar
raddir munu nú hljóðna, enda
öllum ljóst hverjum fyrst og
fremst ber að þakka þann mik-
ilsverða árangur, sem nú hefur
náðst."
Það skiptir okkur ekki máli,
þótt NATO reyni að bjarga
eigin skinni með því að senda
framkvæmdastjóra sinn til að
miðla málum í deilu tveggja
bandalagsríkja. Og hvort sem
afskipti NATO í þessu máli eru
til góðs eða ills, þá breytir það
engu um þann raunverulega til-
gang og það eðli Atlantshafs-
bandalagsins sem reynt er að
skýra í þessu blaði. Baráttan
gegn herstöðvunum og NATO
heldur áfram.
að beita kjarnorkuvopnum í
stað venjulegra vopna, væru
engar meiriháttar hindranir eft-
ir á leiðinni til fullkominnar
kj arnorkug jörey ðingar".
. „Hugmyndin um tak-
markað kjarnorkustríð er blekk-
ing. Sú blekking gæti hinsveg-
ar gert þá, sem marka stefnu í
stjórnmálum, kærulausari en
ella og aukið því liættuna á því
að kjarnorkustríð brytist út,
sérstaklega á tímum harðra og
viðkvæmra deilumála á al-
þj óðavettvangi".
I sumum þeim ríkjum, sem
Bandaríkin geyma kjarnorku-
vopn í, er hætta á uppreisnum
eða byltingu, svo sem í Kóreu
og Spáni. . . „Ef eitthvert
bandalagsríki Bandaríkjanna
tæki þessi bandarísku vopn á
sitt vald, gætu Bandaríkin orðið
að gera innrás í það ríki til að
ná sínum eigin vopnum."
. . . „Æfingar á vegum sér-
sveita Bandaríkjahers hafa leitt
í ljós að óviðkomandi geta kom-
ist inn á geymslusvæði kjarn-
orkuvopna án þess að eftir þeim
sé tekið þrátt fyrir varðmenn,
girðingar og viðvörunarmerki."
... „I þinginu hefur komið
fram að 3647 menn, sem að-
gang höfðu að kjarnorkuvopn-
um, hafi verið látnir hætta þeim
störfum á aðeins einu ári vegna
geðveiki, drykkjusýki, eiturlyfja-
neyslu og agaleysis." . . „Dreif-
ing 30.000 bandarískra kjarn-
orkuvopna um heimshöfin, tugi
hafna, mörg lönd Evrópu og
Asíu og Bandaríkin sjálf skap-
ar slíka slysahættu, að ekki eru
dæmi til annarrar eins."
Snúum okkur þá að afleið-
ingum þess fyrir okkur íslend-
inga að hafa hér kjarnorkuvopn.
Þar sem íslendingar hafa ekki
her og yrðu því ekki beinir
þáttakendur í styrjöld, myndi
það ekki breyta nokkru um
gang stríðs hvort íslendingar
lifðu eða dæju. Það væru því
algjörlega óraunsæjar aðgerðir,
sem miðuðu að því einu að út-
rýma íslendingum. Hernaðarað-
gerðir miða að því að veikja
hernaðarmátt óvinarins með því
að fella hermenn hans, og jafn-
vel hinn óbreytta borgara sem
hugsanlegt varalið, en þó fyrst
og fremst að eyðileggja hern-
aðarmannvirki. Næst í röðinni
kæmu höfuðborgir hernaðarað-
ilanna sjálfra, þ.e. þeirra er
hefðu beina aðild að árásar- og
varnaraðgerðum stríðsins. Ekki
er hægt að útiloka þann mögu-
leika, að t.d. eyðilegging höfuð-
borga NATO-ríkjanna yrði til-
finningamál hjá andstæðingum
þeirra í algerri styrjöld, jafnvel
í þeim tilfellum þar sem það
væri hernaðarlega óraunsætt.
Varnarkeðja og fjarskiptakeðja
NATO liggja hér saman á ein-
um stað og hægt er að eyði-
leggja hlekki í báðum í senn
með einni sprengju. Þegar við
bætist að hér eru staðsett kjarn-
orkuvopn, má ljóst vera að
Keflavíkursvæðið hefur mest
skotmarksgildi hér á landi, e.t.v.
eina verulega skotmarksgildið.
Til að gefa lesendum smá
hugmynd um hvað kjarnorku-
sprenging er skal nefnt að eins
megatonns kjarnorkusprenging
yfir Keflavíkursvæðinu myndi
vera sex sinnum stærri en sólin
í þvermál eftir 10 sek. að sjá
úr Reykjavík, og tvöhundruð
og sjötíu sinnum bjartari. Allir
í Reykjavík, sem af tilviljun
hefðu augun á sprengjustaðnum
um leið og sprengjan spryngi
myndu blindast. Eins megatonns
loftsprengja myndi nægja til
þess að tryggja tortímingu
flestra Reykvíkinga. Geislavirkt
ryk yrði í 800 til 1000 km fjar-
lægð frá sprengistaðnum. Lík-
legt er að ekki yrði beitt svo
smáum sprengjum sem einu
megatonni.
Mætti hverjum vera ljóst að
herstöðvar hér á landi eru ekki
varnarlið heldur gera landið að
skotmarki. Með þátttöku okkar
í NATO gætum við einnig
dregist inn í styrjöld sem beinir
stríðsaðilar.
Aumingjaskapur ráðamanna
hefur sýnt sig að vera algjör.
Engin rannsókn hefur farið
fram á fullyrðingum um að
hérlendis séu kjarnorkuvopn.
Yfirvöld hafa í engu getað svar-
að ummælum erlendra sérfræð-
inga, en þess í stað reynt að
skjóta sér undan með heimsku-
legu tali um að þeir hafi aldrei
séð kjarnorkuvopn. Þannig seg-
ir deildarstjóri varnarmáladeild-
ar utanríkisráðuneytisins að
hann hafi gengið um allt her-
stöðvasvæðið og hvergi rekist á
kjarnorkuvopn. — Víst eins
gott, það væri slæmt ef þar yrði
harkalegur árekstur. Skyldi
hann annars þekkja kjarnorku-
sprengju þótt hann sæi hana?
Hæstvirtur utanríkisráðherra
hefur lýst því yfir að hann trúi
því ekki að hér séu kjarnorku-
vopn. Til eftirlits með vopna-
búnaði hersins duga hvorki fá-
fræðingar né einfeldningsleg
trú..
Það er skýlaus krafa að ráða-
menn upplýsi þetta mál. Þeir
hafa aðgang að þeim sérfræð-
ingum og gögnum sem almenn-
ingur hefur ekki tök á að nálg-
ast.
★
Meðan Þjóðviljinn ein'n upp-
lýsti um kjarnorkuvopnin,
þögðu útvarp og sjónvarp
þunnu hljóði, þótt hér væri um
mjög mikilvægt mál að ræða,
sem alþjóð varðaði um. Það var
ekki fyrr en Dagblaðið tók mál-
ið einnig upp að aðrir fjölmiðl-
ar sáu sér ekki lengur fært að
reyna að þegja málið í hel. Tók
sjónvarpið málið loks upp, og
þá með tilvitnun í Dagblaðið.
(Stuðst er við grein Barry
Schneiders og „Um áhrif nú-
tímahernaðar á Islendinga,
skýrslu til dómsm.ráðh." eftir
dr. Ágúst Valfells 1963).
Soffía Sigurðardóttir.
JÓN FRÁ PÁLMHOLTi:
Við spyrjuum
hvert annað
Enn er dagur
og enn er baráttan háð
líf okkar hángir á bláþræði
en sólin heldur þó áfram að brosa
enn eigum við leik
fjöll rísa úr sæ í morgunljósi
og æskan hleypur um gángstígana
með nýjan dag í augunum
en bak við sólskinið leynist áleitinn grunur
dynur helspreingjunnar smýgur gegnum létta hlátrana
inní leik okkar berast hrópin frá Hírósíma og Nagasakí
við horfumst í augu og spyrjum hvert annað
fáum við einnig að lifa hinn nýja dag?
mun saungur jarðarinnar halda áfram að hljóma?
við litumst um meðal hinna óbreyttu manna
þeim er von okkar þundin
eftir svari þeirra hljótum við að bíða
enn er dagur
og enn eigum við þá von
að mönniinum takist að finna hver annan
því gaungum við hér enn
mennirnir
gaungum um jörðina sem okkur var gefin
og höldum baráttunni áfram