Dagfari - 01.02.1976, Side 4
4
D AGFABI
UM STARF HERSTÖÐVA-
ANDSTÆÐINGA
„Að hugsa
fyrír fólkið"
i
ll.og 12. október 1975 var
haldin í Stapa ráðstefna um
„Herinn og sjálfstæði Islands".
A þeirri ráðstefnu var lagður
grundvöllur að starfi og skipu-
lagi herstöðvaandstæðinga á
þessu ári. Þar var kosin 12
manna miðnefnd og verkefni
hennar skilgreind.
II.
Hlutverk miðnefndar:
í samþykktum Stapa-ráð-
stefnunnar er skýrt kveðið á um
hlutverk og starf Miðnefndar.
Segir þar m.a.:
„Miðnefnd hafi yfirsýn yfir
starfsemi herstöðvaandstæðinga,
annist útgáfustarfsemi á vegum
þeirra, geri starfsáætlanir yfir
næsta ár, stuðli að myndun
sjálfstæðra starfshópa og afli
fjár til nauðsynlegra útgjalda.
Miðnefnd verði ekki ætlað að
senda frá sér áætlanir í nafni
herstöðvaandstæðinga um af-
stöðu þeirra í tilteknum málum,
heldur verði hlutverk hennar
fyrst og fremst, að vera tengi-
liður milli starfshópa innbyrð-
is, milli þeirra og annarra her-
stöðvaandstæðinga og milli
þeirra og fjölmiðla og getur
hún gert samþykktir er að þessu
lúta. Miðnefnd haldi eigi
sjaldnar en 1 sinni í mánuði
fundi með fulltrúum starfshóp-
anna. Hún standi fyrir fjöldaað-
gerðum gegn hersetunni og get-
ur boðað til funda þar sem sam-
þykktir eru gerðar, enda séu
þeir opnir öllum andstæðingum
hersetunnar. I síðasta lagi að
ári liðnu boði Miðnefnd í sam-
ráði við fulltrúa starfshópanna
til nýrrar ráðstefnu herstöðva-
andstæðinga til að skipuleggja
starfsemina og taka ákvörðun
um stofnun samtaka herstöðva-
andstæðinga og skili þar af sér
störfum."
III.
Starfið í vetur:
Frá því að Miðnefnd var kos-
in hefur hún haldið um 10
fundi, gefið út fréttabréf í des-
ember s.l., sent yfirlýsingu til
allra fjölmiðla vegna landhelg-
ismálsins og tengsla þess við
NATO, afhent Joseph Luns við
komu hans vegna landhelgis-
málsins sömu yfirlýsingu ásamt
bréfi og síðast en ekki síst stuðl-
að að myndun starfshópa. Einn
starfshópur hefur verið starf-
andi allt frá Stapa-ráðstefnunni
og fjallar sá um alþjóðamál, og
er Dagur Þorleifsson tengill
þess hóps. Þá hefur Margrét
Guðnadóttir prófessor tekið að
sér starfshóp um „Herinn og
heilbrigðismál" og Sigmar Inga-
son Ytri Njarðvík um „Áhrif
hersins á atvinnu- og efnahags-
líf Suðurnesja". Staðið hefur til
í allan vetur að koma upp
starfshópum um eftirfarandi
efni:
a) Áhrif hersins á íslenskt at-
vinnulif, í tengslum við erindi
Olafs Ragnars Grímssonar um
sama efni á Stapa-ráðstefnunni.
b) Tengsl hersins við Al-
mannavarnir, landhelgisgæslu,
lögreglu og flugöryggisþjón-
ustu.
c) Áróðurshópa ýmis konar,
sem gætu undirbúið aðgerðir og
fjöldafundi.
d) Vinnuhópa í framhalds-
skólum.
Þá hefur starfið úti á landi
verið talsvert til umræðu, en
ekkert verið ákveðið enn um
það, annað en að hvetja fólk til
að mynda starfshópa, sérstak-
lega það fólk, sem starfaði áður
með gömlu Samtökum her-
stöðvaandstæðinga og endur-
vekja þannig baráttuna gegn
hernum.
Miðnefnd hefur skrifstofu og
fundarherbergi að Skólavörðu-
stíg 45 og hefur verið ráðinn
starfsmaður, sem mun verða við
3svar í viku. Starfsmaðurinn er
Soffía Sigurðardóttir. Símanúm-
er og opnunartími skrifstofunn-
ar verður auglýst nánar síðar.
IV.
Ekki hefur starfið í starfs-
hópunum gengið vel og allt of
fáir herstöðvaandstæðingar hafa
hellt sér út í starf. Því miður
hefur Miðnefnd ekki tekist að
efla það til muna. Segja má að
samband Miðnefndar við her-
stöðvaandstæðinga almennt sé
frekar lítið og hefur hún orðið
fyrir harðri gagnrýni frá ýmsum
aðilum vegna aðgerðarleysis og
máttleysis í sambandi við
undanfarna atburði í landhelg-
ismálinu, sem svo mjög hafa
tengst spurningunni um tilgang
hersins og NATO fyrir Islend-
inga. Eina ráðið gegn þessum
meinsemdum er auðvitað að
drífa sig í starf, hafa samband
við miðnefndarmenn og stofna
starfshópa á meðan ekki
eru til formleg skipulögð sam-
tök herstöðvaandstæðinga. Að
undanförnu hafa gefist næg
tækifæri og tilefni fyrir her-
stöðvaandstæðinga og aðra and-
heimsvaldasinna til aðgerða, en
ekkert hefur gerst. Þetta blað
er viðleitni okkar til að bæta
úr kraftlitlu starfi og minna allt
baráttufólk á, að ekkert gerist
án þátttöku þess. Á þessu ári
eru liðin 25 ár frá því að varn-
arsamningurinn við Bandaríkin
var gerður 1951. Af því tilefni
mun stefnt að einhverskonar
aðgerð af okkar hálfu. Öll
gagnrýni er auðvitað sjálfsögð
jafnframt öllum hugmyndum
um starfið og virkri þátttöku
herstöðvaandstæðinga í starfs-
hópum.
Hlín Agnarsdóttir.
Morgunblaðið hefur sett sér
það mark að „hugsa um póli-
tík" fyrir íslensku þjóðina.
Kemur það glögglega fram í
umræðum síðustu vikna um
Nató og landhelgismálið. Fyrir-
myndin er sótt til ríkis Francos
sáluga. Skömmu áður en karl-
inn hrökk upp af, nánar til tek-
ið 7. október sl., birti Morgun-
blaðið einkar hugljúft viðtal
við ræðismann Islands í Malaga
á Spáni, konu af íslenskum ætt-
um, og mann hennar, „sem er
danskur greifi af franskri að-
alsætt" að sögn blaðsins. I við-
talinu segir:
„Annars er allt rólegt í
Andalúsíu, sögðu þau. Við
verðum aldrei vör við þetta lög-
Frá
Miðnefnd
Nýlega barst Miðnefnd
30.000 kr. gjöf frá herstöðva-
andstæðingi, sem ekki vildi láta
nafn síns getið. Miðnefnd þakk-
ar þessa höfðinglegu gjöf.
Öll útgáfustarfsemi og aðrar
framkvæmdir, sem eru á döf-
inni hjá Miðnefnd kosta að
sjálfsögðu nokkurt fé. Sú starf-
semi byggist fyrst og fremst á
fjárframlögum þeirra, sem mál-
staðinn vilja styðja. Gírónúmer
Miðnefndar er 30309.
D A G F A R I
Febrúar 1976.
Útgefandi: Miðnefnd herstöðva-
andstæðinga.
Ritnefnd: Einar Ölafsson (ábm.),
Hlín Agnarsdóttir, Gils Guð-
mundsson, Soffía Sigurðardóttir.
Prentsmiðja Þjóðviljans.
regluveldi sem Franco er sagðar
styðjast við. Við fáum satt að
segja ekki betur séð en Spán-
verjar séu ánægðir með það
stjórnarfar sem þeir búa við.
Fólkið virðist raunar ekki hafa
mikinn áhuga á pólitík. Það
þýðir lítið að fá hinn venjulega
Spánverja til að tala um pólitík.
Hann vill miklu heldur tala um
fótbolta. Hitt er svo annað mál
að þetta kann að stafa af því
að fólkið er ekki vant því að
hugsa um pólitík, hefur ekki
þurft að gera það. Það hefur
verið hugsað um þetta allt fyrir
það."
Baráttan
Framhald af bls. 1.
mengun sem nú ógnar lífi
mannkynsins. Hvað sem líður
fögrum orðum munu gróða-
öflin áfram hugsa um sinn
stundarhag fyrst og fremst. 1
gróðafíkn sinni spúa þau eitri
og eyða auðlindum. Til
vcrndar ítökum sínum og
gróðahagsmunum skirrast
þess öfl jafnvel ekki við að
strádrepa milljónir manna og
breyta frjósömu landi í eyði-
mörk, eins og forysturíki
NATO, Bandaríkin, hefur gert
í Víetnam, svo aðeins sé tekið
stærsta dæmið af mýmörgum.
Mikilvægasta skrefið gegn
rányrkju og fyrir bærilegu lífi
hundruð milljóna manna er
útrýming þessara gróðaafla
sem við köllum einu nafni
auðvald. Gegn þessu valdi
verður íslensk alþýða og al-
þýða alls heimsÍBS að sam-
einast.
Samcinumst til baráttu gegn
rányrkju, gegn herstöðvununi,
gegn NATO.
Einar Öhfsson.
Grein Gils
Framhald af bls. 2.
skipt um skoðun. Umræða sú
um bandaríska herinn á Kefla-
víkurflugvelli og aðild íslands
að Nató, sem ofbeldi Breta í ís-
Ienskri landhelgi hefur komið
af stað, kann að verða gagnleg.
Hún vekur til umhugsunar og
opnar vonandi hugi margra fyr-
ir þeirri staðreynd, að hlutverk
Natós á Islandi með tilstyrk
Bandaríkjahers er hið sama og
í öðrum löndum Vestur-
Evrópu: Að vernda innlent og
erlent afturhald og auðstétt og
halda í skefjum, eftir því sem
þurfa þykir, hverri Jxárri hreyf-
ingu og pólitískri framkvæmd,
sem talin er alvarleg ógnun við
forræði ráðandi stéttar og að-
stöðu til auðsöfnunar og yfir-
drottnunar. Verum minnugir
Jsess, herstöðvaandstæðingar, að
forusturíkið í Nató er hið sama
og hér hefur setið með her sinn
nær óslitið allt frá stríðslokum.
Vinnum að því ótrauðir, að
opna augu sem flestra samlanda
okkar fyrir réttmæti og sjálf-
sagðri framkvæmd þeirrar
stefnu að Island fari úr Nató og
vísi hernum burt.
Almennur fundur
herstöðvaa ndstæðinga
Miðnefnd herstöðvaandstæðinga boðar
stuðningsmenn baráttunnar gegn
erlendum herstöðvum hér á Islandi
til almenns fundar á
HÓTEL BORG, sunnudaginn 8.
febrúar kl. 15,30 — hálf fjögur.
DAGSKRÁ:
1. Vésteinn Ólason: ísland og Atlantshafs-
bandalagið.
2. Dagur Þorleifsson: Eru kjarnorkuvopn
á Islandi?
3. Baráttusöngvar.
4. Skýrsla um starf miðnefndar.
5. Almennar umræður og fyrirspurnir.
Fjölmennið og mætið stundvíslega
MIÐNEFND.
J