Dagfari - 01.12.1980, Blaðsíða 8

Dagfari - 01.12.1980, Blaðsíða 8
innrásinni 1169 voru fyrstu skref Breta til heimsveldis stigin; og þær aðferðir stjóm- unar og yfirdrottnunar, sem þar æxluðust hafa síðan verið fyrirmynd hvar og hvenær sem Bretar hafa leikið sama leikinn. Þess vegna má telja írland tilraunasvæði breska heimsveldisins. Því má heldur ekki gleyma að á sama tíma hefur lengsta þjóðfrelsisbarátta sögunnar átt sér stað á írlandi. I fyrstu var mörg mannskæð hildi háð. Syðri héruðin unnust fyrst, en það var ekki fyrr en 1607 að sigur vannst á norð- austurhominu, en þar hafði andstaðan reynst seigust. Fljótt kom á daginn að ódýrasta og áhrifaríkasta leiðin til yfirdrottnunar lá í eðli nýlendustofnunar. Henni var fyrst hrint skipulega af stað 1601 af þáverandi Breta- konungi James I (Ulster Plantation Acts), sem kom útvöldu vildarliði sínu niður á arð- bærasta jarðnæðið á eyjunni, í norðaustur hlutanum, Ulster. Líkt og þegar indjánar vom hraktir burt af jörðum sínum í Ameríku vom írar hraktir burt af sínu landi, sem svo var úthlutað að mestu til aðila af skoskum uppmna og í minna mæli til Englendinga (ath. James I var Skoti). Norður-írskir mótmælendur em af- komendur þessara landnema. Afkomendur frumbyggjanna vom og hafa verið kaþólskir og þess vegna varð trúin það, sem greindi á milli þessara tveggja hópa, í raun aðalsmerki þeirra, sem rændir höfðu verið landi sínu og eigum. Annars staðar hefur hörundslitur verið til aðgreiningar, hér var það trúin. Vilhjálmur konungur af Oraníu er enn hetja afkomenda landnemanna, vegna þess að hann var mótmælandi, sem farsællega vann sigur á James konungi II, sem var kaþólskur, og barðist með írskum afkomendum fmm- byggjanna. (Eitt helsta sameiningartákn Norður-írskra mótmælenda er nú Orange- reglan sem kennd er við Vilhjálm af Oraníu.) Um 1700 er aðeins 15 % lands í eigu Ira sjálfra sem þá vom um 80 % af íbúunum. Þessi geysilega tilfærsla á eignaraðild varð á tímum Cromwells 1640-1688. 1641 höfðu Irar snúist til skipulagðrar vopnaðrar andstöðu gegn Bretum, sem var bæld misk- unnarlaust niður. Cromwell útrýmdi síðan jafnvel minnstu andstöðu og hóf skipulagt land- og eignamám. Við Droghada var um 30.000 manns slátrað og þúsundir seldar í þrældóm og skipað út til Barbados. Aftur og aftur varð hin takmarkalausa kúgun á lands- mönnum rót til uppreisna, sem stjómin mætti jafnóðum með setningu ófriðarlaga, undir- okun og ofbeldi. Næsta meiriháttar uppreisn varð 1798 þegar Wolfe Tone, sem var mót- mælandi, leiddi félaga sína úr röðum iðn- rekenda og kaupmanna, ásamt vonglöðum óbreyttum borgurum til uppreisnar gegn stór- landeigendum í bandalagi við Breta, sem þótt undarlegt megi teljast, voru tregir til og beittu sér jafnvel gegn hvers.konar framfaraáætl- unum iðnaðar í landinu. Til að mæta þessari ólgu og uppreisn beittu Bretar ekki einungis hemaðarbrögðum, heldur einnig aðskilnað- arstefnu. Þeir gripu til þess bragðs að beita trúarlegum forsendum til að kljúfa og sigrast á þessari breiðfylkingu, sem nefnd er United Irishmen. Knoxhershöfðingilétsnemmaíljós að þannig yrði að haga málum að alið yrði á hvers kyns ágreiningi og sundurlyndi, sem óumflýjanlega var til í breiðfylkingunni. Þetta bar tilætlaðan árangur. Árás Olivers Cromwell á Droghada 1649, eins og hún er sýnd í samtíma tréristu. „Hvarendarþetta?“spyrErinn, tákn írlands. „ Á40árumhef ég Fjöldamorðin sem fylgdu í kjölfar árásarinnar voru liður í að skelfa íbúana. skilja eftir þá gömlu og sjúku, til þess eins að gráta og deyja.

x

Dagfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagfari
https://timarit.is/publication/968

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.