Dagfari - 01.12.1980, Blaðsíða 37

Dagfari - 01.12.1980, Blaðsíða 37
Öryggismálanefnd Alþingis Öryggismálanefnd þingsins hefur nefnda mest verið í fréttum undan- farin misseri og það að vonum. Uppljóstranir hlutlausra rannsókn- araðila, íslenskra sem erlendra, þar sem hulunni var svipt af áratuga- löngum ósannindum íslenskra ráðamanna, um að herstöðin ameríska væri svo til meinlaus með öllu, komu mörgum í opna skjöldu. Herstöðvaandstæðingar hvöttu til opinnar umræðu um kjamorku- vopn á Miðnesheiði og töldust reiðubúnir að setja málið í deiglu. Varðbergsmenn í hernámsflokk- unum þremur vildu hins vegar sem minnst um þetta mál fjalla. Réðust m. a. harkalega á hlutleysi ríkis- útvarpsins og kröfðust þess að á þeim vettvangi létu menn sem um- ræðan hefði aldrei af stað farið. Þögnin ein átti nú sem oft endra- nær að hafa síðasta orðið. - Hámæli síðasta sumars um kjamorkuvopn á Keflavíkurflug- velli leiða hugann að tilurð þess- arar sk. Öryggismálanefndar, hvaða hlutverki hún eigi að þjóna og um leið til hvers við getum ætl- ast af henni. Baráttan gegn herstöðvum á íslandi hefur í áratugi einkum verið rekin á þjóðemislegum grundvelli. Þjóðernistilfinning stórs hluta þjóð- arinnar hefur fyrst og fremst ráðið afstöðunni en á móti oft skort djúp- stæðari rök fyrir andstöðunni. Létt- vægir tilburðir hafa verið hafðir uppi um að rekja t. d. efnahagsleg- ar og pólitískar forsendur þess að hér er erlend herstöð. En samtök- um herstöðvaandstæðinga gegn- um tíðina hefur ekki tekist, nema þá á allra síðustu árum, að tengja herstöðvamálið þeim pólitíska veruleika sem þjóðin er að fást við. Afleiðingin hefur verið sú að bar- áttan gegn herstöðvunum hefur einangrast og þorri stjómmála- manna allra flokka hefur ekki séð sér hag í því að berjast fyrir brottför hersins eða umræðum um hlutverk hans og tilgang. A meðan þetta ástand hefur varað, er ljóst að her- stöðvasinnar á stjórnmálasviðinu, hafa reynt að einoka alla upplýs- ingamiðlun um tilgang og mikil- vægi herstöðvarinnar. Þeir hafa menn á launum í þessum tilgangi og ekki má gleyma sérstökum launuðum starfsmanni NATO á íslandi, sem vinnur við það 8 tíma á dag að sannfæra okkur um nauð- syn þess að við flækjumst enn meir en orðið er í hagsmunanet hinna vestrænu stórvelda. Sú staðreynd kann að reynast mörgum þungbær, en staðreynd samt, að þrátt fyrir 40 ára sambýli Islendinga við herinn, hefur íslenskum stjómvöldum aldrei þótt ástæða til að koma á fót innlend- um, óháðum rannsóknaraðila, sem væri í stakk búinn til að kveða á um sannleiksgildi staðhæfinga hinna erlendu stórvelda um her- stöðvarnar. Islenskir stjómmála- menn hafa margoft á þessum 4 áratugum gert sig að viðundrum á alþjóðavettvangi vegna barnslegr- ar oftrúar á skýringar útlendra embættis- og stjórnmálamanna. Yfirlýsingar núverandi utanríkis- ráðherra um að engar kjamorku- sprengjur væru suður á Roms- hvalanesi, em sem kunnugt er að- eins bergmál sams konar yfirlýs- inga frá fyrirrennurum hans. Ekki vegna þess að þessir dánumenn hafi haft aðgang að óyggjandi upp- lýsingum þar um heldur einungis vegna þess að starfsmenn banda- ríkjahers og stjómarherrar NATO, hafa sagt þeim að svo sé ekki! Af þessum sökum m. a. kom fram sú hugmynd í stjórnarmynd- unarviðræðunum sumarið 1978, að setja á stofn nefnd á vegum alþingis, er hefði fjármagn og næg- an mannafla til að setja í gang alís- lenskar athuganir á því hvort eða hvemig samstarfinu við aðra um vamir landsins, skyldi háttað. Upp úr þessum drögum varð Öryggis- málanefndin svokallaða til. Margir herstöðvaandstæðingar hafa látið í ljós efasemdir um til- gang og nytsemi slíks nefndastarfs. Bent á að í stað fjöldabaráttunnar væri verið að draga herstöðvamál- ið endanlega undir skör alþingis og þeirra er þar sitja. Að með þessum hætti birtist oftrú Alþýðubanda- lagsins á þingræðið og nefndafarg- anið. Hvað sem um þessar aðfinnslur má segja, er ljóst að furðuhljótt var um nefnd þessa þar til skýrsla hennar um kjamorkuvopn á Kefla- víkurflugvelli birtist í sumar. Nefnd- armenn hafa ekkert viljað láta hafa eftir sér um gang mála og starfs- maður nefndarinnar hefur ekki verið til viðræðna í fjölmiðlum. Dagfari hafði fullan hug á því að frétta frá nefndarmönnum hvað væri á döfinni, og eftir langa mæðu tókst að fá Ólaf Ragnar Grímsson, varaformann nefndarinnar til við- ræðna um það sem áunnist hefði með nefndarskipan þessari og hvers væri að vænta. DAGFARI 37

x

Dagfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagfari
https://timarit.is/publication/968

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.