Dagfari - 15.04.1998, Blaðsíða 3

Dagfari - 15.04.1998, Blaðsíða 3
og nú skal færa út kvíarnar, þó að hinn upprunalegi óvinur sé ekki lengur líklegur til stórræðanna. Og þó að tilvist þessa hernaðar- bandalags komi ekki í veg íyrir að Evrópumenn stundi miskunnarlaus grimmdarverk hver á öðrum við húsgaflinn og aðildarþjóð fremji morð og misþyrmingar á saklausu fólki í næsta nágrenni. Ennþá telja íslenskir stjórnmálamenn það mikilvægt að við séum hluti af hern- aðarbandalagi af því að allir hinir eru það. Ennþá samþykkja ís- lenskir stjórnmálamenn að svelta milljónir saklausra barna til að þóknast erlendum stórveldum. Samviskan veldur þeim engu hugar- angri, því forsenda þess að menn hafi samvisku er að þeir hugsi. Siðferðisvitundin angrar ekki dýrin í mörkinni að því er sagt er, vegna þess að þeim var líklega ekki vitið gefið. Okkur viti bornu fólki ætti hins vegar vart að vera nokkuð að vanbúnaði að nýta okkur sérstöð- una. Frelsi, jafnrétti, bræðralag Góðir félagar og vinir. Ég fann fyrir þessu frelsi í garðinum í Washington og ég hugsaði til félaganna heima og félaganna um heim allan sem reyndu það sem þeir gátu til að stöðva hryllinginn í Víetnam. Fann íyrir því bræðralagi sem tengdi okkur saman í barátt- unni fýrir friði og jafnrétti allra manna, fyrir þeirri einu velsæld sem felst í ást og kærleika mannanna hvers til annars og jarðarinnar sem þeim var gefin. Þá velsæld er varla að finna á fúndum í NATÓ eða öðrum slíkum samtökum. Samtök herstöðvaandstæðinga hafa enn verk að vinna, við að láta ekki varpa ryki breyttra aðstæðna í veröldinni í augu manna. Grundvallaratriði í mannlegum samskiptum eru óbreytt. Engin mann- eskja með fúllu viti og þar af leiðandi með siðferðisvitund og sam- visku í sæmilegu lagi getur litið á hernað, morð og misþyrmingar sem lausn ágreiningsmála. Geri menn það er það afstaða sem menn taka af fúllri ábyrgð. Það er ekki þá afsökun að finna að þeir viti ekki hvað þeir gjöra. Góðir félagar, reynum enn að gera það sem við getum í baráttunni fýrir friði og mannsæmandi lífi allra manna. Þeirri baráttu lýkur aldrei því að hún er verkefni sérhvers hugsandi manns alla daga.

x

Dagfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagfari
https://timarit.is/publication/968

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.