Samstaða gegn her í landi - 01.02.1974, Page 5

Samstaða gegn her í landi - 01.02.1974, Page 5
5 GRYLA GAMLA ER DAUÐ í þesaari grein verÖa rakt- ar nokkrar kunnar staöreyndir, annars vegar um ástandiö x heim- inum fyrir svo sem 20-25 árum og hins vegar um ástandið nú. Af þessum staðreyndum veröa síö- an dregnar nokkrar einfaldar á- lyktanir. Þeir, sem hafa þegar gert sér grein fyrir þessum staðreyndum og merkingu þeirra, finna sjálfsagt enga nýja speki x greininni. Kalda stríðió Fyrir 20-25 árum voru sjálf- stæð ríki í heiminum miklu færri en nú. Þannig bættist 60. aö- ildarríkið í hóp Sameinuðu þjóð- anna í september 1950. Aðeins 4 Afríkuríki voru meðal þessara 60. Ríki Norður-Ameríku og Evr- ópu, að Sovétríkjunum meðtöldum, voru allsráðandi á alþjóðavett- vangi. Bandaríkin höfðu sloppið tiltölulega vel frá heimsstyrj- öldinni og voru óumdeilanlega orðin voldugasta ríki heims sök- um efnahags- og hernaðarlegra yfirburða. Á þessum árum skiptust flest sjálfstæð ríki heims í tvær fylkingar, sem stóðu gráar fyrir jiárnum hvor gegn annarri . Skipt- ingin réðst fyrst og fremst af afstöðunni til hins svokallaða heimskommúnisma, sem laut ótví- ræðri forustu Sovétríkjanna. Hlutléysi var tiltölulega sjald- gæft og taldist nánast til sér- visku . Þá giltu svo sannarlega hin fleygu orð:"Sá sem ekki er með mér, hann er á móti mér." Þessi sterku skil á alþjóða- vettvangi endurspegluðust í innanlandsmálum flestrá ríkja. Kommúnistaflokkurinn var að vxsu bannaðujr í forusturíki hins svokallaða vestræna heims, Banda- ríkjunum, og mörgum eru í fersku minni ofsóknir makkartíismans gegn nokkrum sérvitrum vísinda- og listamönnum, sem neituðu að fylgja hjörðinni kringum þá. í ýmsum löndum Vestur-Evrópu störfuðu hins vegar kommúnista- eða sósíalístaflokkar, sem að- hylltust m.a. alþjóðahyggju sósíalismans og litu á Sovét- ríkin bæði sem fyrirmynd og forusturíki sósíalismans í heim- inum. Þótt þessir flokkar væru að vísu yfirleitt ekki bannaðir, reyndu aðrir stjórnmálaflokkar að einangra þá eftir beztu getu og kölluðu sig gjarnan "lýðræðis- flokka" til aðgreiningar. Ein- staklingar úr "komma"-flokkum voru mjög litnir hornauga hvar sem þeir fóru og jafnvel bein- línis ofsóttir. Börn góðborgar- anna híuðu á krakka, sem höfðu slysast til að eignast meinta komma að foreldrum. Þetta var vissulega tímabil öflugs áróðurs og afdráttar- lausrar skoðanamyndunar á báða bóga, og mun það hafa valdið nafngiftinni "kalda stríðið". Áróðursvélar Vesturlanda otuðu að íbúunum svokallaðri Rússa- grýlu , sem var sko alls ekki nein fegurðardrottning þess ó- frýnilega kynstofns. Okkur var sagt, að Rússar væru firna vond- ir menn, sem ætluðu að leggja undir sig heiminn með góðu eða illu. Hafði Stalín þó lítið annað til saka unnið á alþjóða- vettvangi en að halda sig við þau hrossakaup, sem hann hafði gert við Roosevelt og Churhill m.^a. í Jalta í febrúar 1944 . Hér skal þó ekki fjölyrt um það, hvort rússagrýla kalda stríðs- ins hafi átt sér einhverja stoö í veruleikanum; hitt er alla- vega staöreynd, að æðimargir urðu til að trúa á grýluna. En síðan þetta var, hefur æði margt breyst, þótt ekki viröist allir ^era sér fulla grein fyrir.þvi. Ný vatnaskil Fjöldamargar fyrrverandi ný- lenduþjóðir hafa öðlast sjálf- stæði: aðildarríkjum Sameinuðu þjóðanna hefur t.d. fjölgað um róflega helming síðan 1950. Hin nýju ríki (þróunarlöndin) láta mjög til sín taka á al- þjóðavettvangi og hafa gerbreytt öllum vatnaskilum þar. Afríka, Asía og Suður-Ameríka eru ekki síður vettvangur heimsviðburða en eldri valdamiðstöðvar. Þróunarlöndin hafa langflest kosið sér hlutleysi í alþjóða- málum, eða m.ö.o. að leiða hjá sér valda- og áróðursstríð risa- veldanna eins og það var til skamms tíma. Jafnvel þau, sem hafa valið sér sósíalískt þjóð- skipulag innanlands, hafa ekki gert formleg bandalög við for- usturíki sósíalismans (sbr. t.d. KÚbu); Þetta hefur átt sinn þátt í að riðla hinni gömlu fylkingaskipan, þar sem allt snerist um afstöðuna til Moskvu og Washington. __ Dæmið um hlut- leysið hefur snúist við, þannig að nú telst það nánast til sér- visku,-í samfélagi þjóðanna, eða jafnvel undirlægjuháttar,að vera ekki hlutlaus. »Heimskommúnisminn« Það sem áður var kallað heims- kommúnismi, er nú varla til lengur, hvort sem mönnum líkar betur eða verr. Fjölmennasta þjóð veraldar, Kínverjar. keppir um forustu í hinum sós- íalíska heimi við Sovétríkin. Þessi tvö ríki hafa alið með sér aigeran fiandskap. Ýmis sósíalistaríki reyna að sigla sinn eigin sjó án þess að hlýða £ blindni fyrirskipunum herr- anna í Moskvu eða kollega þeirra í Peking. Svipað gildir um hina alþjóð- legu hreyfingu sósíalismans. Kommúnista- eða sósíalistaflokk- arnir á Vesturlöndum, sem áður "dönsuðu á línunni" frá Moskvu, hafa ýmist dáið drottni sínum, tapað öllu fylgi eða gerbreytt stefnu sinni að þessu leyti. Risið hafa upp öflugir sósía- listaflokkar, sem halda uppi óvæginni gagnrýni á Sovétríkin og stefna að eigin sósíalisma, er taki mið af aðstæðum í við- komandi landi án þess að apa neitt hrátt eftir erlendum fyr- irmyndum. Auk þess hefur komið fram sósíalísk stjórnarand- staða austan tjalds, fyrir utan þá andstöðu, sem afneitar sósíalisma og fjölmiðlum Vestur- landa verður tíðræddast um. »Lýðræðisöflin« Um leið og eining heimskomm- únismans hefur farið forgörðum með þessum hætti, hafa svipaðar breytingar orðið meðal "lýð- ræðisaflanna". I sjálfskipuðu höfuðvirki lýðræðisins, Banda- ríkjunum, hefur seint og um síð- ir risið upp öflug stjórnarand- staða, sem snýst um veigamikinn málefnaágreining, en ekki andlit á sjónvarpsskjá eða gervistjórn- málaflokka. Þessi stjórnarand- staða hefur m.a. flett ofan af baráttu Bandaríkjastjórnar gegn vindmyllum hins horfna heims- kommúnisma og sýnt fram á, að þar er í raun og veru verið aö berjast fyrir allt öðru en hug- sjónunum fögru, sem eru hafðar að yfirvarpi. Andstaðan gegn stríðsrekstri Bandaríkjastjórn- ar í Víetnam hefur orðið svo öfl- ug, að slíks munu fá eða engin dæmi £ mannkynssögunni; yfir- leitt hafa forsvarsmenn þj:óða ekki lagt út £ kostnaðarsamar og blóðugar styrjaldir nema þjóðin hafi getað talist sæmilega ein- huga að baki þeim. "Lýðræðis"-eða borgaraflokkar Vestur-Evrópu hafa l£ka breytzt. Þannig hafa a.m.k. flestir þeirra löngu hafnað kenningunni um heimskommúnisma Sovétrikjanna, sem muni hrynja saman innan frá, ef hann og allir áhangendur hans séu einangraðir nógu vendilega. Jafnhliða hafa' þeir dregið mjög £ efa forræðisrétt Bandar£kjanna £ svonefndum vestrænum heimi. Sjálfsagt veldur ■ V£etnamstr£ðið þar mestu um, en upp á siðkast- ið hafa bæst við heldur ógeð- felldar fregnir um spillingu og fleira góðgæti £ stjórnkerfi Bandar£kj anna. Nátttröllin Það sem hér hefur verið sagt um sinnaskipti borgaralegra aðila á Vesturlöndum, á við um langflesta þeirra. Sumum hefur þó orðið um megn að endurskoða afstöðu s£na £ ljósi nýrra að- stæðna; fyrirhafnarminnst er að stinga hausnum £ sandinn og halda sér fast £ barnatrúna. í £slensk- í £slenskum þjóðsögum er sagt frá nokkuð hliðstæðum fyrirbærum,n- sem nefnast nátttröll. Natttröll kalda strfðsins eru enn býsna mörg, þótt þeim fari sem betur fer fækkandi. Meðal dagblaða eru þau t.d. fágæt; hjá stærri þjóðum verður að leita nátttrölla £ hópd stað- bundinna smáblaða úti á landi. í íslandi bregður hins vegar svo við, að helsta nátttröllið er einmitt voldugasta dagblað landsins. Fáir skoðanabræður Banda- ríkjastjórnar eru svo harðsvir- aðir að t.d. v£etnamstr£ðið hafi ekki haft einhver áhrif á skoð- anir þeirra. Hér má þó finna undantekningu á eyjunni okkar. Fyrir u.þ.b. ári voru ýmsir helstu utanrikismálaspekingar Sambands ungra sjálfstæðismanna spurðir um það á ráðstefnu, hverju þetta fræga stríð hefði breytt um skoðanir þeirra. Þeir svöruðu með langlokum um stefnu- og skoðanabreytingar Bandarikja- stjórnar og ætluðu að lata þar við sitja, þar til þeim var vin- samlegast bent á hve sérkennileg "sjálfstæðisstefna" birtist £ slikri frammistöðu. Svo sem al- þjóð er kunnugt eru þessir sömu menn iðnastir allra við að saka aðra um meinta þjónkun við er- lend stórveldi. Helmingaskiptin Breytingarnár frá þáverandi til núverandi ástands eiga sér auðvitað margvislegar rætur. Ein þeirra felst £ afstöðu risaveld- anna hvors til annars og til um- heimsins. Málin hafa smám saman þróast £ það horf að risaveldin vilja eigna sér hvort sitt yfir- ráðsvæði og forðast allar breyt- ingar á helmingaskiptingu. í þeim heilaga tilgangi svifast þau einskis hvort á sinu svæði, svo sem dæmin sanna: Guatemala 1954, Ungverjaland 1956, Dómini- kanska lyðveldið 1965, Tékkósló- vakia 1968, Chile 1973. Jafn- framt l£ta risaveldin og þá eink- um Bandarikjamenn á sig sem eins konar sjálfskipaða alheimslög- reglu, sem skuli berja niður all- ar tilraunir til breytinga, hvar sem er £ heiminum. Þannig virð- ist Bandarikjastjórn telja lög- gæsluumdæmi sitt ná um allan heim, nema þá helst til sósia- listarikjanna. Meðan kalda striðið stóð sem hæst, sagðist hún berjast með kjafti og klóm fyrir "frelsi, lýðræði og sjálfs- ákvörðunarrétti"þessara r£kja, þótt l£tið færi fyrir baráttu sömu stjórnar fyrir þessum fogru hugsjónum annars staðar á hnett- inum, þar sem barátta af hennar hálfu hefði þó verið vænlegri til árangurs (sbr. v£etnamstr£ð- ið auk fyrrnefndra dæma). Nýja asta dæmið um lögregluhlutverk risaveldanna er annars str£ðið við botn Miðjarðarhafs £ október 1973, þar sem þau tóku opinskátt höndum saman til að tryggja sam- eiginlega hagsmuni s£na. Friösamleg sambúð Kjarninn £ hinum óskrifaða sáttmála um "friðsamlega sam- búð" risaveldanna er eftirfar- andi boöorð: "Þú mátt gera hvað sem þér sýnist á þ£nu yfirráða- svæði, ef þú leyfir mér að ráðsk- ast með m£na undirsáta". Þetta hefur s£ðan verið staðfest á táknrænan hátt með faðmlögum N&B og á raunhæfari hátt með samningum um alls konar sam- skipti. (Mundi Nixon selja Rúss- um hveiti £ stórum st£l, ef hann hefði jafnmikla skömm á þeim og Morgunblaðið?). Þegar við hugleiðum þessa hluti, skulum við ekki láta blekkjast af þv£, að risaveld- in kunna að sjá sér sameiginleg- Framhald á bls. 7. Kommúnistar kyngja H^mynd kver ju er — Kissingers líka í v4^&náiuir Bjiitn iV • oevarnaWáV ií»nto'<xShaí jr 99 Ui um -^dinúm vert,??. W. Mjög góð viðbrögð fólkí ' “ndirskriftasöfnun FINNAANDÍSERING”

x

Samstaða gegn her í landi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samstaða gegn her í landi
https://timarit.is/publication/969

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.