Barátta gegn herstöðvum

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Barátta gegn herstöðvum - 01.03.1974, Qupperneq 6

Barátta gegn herstöðvum - 01.03.1974, Qupperneq 6
6 BARÁTTA G6GH HERSTÖÐVUM Á tímum Gafíaranna Þeir vH'ia hofa bandarísha Her- stöð á (skmdL Þeér vilja hofa hér Nfósna- og rodarstöðvor út inn \ aHt tand. Þeir vHja lóta Bartda- ríkjomönnum í té hvers konar að- stööu fyrír kofbóta og önnur stríðstól. Þeir vilja standa trúir að baki Nató, hernaðarbondalaginu þar sem Bandaríkin eru prímus mótor. Þeir róa að því með oddi og egg að fella þó ríkisstjórn á Is- landi, sem hefur látið að því liggja, að hún vilji taka upp sjálf- stæða utanríkisstefnu og reka bandaríska herliðið úr landi. Þeir ganga fyr'r dyr hvers manns á fslandi og biðja um nafn hans á bænarskjal þar sem farið er fram á áframhaldandi veru herliðsins í landinu. Þeir reka gegndarlausan áróður í öflugum málgögnum kaupsýslu- stéttarinnar og Sjálfstæðisflokks- ins, málsvara peningavaldsins á fslandi. Þe'r hafa með sér félag, sem miðar að því að „efla vestræna samvinnu" — þ.e. dreifa áróðurs- bæklingum og kvikmyndum í þágu Nato milli þess sem stund- aðar eru drykkjuveizlur og ferða- lög á kostnað hernaðarbanda- lagsins. Þeir græða peninga á viðskipt- um við herliðið. Þeir tala um varið land og það vottar ekki fyrir kindarlegu brosi á andliti þeirra, þrátt fyrir það, að rök þeirra fyrir áratuga undir- lægjuhætti eru vindur einn. Þeir hafa svo lengi sem næstum helmingur þjóðarinnar hefur lifað, iðkað, svívirðilega sögufölsun. Gegndarlaust hafa þeir þyrlað ryki í augu fólks og nú er svo komið að tugir þúsunda rita nafn sitt á bænarskjalið í góðri trú og heldur að það sé að inna af hendi sjálfsagðan hlut. Seinna, þegar Islendingar hafa endanlega komist að raun um, hvað það er að vera sjálfstæð þjóð í eigin landi, þá verða okkar , fímar naumast skýrðir nema á einn hátt: Tímabil mannanna sem hímdu undir gafli. Þessa dagana gengur hundings- háttur þessara gaflara svo langt, nú kemur það svo vel í Ijós, hve smáar þær eru sálirnar sem sitja við háborðið í þeirri lágkúrulegu veislu sem hermangarar og flat- kratar hér á landi halda sjálfum sér, að maður skammast sín fyrir að segja um ósómann eitt orð op- inberlega. Er hægt að trúa því, að vera okkar í Nato og dvöl herliðsins hér á landi, sé mörgum mönnum þvílíkt sáluhjálparatriði, svo mikil- vægt, að þeir kosta stórfé og mannafla til að verja afstöðu sína ? Er hægt að trúa því að hagn- aður viss ráðandi hóps af pen- ingamangi við herliðið sé svo mikill að þeir selji sál sína fyrir hana? Ég get það ekki. Ég held að það sem hernáms- andstæðingar berjast við sé fyrst og fremst hugarfarsleg kórvilla. Ég held jafnvel að málsvarar hernaðarbandalagsins viti betur en þeir láta — en vegna uppeld- isáhrifa geti þeir ekki annað en hamast. Með endalausum skrifum sínum og hundingslegri framkomu í garð þeirra landa sinna sem öðru vísi hugsa, eru þeir í raun að fá útrás fyrir bældar kenndir. Þeir koma í útvarpið og segja: Heimurinn er bara svona, þið þessir ungu menn hafið ekki vit á pólitík. Gömlu mennirnir ráða bönkum okkar. Þeir ráða fjölmiðlunartækj- um okkar. Þeir ráða framleiðslu- tækjum okkar. Þeir velta sér upp úr peningum okkar. Og látum þá gera svo i góðri trú, því þeirra tími er raunverulega liðinn. Nátt- Framh. á bls. 7 „Hervernd44 — Framhatd af bfs. 7 ekhá geteð vaöiö im götur Bel- fast roeð hersveftir sínar og murkað niður jafnt húsmæður i mjólkurinnkaupam sem börn i boltaleik. Það er asmars hin merkasta kenning, að svo kallað vamar- leysi þjóðar gé ógnun við frið- sama nágrarma hennar. Hin her- fræðilega tómarúmskenning hef- ur hún verið kölluð. Hún varð á sfmrm tfma til í höfðum manna, sem hðfðu lífsviðurværi sitt af hemaðarofbeldi á eiinti eða annan hátt. Slikir merm iifa I þvi tóma- rúmi, sem nefnt hefur verið „terrorballansiníi“ eða Jafnvægi Ógnarinnar. Hugsahr og gerðir sfíkra manna einkennast fyrst og fremst af þvf, að þeár lifa I óttanum og trúa á ofbeldið. Enginn skyldi þiggja hollráð af slíkum mönn- ttm, hvað þá trúa þeim fyrir ör- yggi þjóðar shinar. Það er einm- itt óttinn og trúin á hemaðar- ofbeldi, sem mest hefur ein- kennt sefasjúkan málaflutning þeiarra afturhaldsafla, sem undan- farna mánuði hafa verið á far- aldsfæti um þéttbýlissvæði lands- his að safna undirskriftum fyrir ævavarandi bandarfskri hersetu á Istendi. Stjómarhættir til fyrirmyndar. 1 upphafi varpaði ég fram þeirri spumingu, hvort nokkurj þjóð gæti mælt varnarmátt sinn i erlendum herstyrk. Víkjum nú nánar að þessu atr- iði. Bandarikjunum var á sfnum tíma falið að sjá um öryggi Islendinga vegna þess að þau vora mesta lýðræðisþjóð f heimi að mati þeirra, er að vamar- sáttmálanum stóðu. Nú á tímum hvarflar það ekki að nokkmm heilvita manni að halda þvi fram, að Bandaríkin séu mesta lýðræðisriki I heimi. Þvert á móti em æðstu valdhafar Bandarfkjanna nú orðnir opin- berlega yfirlýstir glæpamenn, sem hafa komist til valda með svikum og mútum. Mér er spum, hefur þetta ekk- ert raskað hinum svo kallaða vamarmætti okkar? Ef það, sem gerst hefur í ut- anríkis- og innanríkismálum Bandaríkjanna sl. aldarfjórðung hefur ekki breytt vamargildi herstöðvarinnar að mati ein- hverra manna, þá er það einfald- lega vegna þess, að þessir sömu menn Mta í einu og öllu á stríðs- rekstur og svikafen bandarískra valdhafa sem eðlilega og nauð- synlega hluti. Það eru votergeitkandídatar fslensku þjóðarinnar, sem halda þvf fram, að hið botnlausa svika- fen og loddaraleikur, sem nm- lykur bandarísk stjórnvöld, komi ekki vamarmálum íslands við. „Varin alþýða“. Það vita allir, sem vilja vita, að valdarán hersins í Grikklandi 1967 var framið samkvæmt sér- stakri áætlun, sem unnin hafði verið á vegum NATO, og kennd yar við Prómóþeus. Gríski her- iim var vopnaður bandarískum vopnum, og yfirmenu hans voru fyrrverandi starfsmenn banda- rísku leyniþjónustunnar. Það vita allir, sem vilja vita, að Bamdaríkjastjóm hefur veitt grísku fasistastjóminni þann stuðning, sem hefur verið henni nauðsynlegur til þess að halda velli. Og hvað hafa Bandaríkin fengið í staðinn? Jú, þau hafa fengið herstöðvar. Einhverjar mestu flotastöðvar Bandaríkja- hers á Miðfjarðarhafi em nú i Grikklandi. Fyrir nokkmm mán- uðum gerðist það, að gríska stjómin sendi skriðdreka gegn ó- vopnuðum námsmönnum I tækni skólanum I Aþenu og myrti á 3. hundrað ungra manna. Banda- rískur her hefur ekki tryggt grísku þjóðini öryggi. Hann hefur hins vegar tryggt fá- mennatí stétt eignamanna að- stöðu til kúguar og ofbeldisverka á þjóðinni. í raun og veru stafar okkur sama ógn af bandarískum her- stöðvum á íslandi, og grísku þjóðinni f Grikklandi. Og öryggi okkar verður þvf hættara, þeim mun dýpra sem hinir bandarísku vadlhafar sökkva niður I svikakafenið. Það er stigsmunur en ekki eðlismuur á þeim boðbemm svo kallaðrar vestrænnar samvinnu og lýðræðis, er nýlega hafa látið út úr sér, að vissir skoðanahópar á Islandi eiga ekki tilvemrétt, og þeim grísku valdhöfum, er enda skriðdreka á vopnlausa námsmenn í skjóli badarískrar hervemdar. Látum við hræða okkur til hlýðni. Mér þykir rétt að taka það fram, að þótt ég hafi hér hvorki minnst á flotastyrk Sovétríkj- anna né hina s. k. Finnlandi seringu Islands, þá er það ekki vegna þess, að ég fylli þamn draugaflokk er nú vinnur leynt og ljóst að þvi að koma Islandi undir harðstjóm hinnar rússn- esku ógnvalda og senda aila sanna lýðræðissinna á Islandi til Arkipelag Gúlag. Sá draugaflokkur lifir að mínu viti einungis á síðum Morgun- blaðsins og í hugarheimum þeirra varðhunda Nixons, sem tekið hafa sér stöðu undir fánum „Varins Lands“. Að lokum þetta: Þau peninga- Öfl hér á Islandi, sem undanfar- ið hafa notað allan sinn áróðurs- mátt til þess að sefja þjóðina upp í óráðskennda hræðslu og undir- gefni við bandarískar vigvélar, hafa með atferii sfnu gert aðför að sjálfsvirðingu sérhvers þess manns, sem nokkum timan hef- ur á annað borð ætlað sér að standa uppréttur. Þessi peninga- öfl, sem lifa í óttanum og trúa á ofbeldið munu fyrr en seinna lúta í lægra haldi, þvf Islenskri alþýðu hefur lengst af verið annað hefur gefið en að láta kúga sig til undirgefni af hræðslu við hin óræðu máttarvöld, hvort sem þau hafa borið heitið Kölski, Móri eða Rússneska grýlan. Ólafur Gíslasou Ó.G. Að búa í hernumdu landi Að búa í hernumdu landi er eins og að spila á spil með spekingslegum svip og taka í nefið. (Og allt með glöðu geði er gjarnan sett að veði). Og þótt þú tapir, það gerir ekkert til, því það er nefnilega vitlaust gefið. (Stælt eftir Stein Steinairr) Jóhann E. Fr'imann: Þú veizt hvað þú vilt Veiztu ekki svarta; vora heimsku samtíð? Viltu ekki bjarta; vorra niðja framtíð? Viltu þá játa; vestur-heimskan Sam? Viltu þá láta; stríð í Víet-Nam? Viltu ekki beygja; blökkumanna lýð? Viltu ekki heyja; heimsins versta stríð? Vilíu' ekki gefa; grískum böðli grið? Viltu ekki í hnefa; hafa réttlætið? Veiztu ekki í blóði; er böðuð þeirra slóð? Veiztu ekki góði; í Víet-Nam er þjóð? Viltu ekki láta; vana íslands hlini? Viltu ekki dáta; eiga að tengdasyni? Viltu ekki feiga; vora tungu og ritin? Viltu ekki eiga; velktan dal og skitinn? Viltu ekki brjóta; vora jörð og friða? Viltu ekki njóta; vorra fiskimiða? Viltu ekki njóta; N ato-verndarinnar? Viltu ekki brjóta; vöggu dóttur þinnar? Veiztu að til friðar; fæddist barn um Jólin? Veiztu að til viðar; í vestri gengur Sólin?

x

Barátta gegn herstöðvum

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Barátta gegn herstöðvum
https://timarit.is/publication/971

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.