Aðventfréttir - 01.02.1989, Blaðsíða 1
AÐVENT
1/2 1989
FRGTTIR
KAÞÓLSKIR OG MÓTMÆLENDUR:
BILIÐ BRÚAÐ
Eftir Samuele Bacchiocchi
Við komu páfa til Bandaríkjanna
gaf að líta miljónir mótmælenda
ásamt öðrum eins fjölda ka-
þólskra samlanda þeirra, sem
fögnuðu komu hans. Líta verður
á atburðinn sem áþreifanlega
sönnun þess að bilið milli mót-
mælenda og kaþólskra fer
minnkandi. Ennfremur verður
ekki fram hjá því litið að leið-
togar mótmælenda lögðu ofur-
kapp á að ná fundi páfa og
stofna til gagnkvæma viðræðna
við kaþólsku kirkjuna. Bendir það
til þess að bilið er ekki einungis
brúað í huga almennings heldur
einnig hærra í metorðastiganum.
Þessi viðleitni til sameiningar í
framkvæmd milli mótmælenda og
kaþólskra á sér fremur stutta
sögu. Kemur hún reyndar mörg-
um sagnfræðingum og talsmönn-
um samkirkjuhreyfingarinnar á
óvart. Fyrir um þrjátíu árum ól
mótmælendahreyfingin á tor-
tryggni, jafnvel fjandskap gagn-
vart kaþólskunni almennt og sér
í lagi páfaveldinu. Á þeim tíma
hefðu fúlegg beðið skrúðgöngu
páfa ef hann hefði heimsótt
Bandaríkin en ekki fagnandi
hendur.
Fyrir þrjátíu árum hefði verið
óhugsandi að Bandaríkin viður-
kenndu Vatíkanið sem pólitískt
afl. Árið 1951 varð þáverandi
forseti Bandaríkjanna, Harry
Truman að falla frá áætlun sinni
um að skipa M. Clark,hers-
höfðingja, sendiherra í
Vatíkaninu vegna andspyrnu
mótmælenda í landinu. Dundu á
embættinu mótmælabréf, skeyti
og upphringingar. Síðan gerist
það 1984 að þáverandi forseti, R.
Reagan, náði að viðurkenna
Vatíkanið með því að útnefna
W.Wilson, þingfulltrúa, sem
sérlegan sendiherra Banda-
ríkjanna hjá páfa. Við þeirri
útnefningu urðu næsta hljóðlát
mótmæli mótmælenda.
Þessi kúvending á afstöðu mót-
mælenda gagnvart páfanum og
kaþólsku kirkjunni kemur
Sjöunda dags aðventistum engan
veginn á óvart. Hreyfingin hefur
haldið því fram í rúma öld, að
mótmælendahreyfingin í Banda-
rikjunum muni á sínum tíma
ganga fram fyrir skjöldu í að
brúa bilið milli þessara kirkju-
deilda og auka samvinnuna við
Róm. Til grundvallar liggur spá-
dómsorð Ritningarinnar.
í fyllingu tímans. Þann 10.
september, 1987, bundust þessar
kirkjudeildir böndum svo að séð
varð, þegar R. Reagan, forseti
Bandaríkjanna, tók persónulega á
móti páfa á Miami, er hann bauð
hann velkominn til Banda-
ríkjanna sem ekki einungis
andlegan hirði kaþólskra heldur
þjóðarinnar í heild. Það er eftir
því tekið, að þetta er í fyrsta
skipti í sögunni sem forseti
Bandaríkjanna fer frá eigin
höfuðstöðvum til að taka á móti
trúarleiðtoga. í ávarpi sínu til
Um 2500 kardinálar, erkibiskupar og biskupar samankomnir við
setningarathöfn annars Vatíkanþingsins árið 1962. Þing þetta
markaði timamót hvað varðar afstöðu Rómversk-kaþólskra
gagnvart öðrum kirkjudeildum.