Aðventfréttir - 01.02.1989, Page 5

Aðventfréttir - 01.02.1989, Page 5
5 til Englands. Þetta leiddi til þess að hið rómverska afbrigði kristindómsins kom til Bretlands- eyja. í Þýskalandi varð starf Bonifatiusar til þess að kristin- dómurinn komst undir yfirráð Rómar. Sagt er að Bonifatiusi hafi hryllt við einstaklingshyggju eða þjóðernislegu sjálfstæði innan kirkjulífsins. í huga hans var ekki um annan raunverulegan kristindóm að ræða en trú hinnar rómversku kirkju. Hann þröngvaði Þýskalandi til undirgefni við Róm á sama hátt og gerst hafði í Englandi. í hans huga voru allir þeir er störfuðu án leyfis páfa hættulegir daglaunamenn, þjófar og ræningjar "sem komu ekki um dyrnar...heldur fóru yfir annars staðar." Kenningin um öflin tvö Smám saman varð til innan kirkjunnar guðfræðileg skýring sem réttlætti ásókn hennar í veraldlegt vald: kenningin um hið tvískipta vald, hið andlega og hið veraldlega. Páfar miðalda reyndu að sameina þetta. Þeir höfðuðu til skilnings þess tíma sem leit svo á að alheimurinn væri ein heild og að hinn alvaldi Guð stæði ofar öllum valdakerfum þessa heims. Páfaveldið hafði snemma náð völdum innan hins andlega svið. Ein af röksemdunum fyrir þessu var leiðtogastaða presta- stéttarinnar innan hins gyðing- lega guðveldis. Einnig voru færð rök fyrir því að mikilvægara væri að stuðla að frelsun einstaklinga en að stýra jarðneskum lífsmáta þeirra. Enn frekar var því haldið fram að konungurinn væri einungis leikamaður og að kirkjan hefði því vald til þess að setja ofan í við hann og hegna honum ef með þyrfti. Með öðrum orðum: ríkið er af þessum heimi en kirkjan er af guðdómlegum uppruna. "Á miðöldum var kirkjan ekki einungis ríki, hún var ríkið. Ríkisvaidið var lítið meira en lögreglu- vald." Klerkur og konungur Áður en Gregor VII (1073-1085) tók við embætti páfa lýsti heilagur Pétur Damian (1007- 1072) sambandinu milli presta- stéttarinnar og hinu borgaralega yfirvaldi á eftirfarandi hátt: Konungurinn á að vera til staðar í biskup Rómar og biskupinn í konunginum. Frumhugmynd hans var þó að biskupinn væri konunginum æðri. Humbert kardináli (látinn 1061) nýtti sér sambandið milli líkama og sálar til þess að lýsa sambandinu milli kirkjulegs og veraldlegs valds. Hann hélt því fram að það væri hlutverk hins andlega valds, sem hins stefnumarkandi krafts í líkama kristindómsins, að ákveða hvað gera skyldi, og að það væri hlutverk hins veraldlega valds að sjá um framkvæmdina. Samband sólar og tungls var á miðöldum einnig notað til skýringar. Á sama hátt og sólin skín skærar en tunglið upplýsir hið andlega vald hið veraldlega. Sagnfræðingurinn Otto Gierke lýsir á eftirfarandi hátt einni af pólitískum kenningum miðalda: "Sem staðgengill Krists á jörðunni er höfuð kirkjunnar einnig hið eina höfuð mannkyns. Páfinn fer í raun réttri með vald yfir samfélagi allra dauðlegra einstaklinga. Hann er prestur þeirra og konungur, andlegur og veraldlegur fursti þeirra, löggjafi og æðsti dómari." Upplausn Rómarveldis og hinn hraði vöxtur kristindómsins varð til þess að biskup Rómarborgar varð stundum valdameiri en þjóðhöfðingjar hinna kristnu þjóða. Á miðöldum var kirkjan ekki einungis ríki, hún var ríkið. Ríkisvaldið varð lítið meira en lögregluvald. Á miðöldum eignaði kirkjan sér réttindi hins forna Rómarveldis og varð pólitísk stofnun. Sverðið var notað á vegum kirkjunnar og samkvæmt fyrirskipunum hennar. Krossferðirnar og ný markmið Krossferðirnar stuðluðu að því að stjórn Evrópu fór úr höndum keisara í hendur Páfa og hafði þannig bein áhrif á þróun mála hvað varðar æðstavald páfaríkis. George A. Campell skrifar: "Fyrsta krossferðin var örþrifaráð kirkjunnar til þess að endurreisa það vald hennar sem hafði farið forgörðum. Árangur krossferðarinnar fór langt fram úr væntingum Úrbans páfa." Árangur krossferðanna kom af stað þróun innan prestastétt- arinnar er enn frekari áhugi kom í ljós í áttina að pólitískri skipulagningu. Það var þessi neisti sem hratt krossferðunum af stað og gerði páfunum kleift að stjórna trúarstríði sem þjónaði þeirra eigin tilgangi. Mannkynssagan f deiglunni Staða páfa sem æðsta vald skerptist enn frekar er hann tók að krýna þjóðhöfðingja, nokkuð sem bar þess vott að hann þráði að sölsa undir sig vald þeirra. Krýning Karlamagnúsar árið 800 er álitinn einn mikilvægasti viðburður miðaldanna. Sumir álíta að margt í mannkynssögunni hefði orðið öðruvísi hefði þessi viðburður ekki átt sér stað. Karlamagnús leit á páfan sem æðsta guðsmann kirkjunnar. En sú mynd sem lifir í hugskoti seinni kynslóða er einunis af Aðventfréttir 1-2 1989

x

Aðventfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Aðventfréttir
https://timarit.is/publication/973

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.