Aðventfréttir - 01.02.1989, Page 2

Aðventfréttir - 01.02.1989, Page 2
2 Þáverandi forseti Bandaríkjanna, Ronald Reagan og kona hans Nancy komu lil Miami, Florida, gagngert til þess að taka á móti Jóhannesi Páli II páfa við komu hans til Bandaríkjanna. páfa hvatti forsetinn hann til að mæla til þjóðarinnar hvað honum helst bauð. "Þá er þér áminnið oss," sagði forsetinn, "munum vér hlusta. Það er vor einlæg þrá að gjöra vort góða land enn betra." Hvað veldur gjörbreyttu viðhorfi í samskiptum mótmælenda og kaþólskra? Hvaða aðferðum hefur kaþólska kirkjan beitt til þess að brúa bilið og jafnframt auka veg og vanda páfans sem hins and- lega leiðtoga, bæði kaþólskra og almennt út fyrir raðir hennar? Greinilegt er að þættirnir eru margir og sumir hverjir ill- greinanlegir. Hér munu tilgreind- ir sjö þeirra sem teljast mest áberandi. ÞÆTTIR SEM BRÚA BILIÐ 1. Síðara Vatíkanþingið. Mörg þau gögn sem rætur eiga að rekja til þessa kirkjuþings, s.s Álitsgerð um samkirkiuhrevfing- una (Unitatis Redintegratio) frá 21. nóvember, 1964, hafa rutt veginn fyrir aukinni samvinnu innan kirkju- deildanna. Um er að ræða aukin samskipti bæði út frá kenning- arlegu sjónarmiði og hvað varðar leikmenn. Snar þáttur þessa er endurmat samkirkjuhreyfingar- innar meðal mótmælenda. Kaþólska kirkjan stigur stórt skref til sátta er hún í álits- gerðinni viðurkennir guðfræði- lega tilvist annarra kirkjudeilda. Hefðbundin stefna kaþólsku kirkjunnar er andhverfa fyrr greindrar stefnu en samkvæmt henni er engrar sáluhjálpar að vænta utan kaþólsku kirkjunnar. (Boniface páfi VIII,"Unam Sanctum.") 2. Umburðarlyndi. Mótsagna gætir í stefnu kaþólsku kirkj- unnar gagnvart eigin þegnum og þeim sem eru utan hennar. Kirkjan væntir guðhræðslu og grandvarleika í hvívetna af þegnum sínum, jafnhliða því sem hún lokar augunum fyrir ýmsu gagnvart utanaðkomandi. Mót- mælendur eru ekki lengur villu- trúarmenn heldur aðskildir bræð- ur og systur í Kristi. Álitsgerðin frá 1964 undirstrikar nýja stefnu kirkjunnar. í 11. kafla þeirrar álitsgerðar segir að innan ka- þólska kenningarkerfisins gildi stigmögnun sannleikans, vegna þess hversu trúargrundvöllurinn er margbreytilegur. í þessu felst að innan kaþólsku kirkjunnar er að finna hina sönnu trú, en innan annarra kirkjudeilda einungis forstig sannrar trúar. Þannig getur kaþólska kirkjan nálgast aðrar kirkjudeildir með því að skilgreina guðfræði þeirra í ljósi stigmögnunar. Eining kirkjudeilda felst þannig í margvísleikanum en ekki með því að fella þær allar undir sama hattinn. Til þess að ná fram þessari einingu verður áherslan sífellt meiri á félagslega þáttinn, meðan kenningalegi þátturinn rykfellur. Grundvallaratriði fagnaðarerindisins falla í skugg- ann. 3. Hlutverk páfans í samkirkju- legum skilningi. Staða páfans hefur til þessa verið helsta hindrun einingar kristinna manna. Nú þróast málin þannig að fremur er litið á páfa sem mögulegt einingartákn hinnar sameinuðu kirkju en hindrun. Utanaðkomandi gætu þannig með- tekið umbreytt hlutverk páfans jafnhliða því sem hans fyrra tákn gilti meðal kaþólskra. Þær viðræður sem fram fara milli lútersku og kaþólsku kirkjunnar fela í sér páfadóm sem nýjan gjörðan í ljósi fagnaðarerind- isins. Kaþólska kirkjan mun krefjast þess af öðrum kirkju- deildum að þær viðurkenni frum- kenninguna um páfann sem kveð- ur ekki á um óskeikulleika hans. (Fyrra Vatíkanþingið 1870). Heiðin lönd falla undir sérstakan málaflokk kaþólsku kirkjunnar. Grundvöllur að núverandi stefnu þar að lútandi var lagður af Tómasi frá Aquino, sem benti á opinberun Guðs í náttúrunni þeim til handa er njóta ekki biblíulegrar uppfræðslu eða opinberunar. Sú stefna kaþólsku kirkjunnar að gera mismunandi kröfur til kaþólskra og þeirra sem utanaðkomandi eru skilar henni vel áleiðis í sáttamálum útá við. Páfinn hlýtur víða heitið framh. á bls. 7 Aðventfréttir 1-2 1989

x

Aðventfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Aðventfréttir
https://timarit.is/publication/973

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.