Aðventfréttir - 01.02.1989, Síða 7

Aðventfréttir - 01.02.1989, Síða 7
7 framh. af bls. 2 Papa urbis et orbis þ.e. andlegur faðir heima og um heim allan. 4. Heimssýn og heimsátak páf- ans. Viðhorf páfans koma berlega í ljós í hinum fjölmörgu ávörp- um sem hann hefur flutt um heim allan: Friður, bræðralag, réttlæti, afvopnun, virðing fyrir manninum og þá sérstaklega áhersla á samúð með þeim sem líða skort og mega síns lítils. í ávarpi sínu til Bandarísku þjóð- arinnar þ. 10. september, 1987, sagði páfinn m.a: "Ég kem sem vinur, vinur Bandaríkjanna og bandarísku þjóðarinnar, róm- versk-kaþólskra, grísk-kaþólskra, mótmælenda og Gyðinga, vinur allra góðra manna óháð trúar- játningu þeirra." Meðan á heimsókninni til Banda- ríkjanna stóð notaði páfinn tæki- færið og styrkti ímynd sína sem helsti trúarleiðtogi heimsins á okkar tímum með því m.a. að funda með leiðtogum hinna fjöl- mörgu kirkjudeilda, hvort heldur af vestrænum eða austrænum toga. Á hverju ári býður Vatí- kanið trúarleiðtogum á sinn fund og er það liður í þeirri stefnu kirkjunnar að festa sig í sessi sem trúarleiðtogi þessa heims. í október, 1986, var saman komin í Assisi fjöldi trúarleiðtoga helstu trúarbragða heims þar sem fram fór sérstök messa til eflingar heimsfriði. Með páfann í fararbroddi er ljóst, að hann er meðtekinn sem slíkur. Fulltrúi Bandaríkjanna hjá Vatíkaninu gegnir þýðingarmiklu hlutverki. Haft er eftir honum að framh. á bakhlið MINNING Sara Henriksen andaðist í Kaliforníu undir lok ágústmánaðar 1988. í æsku stundaði hún nám við trúboðs- skóla okkar í Danmörku og lauk síðan gagnfræðaprófi í Árósum. Að því loknu stundaði hún kennslu í barnaskóla okkar í Skodsborg uns hún var kölluð til kennslustarfa í skóla okkar í Sierra Leona í Vestur-Afríku. Heimkomin þaðan lærði hún sjúkraþjálfun í Stokkhólmi og fluttist þar næst til íslands til þess að leysa Katy systur sína af hólmi í sjúkraþjálfunarstöð þeirra systra í Vestmannaeyjum. Þar starfaði hún með Emmu syst- ur sinni í fimm ár og það var frá þeim tíma að hún var þekkt á íslandi. Þá var Vestmanna- eyjarsöfnuður fjölmennur og barnmargur. Sara tók mjög þátt í starfsemi safnaðarins og hvatti börn og unglinga til virkrar þátttöku í ungmennafélagsstarfi og sönglífi safnaðarins. Á árinu 1936 stofnaði Sara sjúkraþjálfunarstöð í Odense ásamt vinkonu sinni, Dagmar Troelstrup. Á því tímabili fór PAKISTAN Nýlega voru 36 einstaklingar skírðir á framhaldsskóla okkar í Pakistan. Allir eru frá nærliggj- andi þorpi og öðluðust þekkingu blómlegt útbreiðslustarf fram í þeirri borg, svo að minnsta kosti 50 nýir meðlimir bættust söfnuð- inum á tveim árum. Á síðara árinu var ég aðstoðarmaður í því starfi og þar kynntist ég Söru. Ég minnist þess að fyrir atbeina hennar stofnuðum við söngkvart- ett til þátttöku í samkomum safnaðarins. Árið 1950 fluttust þær Sara og Dagmar til Kaliforníu, en þar áttu þær báðar nána ættingja og þar unnu þær einnig að sjúkra- þjálfun meðan kraftar þeirra leyfðu. \ Síðasta hvíldardaginn sem Sara lifði var því veitt eftirtekt að sæti hennar í kirkjunni var autt. Þegar hennar var vitjað á heimili hennar daginn eftir lá hún and- vana í rúmi sínu með spenntar greipar eins og hún hefði sofnað út frá bænargjörð. "Sælir eru dánir, þeir sem í Drottni deyja... Þeir skulu fá hvíld frá erfiði sínu, því að verk þeirra fylgja þeim." Júlíus Guðmundsson á söfnuðinum vegna starfssemi eins starfsmanns safnaðarins sem fræddi þorpsbúa um heilsusam- legt líferni undir tré nokkru í miðju þorpinu. ADVGNTFRGTTIR 52. árgangur áður BRÆÐRABANDIÐ Útgefendur Umbrot og prentun S.D.Aðventistar á íslandi Prentstofan Ritstjóri og ábyrgðarmaður ERIC GUÐMUNDSSON Aðventfréttir 1-2 1989

x

Aðventfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Aðventfréttir
https://timarit.is/publication/973

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.