Aðventfréttir - 01.01.2007, Page 2
Ritstjórapistill:
“Eins og hindin, sem þráir vatnslindir,
þráir sál mín þig, ó Guð. Sál mína þyrstir
eftir Guði, hinum lifanda Guði. Hvenær
mun ég fá að koma og birtast fyrir augliti
Guðs? Tár mín urðu fæða mín dag og
nótt, af því menn segja við mig allan
daginn: Hvar er Guð þinn? Um það vil ég
hugsa og úthella sál minni, sem í mér er,
hversu ég gekk fram í mannþrönginni,
leiddi þá til Guðs húss með fagnaðarópi
og lofsöng, með hátíðaglaumi. Hví ert þú
beygð, sál mín, og ólgar í mér? Vona á
Guð, því að enn mun ég fá að lofa hann,
hjálpræði auglitis míns og Guð minn.
Guð minn, sál mín er beygð í mér, fyrir
því vil ég minnast þín frá Jórdan- og
Hermonlandi, frá litla fjallinu. Eitt flóðið
kallar á annað, þegar fossar þínir duna,
allir boðar þínir og bylgjur ganga yfir mig.
Um daga býður Drottinn út náð sinni, og
um nætur syng ég honum Ijóð, bæn til
Guðs lífs míns. Ég mæli til Guðs: Þú
bjarg mitt, hví hefir þú gleymt mér? hví
verð ég að ganga harmandi, kúgaður af
óvinum? Háð fjandmanna minna er sem
rotnun í beinum mínum, er þeir segja við
mig allan daginn: Hvar er Guð þinn? Hví
ert þú beygð, sál mín, og ólgar I mér?
Vona á Guð, þvi að enn mun ég fá að
lofa hann, hjálpræði auglitis míns og Guð
minnJ’SI 42.2-12.
Það er nauðsynlegt mannlegri heilsu að
vonast eftir einhverju. Það eru ekki bara
börnin sem þurfa að hlakka til afmælis,
jólanna, að skólinn byrji (eða að skólinn
sé búinnl), heldur þurfa einnig fullorðnir
að eiga vonina hið innra með sér þó hún
sé ef til vill hulin og djúpstæðari en í
reynslu barnanna. Vonin er okkur
nauðsynleg eins og matur og drykkur og
loftið sem við öndum að okkur.
Þrátt fyrir fyrirheit stjórnvalda þjást
milljónir i heiminum I dag í dýpstu fátækt
sem hylur þetta fólk svartnætti von-
leysisins því það hættir að vona og óttinn
hreiðrar um sig í staðinn. Milljónir í dag
lifa ekki við sómasamleg lífsskilyrði og án
tækifæra til að njóta góðrar heilsu eða
kljást við afleiðingar langvarandi
næringarskorts. Þetta er ekki virkt fólk
sem á sér vonir og framtíðardrauma
heldur sárþjakað þar til að vonin deyr. En
jafnvel í hinum svokölluðu þróuðu
löndum er einnig hungur að finna.
Andlegt hungur. Margt fólk innan okkar
samfélags á sér engan draum eða sér
nokkurn tilgang með lífinu því það grunar
að menning okkar sé á villigötum og
efast um framtíðarmöguleika barna
sinna. Einstaklingar sem eru þannig
þenkjandi lifa ekki lífinu til fulls og eru
gæddir lífsþrótti því þeir sem lifa ekki lífi
sem byggist á von og framtíðardraumum
standa andspænis andlegrar stöðnun þó
að þeir eigi sér undankomuleið sem hinir
efnislega fátæku hafi ekki aðgang að.
Við heljum nú nýtt ár og höfum nýverið
haldið upp á jólin og aðventuna, undir-
búningstímann fyrir minningarhátíð fyrstu
komu Krists. Þetta er spennandi tími
ársins, tími eftirvæntinga og gleði. Að
vissu leiti endurlifum við væntingar og
þrár þeirra sem biðu fyrstu komu Jesú,
spámanna Gamla testamentisins, sálma-
skáldanna, hinna mörgu nafnlausu
meðal fólks Guðs sem þráðu komu
Messíasar gegnum aldirnar, komu
lausnarans.
En hann kom! Það er um garð gengið!
Er þá aðventan einungis söguleg upp-
riflun, leikrit sem við tökum þátt í árlega á
grundvelli hefðarinnar? Eða enn fá-
tækara: Fyllumst við eftirvæntingar án
þess að hin andlega vídd hafi þar hlut-
verki að gegna? Glaumur og gleði og
allsnægtir, fjölskylduhátíð sem getur
staðið fyrir sinu og orðið “vel heppnuð”
án þess að hinum andlegu gildum og
upprunalegu táknum sé nokkur gaumur
gefin? Þannig félagsleg hátíð hefur eitt-
hvert gildi - óneitanlega.
En það er nú samt afar
fátæk aðventa og jól ef
þau eru rúin sínu
andlega, táknræna gildi.
Þvi koma frelsarans er svo sannarlega
ekki bara söguleg upprifjun heldur endur-
tekur koma hans sig stööuglega. Koma
hans í Kristi á sér ávallt stað og mun að
fullu eiga sér stað á þann hátt sem mun
fara fram úr björtustu vonum sérhvers
manns. Við erum aðvent fólk og
minningarhátíðin um komu frelsarans
höfðar því til okkar sérstaklega því við
vitum að sá sem kom í veikleika á sínum
tíma mun koma að nýju. Um þetta snýst
vonin, hin kristna von sem gefur Iffinu
gildi, þessi djúpstæða þrá eftir Guði og
löngun eftir samfélagi við hann. Þetta
kemur svo fagurlega fram í sálminum
sem birtist hér í upphafi: “Eins og hindin,
sem þráir vatnslindir, þráir sál mín þig, ó
Guð. Sál mína þyrstir eftir Guði, hinum
lifanda Guði. Hvenær mun ég fá að
koma og birtast fyrir augliti Guðs?” Sl
42.2,3.
En það er lík önnur hlið á reynslu sálma-
skáldsins sem er að finna í versunum 4,
10, 11: “Tár min urðu fæða mín dag og
nótt, af því menn segja við mig allan
daginn: Hvar er Guð þinn? . . . Ég mæli
til Guðs: Þú bjarg mitt, hví hefir þú
gleymt mér? hví verð ég að ganga har-
mandi, kúgaður af óvinum? Háð Ijand-
manna minna er sem rotnun i beinum
mínum, er þeir segja við mig allan
daginn: Hvar er Guð þinn?"
Hvor þessara versa lýsa raunveruleika-
naum? Fyrri versin lýsa löngun en þau
síðari þeirri staðreynd að vantrúaðir ein-
staklingar hafa gilda ástæðu til þess að
efast: Hvar er hann þessi Guð? Það er
sorg, harmur og kúgun í heiminum. Á
hverju hvilir þá þessi von? Tillaga mín er
Aðventfrettir
70. ÁRG. - 1. TBL. 2007
ÚTGEFANDI
KlRKJA SJOUNDA DAGS AÐVENTISTA A ÍSLANDI
S u ð u r h I i ð 3 6
10 5 R e y k j a v i k
S ími: 58 8-7 800
F a x : 588-7808
sda@aðventistar.is
Ritstjóri &
Ábyrgdarmaður:
E ri c Guðmundsson
Forsiðumynd:
Jón Erling E ri c sso n
AÐVENTFRÉTTIR • Janúar 2007