Aðventfréttir - 01.01.2007, Page 4
Nýtt verkefni að hefjast:
í október fór hópur einstaklinga frá
Kirkjunni til Englands til að kynna sér
verkefni sem unnið hefur verið í ýmsum
kirkjum aðventista í Bandaríkjunum,
sem hefur það markmið að gera börnin
okkar að lærisveinum og sameina Ijöl-
skyldur í tilbeiðslu til Guðs.
Tildrög þess að hópurinn: Gavin Ant-
hony, Heba Magnúsdóttir, Helga Þor-
bjarnardóttir, Helgi Jónsson, Steinunn
Theodórsdóttir og Þóra Lilja
Sigurðardóttir fór til Englands, var að
upp voru komnar hugmyndir i Stjórn
Kirkjunnar að því að gefa
lærisveinaþjónustu að stærra hlutverk í
safnaðarstarfmu hérlendis. S.s. að gera
söfnuð okkar að fólki sem trúir og fylgir
Jesús. Hugmyndin var á byrjunarstigi
þegar að við fréttum af þessu nám-
skeiði í Englandi.
Upprunalega hugmyndin var að kynna
lærisveinaþjónustu inn í safnaðarstarfið
óháð aldri, en einhvers staðar verður
að byrja og var því ákveðið að fara og
skoða nánar K.I.D.S verkefnið eða Kids
in Discipleship og læra af þeirri reynslu
sem hópurinn sem stendur að þessu
verkefni hefur.
Verkefnið er þróað af föður, ungum
bandarískum presti, sem í amstri hvers-
dagsleikans vaknaði upp við að honum
fannst hann vera að missa af elsta syni
sínum. Hann þráði að finna leið til að
ná sambandi við son sinn en mest af
öllu til að leiða son sinn til hins
himneska föður.
Úr varð verkefnið Kids eða það sem við
köllum á íslensku „Krakkar eins og
Jesús". Okkur leyst strax rosalega vel á
verkefnið. samsetningu þess og mark-
mið og vorum sammála um að þetta
væri eitthvað sem við vildum kynna fyrir
Kirkjunni heima á íslandi. Eftirfarandi er
svona „útdráttur" af því sem við fengum
að heyra á þessu námskeiði:
Guð á sér draum
Guð elskar okkur mennina svo óendan-
lega. Hann elskar alla og gerir engan
greinamun. Hann vill að allir kjósi að
búa hjá sér á himnum. Það er pláss
fyrir alla á himnum og meðan við bíðum
komu hans er verk fyrir alla á jörðinni.
Sérhver einstaklingur skiptir sköpum. í
Jóel 2.28 segir Drottinn:
Jóel 2:28 (3:1) En síðar meir mun
ég úthella anda mínum yfir allt hold.
Synir yðar og dætur yðar munu
spá, gamalmenni yðar mun drauma
dreyma, ungmenni yðar munu sjá
sjónir.
Guð hefur stóra drauma fyrir unga fólkið
okkar. Hann veit betur en við hvers
megnug þau eru. Hann þráir að eiga
daglega samleið með þeim og hann vill
leiða þau til nánari sambands við flöl-
skyldur sínar. Hann vill sjá hamingju-
samar og sterkar fjölskyldur.
Mal 4:5-6 Sjá, ég sendi yður Elía
spámann, áður en hinn mikli og
ógurlegi dagur Drottins kemur.
Hann mun sætta feður við sonu og
sonu við feður...
Við stöndum andspænis miklum
vanda
Rannsókn Roger L. Dudley prófessors
við Andrews háskólann í Banda-
ríkjunum sýndi að um 40-50% af ungum
aðventistum yfirgefa kirkjuna þegar þeir
erum á þrítugs aldri. (Úr bók Dr. Dudley,
Why Our Teenagers Leave the Church)
Sama rannsókn leiddi í Ijós að 60%
þeirra sem tóku þátt voru hræddir um
að vera ekki tilbúnir þegar að Jesús
kemur aftur.
Guð hefur líkan
Guð hefurgefið okkur dásamlega hand-
bók fyrir lífið. í 5. Mósebók 6. kafla, vers
4-9 er að finna eftirfarandi líkan fyrir
okkur:
5.M 6:4-9 Heyr ísrael! Drottinn er
vor Guð; hann einn er Drottinnl
Þú skalt elska Drottin Guð þinn af
öllu hjarta þinu og af allri sálu þinni
og af öllum mætti þínum. Þessi orð,
sem ég legg fyrir þig í dag, skulu
vera þér hugföst.
Þú skalt brýna þau fyrir börnum
þínum og tala um þau, þegar þú
ert heima og þegar þú ert á
ferðalagi, þegar þú leggst til
hvíldar og þegar þú fer á fætur.
Þú skalt binda þau til merkis á hönd
þér og hafa þau sem
minningarbönd á milli augna þinna
og þú skalt skrifa þau á dyrastafi
húss þíns og á borgarhlið þín.
Guð hefur ætlað fjölskyldum gríðarlega
þýðingarmikið og vandasamt hlutverk,
það hlutverk að gera börnin sín að
lærisveinum Hans. Hægt er að segja að
fjölskyldan sé grunneining kirkjunnar.
Til þess að kirkjan vaxi og dafni þarf því
trúarlega sterkar fjölskyldur. Kirkjan þarf
að standa þétt að baki foreldrum og
leiðbeinendum til að gera þau betur í
stakk búin til að takast á við verkefni
sitt.
Um leið þurfum við að gera okkur grein
fyrir að Kirkjan okkar er að mörgu leyti
samansafn margra mismunandi Ijöl-
skyldna. Litlar, stórar, hefðbundnar,
óhefðbundnar, alls konar flölskyldur
mynda saman það sem við köllum
söfnuð eða trúsystkini. Saman erum við
ein stór flölskylda í Kristi.
Við sem kirkjufjölskylda eigum að styðja
við minni fjölskyldueiningarnar og sér-
staklega þá sem hafa ekki stuðning
foreldra. Trúarlegir leiðbeinendur þeirra
geta verið amma, afi, og áhugasamir
safnaðarmeðlimir. Biblían gefur okkur
dæmi um þetta eins og t.d. Mordekai
frænda Esterar.
Samkvæmt bandarískum rannsóknum
(6. maí 2003, Rannsóknarhópur Barna.
www.barna.org) þá bendir ýmislegt til
þess að foreldrar skorti skýr markmið
með trúarlegum vexti barna sinna. Gæti
kirkjan ekki komið þarna inn til að undir-
búa og styðja foreldra í þessu mikil-
væga hlutverki?
Leiðirnar eru ef til vill margar en koma
þarf til samstillt átak allrar safnaðar-
meðlima. Unga fólkið er framtíðin okkar
og við þurfum að taka til starfa strax.
Hópurinn sem fór utan til Englands
hefur hug á í samstarfi við stjórn
Kirkjunnar að setja af stað verkefnið hér
á landi í mars. Við höfum fengið til liðs
við okkur safnaðarstjórnimar í Reykja-
vík og Hafnarfirði.
Hvernig er verkefnið byggt upp
Hér er ekki um neinn nýjan sannleik að
ræða, enda hefur kennslubókin okkar
verið sú sama í mörg þúsund ár. En hér
er leið, ákveðið tæki til að fjölskyldur
geti kastað akkeri í straumþunga
hverdagslífsins og þannig fengið tíma til
að endurbyggja tilbeiðslu (jölskyldunnar
og styrkja fjölskylduböndin. Allir
I AÐVENTFRÉTTIR • Janúar 2007