Aðventfréttir - 01.01.2007, Qupperneq 5
foreldrar vilja standa sig vel í sínu
ábyrgðarmikla hlutverki. Við vitum bara
ekki alltaf hvernig á að byrja.
Til að geta kennt öðrum að vera
lærisveinn þarf maður að vera það
sjálfur. Fyrst er foreldrum og öðrum
leiðbeinendum boðið upp á undir-
búningsefni sem kallast Fótspor fyrir
foreldra og leiðbeinendur. Fótspor fyrir
foreldra og leiðbeinendur mun hefjast í
mars 2007. Svo mun efni sem kallast
Fótspor fyrir krakka og unglinga heljast
seinnipartinn í ágúst 2007. Þar koma
fjölskyldur saman og vinna að því að
læra meira úr orði Guðs. Farið verður í
gegnum ákveðið efni, þar sem fyrst er
tekið á því að gera Jesús að
persónulegum frelsara. Þá eru grund-
vallaratriði trúarinnar tekin fyrir og
börnunum/unglingunum/fjölskyldunum
kennt að deila Jesús með öðrum, leiða
eins og Jesús og vera vinur eins og
Jesús. Efnið er skemmtilega upp byggt
og óhætt að lofa að börnin, unglingarnir
og ekki síður foreldrar og leiðbeinendur
munu hafa gaman af.
Framtíð verkefnisins
Unglingar/krakkar eins og Jesús er
verkefni sem við trúum að eigi aðeins
eftir að stækka. Markmiðið er að sér-
hver einstaklingur verði lærisveinn
Guðs. Við þurfum fólk eins og Jesús.
En við eigum ekki að stoppa við kirkju-
dyrnar. Þjóðin er safn fjölskyldna sem
margar hverjar eru að flosna upp og
fullt af áhyggjufullum foreldrum sem eru
að leita að einhverju betra fyrir börnin
sín. Með því að sinna þörfum barna
opnast margar dyr. Hér eru ómældir
akrar til boðunar.
Verkefnið verður nánar kynnt á
samkomum í kirkjunum i Reykjavík og
Hafnarfirði í janúar og febrúar 2007.
Hlökkum til að sjá ykkur þar!
Fyrir hönd hópsins,
Þóra Lilja Sigurðardóttir
The Conflict of the Ages Series
-Bókaröðin; Baráttan milli góðs og ills
Settið inniheldur bækurnar;
Þrá aldanna
Deilan mikla
Postulasagan
Ættfeður og spámenn
Spámenn og konungar
Þetta er ódýr útgáfa á ensku og
settið er á kr. 1995,-
Education (á ensku)
eftir Ellen G. White
Hvaða leiðbeiningar gaf Guð spámanni sínum varðandi menntun?
Er skilningur okkar á menntun réttur?
Hér dregur Ellen G. White upp mynd af hinni sönnu menntun -
menntun sem veitir einstakling þá gleði að þjóna í þessum heimi
og undirbúa sig fyrir æðri þjónustu á komandi jörðu.
Bókin er þannig tileinkuð foreldrum, kennurum og nemendum í
undirbúningnámi hér á jörðunni og ætluð til að hjálpa þeim að
öðlast blessun. þroska og gleði i þjónustu sinni og þannig gera þau hæf til æðri
þjónustu, í framhaldsnámi, í skóla eilífðarinnar.
Verð kr. 790
Bókin (einungis á ensku):
It’s about people - Þetta snýst um fólk.
Hvað gerir kristinn einstaklingur, sem hefur há biblíuleg og
siðferðileg gildi, við fólk sem horfir á hlutina á allt annan
hátt?
í bók sinni segir Jim frá því þegar hann öðlaðist nýtt sjónar-
horn á atburöinum sem gerðist á krossinum. „Það er meira í
kristindómnum en það að finna galla og að hafa á réttu að
standa" segir Jim, - „þetta snýst um fólkl"
Frábær bók á góðu verði - kr. 1200.
ath. bækurnar eru bundnar í
pappírskilju og líta því öðruvisi út
AÐVENTFRÉTTIR • Janúar 2007