Tölvumál - 01.11.1982, Blaðsíða 4

Tölvumál - 01.11.1982, Blaðsíða 4
4 FÉLAGSFUNDUR TÖLVUNARFRÆÐINEMA HÍ Svo sem boóaö var í síðustu Tölvumálum sáu tölvunarfræðinemar i Háskóla íslands um félagsfund i Skýrslutasknifélaginu, fimmtu- daginn 28. október sl. Tóku þeir til umræðu efnið "Tölvur og heilsufar". Fundinum stýrói dr. Jón Þór Þórhallsson, for- maður félagsins. í upphafi fundarins gerói Hrafnkell V. Gislason stutta grein fyrir undirbúningi. All stór hópur nemenda tók þátt i að undirbúa fundinn og leitaó var til fjölmargra aðila, einstak- linga og fyrirtækja, til að afla efnis og upplýsinga. Eftir- taldir nemendur skiptu siöan með sér aö kynna efnið, hver til- tekið afmarkað svið. Ólafur Guómundsson ræddi siðan fyrstur um skerma og vinnu við þá. Hann fjallaði t.d. um rafhleóslu við skerma og i umhverfi þeirra, augnþreytu og lýsingu, staðsetningu skjáa og gagna með tilliti tj.l birtu, áferð skerma og margt fleira. Hannes Rúnar Jónsson fjallaði um húsgögn og vinnustellingar, svo sem með tilliti til álags á hrygg og mjaðmir, og svið sem þvi tengjast. Hannes notaði m.a. "skýringarmyndina",sem hér fylgir með, þegar hann ræddi um góðar og slæmar vinnustellingar. Guðbjörg Sigurðardóttir ræddi um streitu og leiða, eða hönnum og skipulag tölvukerfa með tilliti til andlegrar velliðunar. Streitan viröist óhjákvasmilegur fylginautur nútima lifshátta. Guðbjörg ræddi vim orsök streitu og leiða og afleiðingar hins sama. Loks ræddi Hrafnkell V. Gislason um samninga og reglugerðir um skjá-vinnustaði, en það er svið, sem litill gaumur hefur verið gefinn hérlendis til þessa. í lok fundarins voru umræður og fyrirspurnir, þar sem margir fundarmanna tóku til máls.

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.