Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.07.1918, Blaðsíða 10

Læknablaðið - 01.07.1918, Blaðsíða 10
104 LÆKNABLAÐIÐ ReySarf. 2, c. lab. Rey'Sarf. 1. O o p h o r o-ect. Ak. 1, cysteetomia Ak. 2. Resectio genus Ak. 1, costar Ak. 1, Húsav. 1, intest. ilei Ak. I. Repositio lux. ísaf. 1, Brekku 1, fract. Reyðarf. 1, menisci ReySarf. 1. S e c t i o alta Ak. 1. Sequestrot. Húsav. 1. S c 1 e r o t. Reyö- arf. 1. Sectio Sæmish Reyöarf. 1. Tenot. og Phelphsoper) Ak. 2, & resegtio oss. nav. Ak. 1. T o n s i 1 lo t. Vopnaf. 1. — Trepanatio pr. tnast. Ak. 1, Brekku 1, humeri Ak. 1. Uretrotomia Seyöisf. 1. Ventrofix. uteri Sauðárkr. 1, Ak. 3. Konur í barnsnauð. Memoranda et memorabilia úr fæöingarpraxis. Eftir Steingrím Matthíasson. Dysdynamia og rigiditas. í síöustu grein gat eg þess, að af mínum 119 fæðingum haföi dysdyna- mia 54 sinnum en rigiditas 3svar sinnum veriö tilefni þess, aö mín var vitj- að. En eg skal taka þaö fram, að dysdynamia var oft samfara fæðingum þeim, sem taldar eru undir annari diagnosis, og þá rigiditas ekki síöur. Og þaö sem eg hefi nefnt dysdynamia hefði i mörgum tilfellum verið réttara að nefna dysdynamia et rigiditas, því þetta hvorttveggja er svo sam- antvinnað, einkum þegar um primiparæ er að ræða, að eríitt er að segja hvaö hafi yfirhöndina. Af nefndum 57 sængurkonum voru 27 primiparæ. Eins og við allir þekkjum, er það mesta álitamál, hvenær beri eöa þurfí að hjálpa viö dysdynamia og rigiditas. Hvað á að bíða lengi? Sennilega mundi í flestum tilfellum alt slampast af, ef þolinmæði væri nóg, en eins og kunnugt er, verður brestur á henni bæði hjá vesalings konunum, yfir- setukonunum, og okkur læknum. En á slikri þolinmæöi hefir oft þurft aö halda áöur fyr, meðan engir læknar voru né töng, og sjálfsagt hefir veriö búið að þrauka lengi, þegar gripið var til þeirra örþrifaráða að draga barniö fram á seil gegn um höfuðleðrið. (Mér hefir verið sagt, að Sig- urður prófastur Gunnarsson frá Stykkishólmi, hafi á þann hátt verið leidd- ur fram í ljósið af yfirsetumanni). Hvenær hafist er handa, fer að mestu leyti eftir skapferli læknisins, þolinmæði hans og trausti á sjálfum sér. Tíminn veröur langur að bíða, og ekki dugar að far heim og leggja sig, — langt úti í sveit — margt kallar heima fyrir, en óþolinmæði fólksins rek- ur þó mest eftir (í rauninni má það þó engan atkvæösrétt hafa; „Vi alene vide“, veröur að vera orðtak læknisins). Niðurstaðan verður venjulega þessi (stundum eftir langa bið og umþenkingar reykjandi pipu frammi í eldhúsi yfir verkfærapottinum og rabbandi við fólkið) : — ef fæðingin er komin svo langt á leið að að eins sé um létt og meinlaust tangartak að ræða, þá er lítil ástæða til að bíða. Pituitrínið hefir hér komið okkur á-

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.