Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.09.1918, Qupperneq 5

Læknablaðið - 01.09.1918, Qupperneq 5
LÆKNABLAÐIÐ £3£ litiö íetti a6 gefa skýra og skipulega hugmynd um alt, sem heílbrigSi héraSsins snertir þaö áriö, og til þess eru eyöublöbin e k k i n æ g i 1 e g. Aftur viröast mér mörg atriöi í skýrsluformi landlæknis tæpast eiga heima í hverri ársskýrslu. Lifnaöarhættir, húsakynni, meðferö barna o. fh, breytast ekki svo frá ári til árs, aö sífelt þurfi að gefa skýrslur um slíkt,- Þaö þyrfti aö endurbæta skýrsluformiö og jafnframt teldi eg þaö ■ekki óþarft, aö prentuö væri leiðbeining fyrir lækna um skýrslugerö, ef til vill meö sýnishorni af fyrirmyndarskýrslu.* * Þá er, síöast en ekki síst, sjálfsagt, aö landlæknir gefi út fyrri hluta hvers árs vandað yfirlit yfir alt heilbrigðisástand landsins, eins og byrjað var á, þó í mjög ófullkomnum stýl væri. Það fer ekki vel á því, i heilu kóngsriki, að allar heilbrigð'isskýrslur vanti gersamlega — eftir alla fyrirhöfnina sem veslings héraðslæknarnir hafa haft við skýrslugerð sína. Ekki vantar embættismenn til þess aö sjá um þetta. Séð hef eg að skýrslugerð tefst hjá sumurn læknum vegna þess, að skýrslur um fólkstal og dána koma of seint til þeirra. Eg myndi semja ársskýrsluna á réttum tíma fyrir þvi og senda dánarskýrsluna síðar. Ann- nrs gengur Hagstofunni betur að fá skýrslur frá prestum en læknum. Bólusetningarskýrslurnar var mér verst við af öllum skýrslum. Meiningin með öllu því skýrslubákni á víst að vera sú, aö land- læknir geti fylgst með í því, hvort alt er með feldu hvað bólusetningar snertir. En ekki gengur þetta betur en það, að ejngar athugasemdir eru gerðnr við skýrslu, sem telur öll bólusettu bömin dáin. Eg þykist viss um að einfaldara, fyrirhafnarminna og ódýrara skipulag mætti gera á þessum skýrslum. Vill ekki einhver reyndur héraðslæknir taka sig til og koma fram með góöar tillögur í þessa átt? Eg er viss um, að yfirsetu- konur yrðu fegnar ef þetta skýrslufargan væri gert óbrotnara. Berklaveikisskýrslurnar befi eg ekki kynt mér og veit ekki hve miklar eyður kunna að vera í þær. Óneitanlega ættu þær að vera sú undirstaða, sem flestar ráðstafanir gegn berlaveiki væru bygðar á. Eg geri ráð fyrir að svo sé með þær sem hinar, að sumpart séu þæi ófullkomnar, sumpart vanti í þær, og er þá blátt áfram ekki mögulegt að gera sér glögga grein fyrir útbreiðslu veikinnar. Þetta virðist mér alger óhæfa Vér verðum að fá fulla þekkingu á þessu máli. Það skiftir sann- ódagsett, óundirrituð og jafnvel stundum ekki getið úr hvaða héraði skýrslan er. Slikt ætti ekki að sjást! Hvað innihald ársskýrslnanna snertir, sakna eg meðal annars yfirlits yfir alla sjúkdóma (diagnoses), sem koma fyrir á árinu. Fyrir landlækni er það að minsta kosti fróðlegt, því fáftt sýnir ljóslegar hversu fær læknirinn er. Það voru þessar diagnosisskýrslur, sem Schleis- ner studdist við, er hann ritaði um ísl. sjúkdóma. * Eg man t. d. eftir því, að héraðslæknir einn, sem annars lagði rækt við skýrslur sínar, barmar sér yfir því, i bréfi til landlæknis, að sig skorti fulla þekkingu til þess að gera skýrslur sínar svo vel úr garði sem hann vildi. Drepur meðal annars á, að hann hafi aldrei séð aðrar skýrslur en sinar eigin,', aldrei n e i n a góða fyrirmynd haft til að fara eftir. Það eru að vísu liðin mörg ár síðan, en annars get eg svipað sagt um reynslu sjálfs min. Eg hafði engar skýrslur séð, nema þær, sem eg skrifaði sjálfur.

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.