Læknablaðið - 01.09.1918, Page 6
132
LÆKNABLAÐIÐ
arlega ekki svo litlu. Mér hefir jafnvel komiö til hugar, aö nauðsyn væri
aö senda vanan, æföan lækni um alt landið, til þess aö
rannsaka alt ástandiö i þessum efnum. Hann myndi þá feröast á líkan
hátt og próf. Ehlers, er hann var hér aö athuga holdsveikina. Fann hann
fleiri sjúklinga í þeirri för, en menn vissu áður aö væru til. Þaö veröur
aldrei mögulegt, aö gera skynsamlegar ráðstafanir gegn þessari land-
plágu fyr en full vissa er fengin um alla útbreiöslu veikinnar. Og þaö
skal enginn halda, að Vífilsstaðahælið sé „quantum satis“, og jafnvel
heldur ekki, þó annað heilsuhæli risi upp i Eyjafirði, en það er nú á dag-
skrá þar nyröra. Þaö þarf rneira en eitt eða tvö heilsuhæli til þe^ssi aö
halda í hemilinn á þessum ófagnaði. Það tekst aldrei nema allir h é r-
aöslæknar landsins starfi samhent og meö lifandi áhuga að þvi.
Og þeir þurfa að hafa sem víðast tæki til þess að einangfa hættu-
lega sjúklinga, og þaö á svo ódýran hátt, að kostnaðurinn verði sjúk-
lingunum ekki tilfinnanlegur. Jafnframt þurfa þeir að hafa s t r a n g t
e f t i r 1 i t, nrér liggur viö aö segja, með hverjum sjúkling meö opna
berlcla.* Annars er voðinn vís, og stundum fyr en nokkum varir. Það
er ekki til neins að taka með silkihönskum á slíkum ófagnaði sem berkla-
veikin er.
Það er skýlaus skylda læknastéttarinnar að beitast fyrir því af alefli
að útrýma berklaveikinni, bæði styðja aö því, að röggsamlegar ráöstaf-
anir séu gerðar og vinna siöan ötullega að því, að þær komi aö tilætluð-
um notum, að sjúklingununr f æ k k i óöfluga með ári hverju. Ef nokk-
ur von á að vera um að þessu verði hrundið í framkvæmd, þarf: i) Aö
fá fulla þekkingu á útbreiðslu veikinnar. 2) Aö einangra hættulega
sjúklinga. og það v e r ð u r að nokkru leyti að gerast á sjúkrahúsum
héraðanna. 3) Að strangt eftirlit sé hvervetna haft með sjúkl. meö opna
berkla. ef ekki öllum, sem berklaveikir eru. 4) Aö heilsuhælisvist standi
þeim opin, sem hennar þurfa. Þá er þaö og bráðnauðsynlegt, að h ú s a-
k y n n i a 1 þ ý ð u taki svo fljótum framförum sem frekast er kostur á.
Þaö má telja margt fleira, og að vísu mikils varðandi, en þetta sem hér
er talið þarf aö gerast, ef alt á ekki að lenda í gagnslausu káki og fjár-
eyðslu, sem litinn árangur ber. Berklaveikin er vænt hrip, sem seint verö-
ur fylt meö tómu vatni.
Embættisbækur lækna og bókfærsla. Út úr þessum skýrsluhugleiðing-
um kemur mér í hug, að minnast á bókfærslu lækna. Eg get ekki hrósað-
* Mer er eitt dæmi, af mörgum, minnisstætt. Ung stúlka, vinnukona, leitaði til
mín meÖ óálitlega lungnaberkla, veikin þó nýlega brotist út. Að fara á sjúkra-
hús taldi hún sér ókleyft vegna kostnaðar. Eg lagði vandlegar lífsreglur fyrir liana
til bráðabirgða, bað hana meðal annars að leyna ekki húsbændur sina þess, hvað-
um væri að vera, vera ekki með börn og fást ekki við matreiðslu. Stúlkuna sá
eg ekki aftur, en hún leyndi veikinni, til þess að aðrir yrðu ekki hræddir við
sig. Skömmu síðar fór hún i aðra vist og annaðist þar ungbarn. Stúlkan dó úr
veikinni, húsmóðirin á síðara heimilinu sýktist og dó og barnið líka! Þetta
var þá afleiðingin af því, að einangra ekki stúlkuna og missa sjónar á henni.
Eg sá margt þessu líkt.