Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.09.1918, Side 9

Læknablaðið - 01.09.1918, Side 9
LÆKNABLAÐIÐ 1.35 þaíS eykur mest og best tekjurnar —, í öSru lagi aö vera vel metinn og gagnlegur borgari í héraöinu eSa sinni sveit. ÞaS gerir æfina ■nuSugri og bjartari og kalla eg þaö peningaviröi. Þegar hér er talaö um „góSan lækni“, þá á eg eigi aö eins viö aö vera vel aö sér í sínum fræöum, heldur jafnframt og engu síöur, aö hafá á 1 i t o g t r a u s t a 1 m e n n i n g s. En þetta tvent fer ekki ætíS sam- an. Lélegur læknir getur notiö mikillar almenningshylli, ef hann kann vel aS umgangast fólk, og duglegur oröiS fyrir ónáS þess. Þaö þarf ekki annaö en aö minna á Eyrarbakka, til þess aö sjá hiö síöara, þó slíks séu aö vísu fá dæmi, sem betur fer. Hvaö snertir aS vera vel aS sjer i sínum fræöum, þá er þaö fljótsagt, ■að til Hess nægir e k k i aö hafa tekið gott próf og lært þaö reiprennandi, sem kent er, þó þaS sé góS undirstaöa. Ef læknirinn notar alla eigin reynslu vel og hyggilega bætist drjúgum viö* en ekki nóg, og veldur þaS nokkru, aö héruöin eru mörg smá og litið aö gera. Ef vel á aö fp.ra -er þaö conditio sine qua non, aö læknirinn lesi sífelt, bæöi nýjar bækur og timarit, annars er hann dauöadæmdur! Þetta er eina ráSiö gegn gleymsk- unni og afturförinni, ómissandi áburSur á hugartúniö, eins og GuSm. Friðjónsson mundi líklega komast aS oröi. Annars er viöbúiö aö svo fari fyrir manni eins og tveim gamaldags, dönskum læknum, sem mér var eitt sinn sagt frá. Annar læknaöi alla sjúkl. aö lokum meíS. grautar- "bökstrum, en hinn meö stólpípum. Svo settist ungur læknir aö i þorpinu, sem kunni fleiri ráö og þá uröu allir veikir! ÁSur sást varla sjúklingur. Eg held aö öflugt lestrarfélag greiddi stórum götu i þessum efnum. Öll nytsamleg þ e k k i n g er sama sem peningar fyrir lækni. Hvers vegna vanrækja t. d. flestir læknar, þvi sem næst algerlega, þá sjúkdómana, sem tíöastir eru allra: tannsjúkdóma? Af hreinni og beinni vanþekkingu. Tannlækningar gætu likl. gefiS hverjum meSallækni 500 kr tekjuauka á ári og fólkiö yröi honum þakklátt fyrir hjálpina! Hversu -er ekki öll physiotherapi vanrækt! o. s. frv. Áliti sínu og trausti spilla margir læknar af eintómum klaufa- skap. Þess eru t. d. dæmi', aö læknar hafi þann illa ávana, aS vera aö ráSg- xist um þaö viS sjúkling hvaS skuli til bragös taka og hvaö lyf skuli láta úti handa sjúkl. Hvernig á nokkur maöur aö bera traust til slíks læknis? Aðrir eru svo varfærnir eSa samviskusamir, aö þeir visa flestum sjúkl. meS alvarlega sjúkd., sérstaklega handlæknisaögeröir, til annara 1 æ k n a. Þegar læknirinn hefir svo lítiS álit á sjálfum sér, er ekki von aö þaö veröi meira í augum sjúklinganna. Þá er hún heillavænlegri regl- -an, sem Hansen-Grut, augnalæknirinn alþekti, gaf mér: „Man skal aldrig vise en patient fra sig!“ Þetta er helst til mikiö sagt, en annars á lækn- Irinn, þegar erfiöan sjúkl. ber aö garöi, aö skoöa hann vandlega og þá * Eg man glögglega, er eg byrjaði á lækningum, l)á lék mér mikil fotvitni &•, hvort þau lyf, sem eg lét úti, hefSu þau áhrif, sem bækurnar sögðu og reyndi að athuga það. Eitt af því fyrsta, sem eg rak mig á, vaV, að infus. senegae comp. verkaði e k k i á lungnaþembu eins og kennari minn hafði fullyrt, annað, að digitalis sýnist oft áhrifalaus (lyfin slæm?).

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.