Læknablaðið - 01.09.1918, Page 11
LÆKNABLAÐIÐ
137
þessu, en fyrirgerir jafnframt áliti góSra manna. Og svo má hann vera
búinn viö því, aö vera kæröur, rekinn frá embætti og auövitaS úr Lækna-
félaginu. Hann yxi ekki lítiS, vegur læknastéttarnnar, viS þaS, aS i staS
vel mcntaSra manna, sem verja lifi sínu til aS hjálpa öSrum, kæmu —
óþvegnir brennivínssalar! Nei, þú fær aldrei marga íslenska
lækna til aS hallast aS þessu ráSi! G. H.
ísaQarðarlæknishérað.
ÞaS er liSinn langur tími síSan fyrv. héraSslæknir á ísafirSi, D. Sche-
ving, sagSi lausu embætti, langur tími síSan þaS embætti var auglýst til
umsóknar, og langur tími síSan umsóknarfrestur var liSinn; en þrátt fyrir
þaS er ekki farin fram veiting á héraSinu.
ÞaS kann nú aS virSast ástæSulítiS, aS gera þetta aS umtalsefni, þar
sem hæfir læknar hafa gegnt læknisstörfum í þessu héraSi síSan þaS
var laust.
En þaS er annaS í þessu rnáli, sem full ástæSa er til aS ætla, aS muni
ganga svo nærri rétti læknastéttarinnar í heild sinni, aS þaS má ekki láta
afskiftalaust.
Eins og kunnugt er, hafa 7 læknar sótt urn þetta héraS. Tveir af þe'ss-
um læknum hafa gegnt embætti í 15—20 ár, tveir í tæp 10 ár, tveir hafa
variS óvenju-löngum tima til framhaldsnáms erlendis, en sá sjöundi og
yngsti hefir dvaliS 1 mánuS erlendis á fæSingarstofnun, og veriS settur
héraSslæknir rúmt ár, —■ þar af einn vetrartíma til aS þjóna þessu héraSi.
Allir þessir menn eru vel metnir læknar, en eftir venjulegum mælikvarSa
viS embættaveitingar, virSist þaS vera nokkurn veginn sjálfsagt, aS ein-
liverjum af hinum elstu umsækjendum verSi veitt héraSiS.
ÞaS væri þvi hreinn og beinn löSrungur á læknastétt þessa lands, ef
þaS væri rétt, sem fullyrt er, aS landsstjómin í samráSi viS landlækni,
ætli sér aS veita yngsta umsækjandanum þetta embætti, manni, sem er
nýkominn frá prófborSinu, aS vísu líklegum og meS góSa einkunn, en
cnga æfingu eSa læknislega reynslu á viS hina umsækjendurna.
Heyrst hefir, aS fegra eigi þetta atferli meS kynlegu móti, sem sumum
kemur þó ekki á óvart, þegar litiS er til ýmsra annara embættaveitinga
þessarar stjórnar. Stjórnina hefir líklega grunaS, aS mönnum kynni aS
þykja eitthvaS athugavert viS þessa veitingu, og hefir því liklega viljaS
friSa samvisku sina og gylla aSferSina meS því aS láta þennan unga lækni
sigla, í því skyni aS fullkomna sig og búa sig betur undir starfiS, en
halda embættinu óveittu á meSan, þótt þaS hefSi átt aS vera löngu veitt;
samkvæmt venjulegum veitingareglum.
Þar sem nú helst litur út fyrir, aS landlæknir og landsstjórn telji engan
umsækjandann hæfan til aS gegna þessu embætti, án frekari fullkomn-
unar, þá virSist liggja beinast viS, aS einhverjum hinna þriggja eldri um-
sækjenda væru sett svipuS skilyrSi fyrir veitingunni sem þessum unga