Læknablaðið - 01.09.1918, Síða 13
LÆKNABLAÐIÐ
139
Ýmsir „málsmetandi“ menn á Eyrarbakka bundust beinlínis félagsskap
gegn hinum nýja lækni og haldast þau samtök enn. Ástandiö er nú þannig,
aS sérstök nefnd starfar a'ö því aö vinna á móti héraðslækninum og út-
vegar nýjan lækni til Eyrarbakka, væntanlega launaöan af héraösbúum.
Aö hugur fylgi máli, mega menn marka af því, aö „velferöarnefndin"
á Eyrarbakka hefir safnaö fé til að halda lausri íbúö hianda
þ e i m v æ n t a n 1 e g a n ý j a 1 æ k n i. Rúmgóö íbúö hefir nú um nokk-
urn tíma verið auð á Eyrarbakka og fæst ekki leigö, hvaö sem í boöi er.
Þann lækni, sem kynni aö hafa nógu lélegan móral, til þess aö setjast
þar aö, þarf ekki aö vanhaga um þak yfir höfuöið, eins og stundum vill
koma fyrir lækna úti um land.
Ástandið er því þetta: Héraðslæknir, sem alt gott á skiliö, veröur fyrir
„organiseraöri" ofsókn af héraösbúum, en læknastéttin situr tómlát hjá,
og lætur sig máliö engu skifta. Eg hefi veriö aö búast viö, aö stjórn Lækna-
félags íslands, sem stofnað var til þess aö „efla sóma og hag“ íslensku
læknastéttarinnar, tæki rögg á sig og gengist í málið.
Þaö sem stjórnin þarf aö gera, er tvent; hún þarf aö auglýsa í Lækna-
blaðiuu tilmæli til allra collega aö taka ekki aðsetur á Eyrarbakka, nema
stjórn Læknafélagsins gefi saniþykki sitt til þess; og til þess að slíkt megi
verða, þarf margt að breytast þar í héraði, frá því sem nú er. í ööru lagi
]>arf stjórn félagsins að snúa sér beint til nefndar þeirrar, sem starfandi
er móti héraöslækninum á Eyrarbakka og koma henni i skilning um aö
einungis meö samþykki stjórnar Læknafélagsins muni læknir setjast þar
aö. Eg hugsa, að ekki sé svo haröur skrápur á neinum collega, að hann
settist aö í óþökk stéttar sinnar. Hins vegar má vel vera, aö nýbakaöur
kandidat, öllum codex ethicus og collegial hugsunarhætti ókunnur, kynni
að láta tælast af góöum tilboöum þeirra Eyrbekkinga. Þess vegna þarf
aö vara þá við.
Eg hefi komist aö raun um, aö stjórninni í Læknafél. ísl. hefir til þessa
verið ókunnugt um, hvernig máliö horfir við fyrir austan fjall. í þessu
efni heföi væntanlega fjóröungsfulltrúinn í Sunnlendingafjóröungi getað
gefvö stjórninni nauðsynlegar bendingar, ef fulltrúi heföi veriö fyrir þann
fjóröung sem hina.
G. Cl.
Auglýsing.
Læknar, sem kynnu aö hafa í hyggju aö setjast aö í Eyrarbakkahéraöi
eru beðnir aö leita upplýsinga hjá stjórn Læknafélags Islands, áöur en
þeir afráöa nokkuö i því.
Stjórn Læknafélags íslands.