Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.03.1922, Side 3

Læknablaðið - 01.03.1922, Side 3
' Mars, 1922. 3. blað S. árg. Samræðissjukdómarnir. Þá erum vér læknar loksins komnir svo langt, aö samiö er uppkast aÖ frumvarpi til laga um varnir gegn samræöissjúkdómum. Uppkastiö var lagt frarn á síöasta fundi Læknafél. Rvíkur. Lagöi nefndin (G. H., Jón Hj. S., M. J. Magnús), sem kosin var á síöasta fundi Læknafél. Ísl., þaö fram. Uppkastið var enn þá eigi fullgert og vantaði í þaö ýms ákvæði, L d. hegningarákvæði, sem og munu þurfa aö standa í því. Eitt af merk- ustu nýmælunum er um það. að fátækir sjúkl. fái ókeypis alla læknis- hjálp (6. gr.). Þá er og sjúkl. með samræðissjúkd. gert að skyldu að leita sér læknishjálpar (4. gr.). í 16. gr. er bannað aö selja lyf og tæki, er hklegt þykir að nota skuli til meðferðar á samræðissjúkdómi, nema eftir ávísun læknis. Það er of snemt enn þá að leggja fullnaöardóm á uppkastið, en benda mætti á, að orðalagið er stundum ekki sem heppilegast, t. d. í 8. gr. 3- gr. um skráningu syfilissjúklinga er óljós. Nefndin hefir ekki séð sér fert, að lögbjóða skráningu lekandasjúkl., og má margt segja með því og móti. Engum dylst, að skráning þessara sjúkl. væri æskileg og þaö 1 hæsta máta, til þess að hafa eftirlit með þeim, ef skrárnar eru í lagi, en nefndin hefir taliö það óframkvæmanlegt. Þá stendur og i 1. gr.: „smit- andi eru sjúkdómar þessir taldir, meðan þess finnast merki að smitunar- hætta stafi af sjúkdómunum" o. s. frv. Merki geta hér ekki þýtt annað en sjúkdómseinkenni. En nú er það alkunna, að sjúklingar með syfilis á öðru stigi, eru oft alveg einkennalausir tímum saman, jafnvel Wasser- manns-prófun neikvæð, eftir að þeir hafa fengiö góða og öfluga með- ferð. En hver vill segja að engin smitunarhætta stafi þó af sjúkdómn- um? Þessir sjúkl. geta fengið útbrot eftir nokkra daga, þótt einkenna- lausir séu í dag. Þessu orðalagi þyrfti að breyta. Niðurlag greinarinnar um það, að heilbrigðisstjórnin ákveði hver þau þ. e. merkin eru, bætir ekki úr skák. Loksins er 13. gr. um lækniseftirlit með börnufn syfilis- smitaðra foreldra, og önnur ákvæði til varnar því, að börn með syfilis cong. smiti frá sér. Þaö verður að gera sér það full-ljóst, aö 5 ára tíma- bilið frá smitun móður er ekki örugt. Hún getur eftir þann tíma eignast börn meö syfilis. Hvaða gagn verður að dulmálsskeytunum, sem gert er ráð fyrir í 10. gr. er efasamt. Það verða líklega einu dulmálsskeytin innanlands. Þessar athugasemdir eru ekki til þess að rýra starf nefndarinnar. Hún hefir unnið þarft verk og ómissandi, til þess að hægt sé að byrja varn-

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.