Læknablaðið - 01.03.1922, Side 11
LÆICNABLAÐIÐ
4r
arin. ByggingarkostnaSurinn og útbúnaftur allur mun veröa yfir 200.000
kr. og skiftir hann þó tæplega eins miklu og árlegi reksturskostnaSurinn.
G. H.
Enn svar til Sigurjóns Jónssonar.
A'öalágreiningurinn er þessi: Eg held því fram, aö meiri hluti berkla-
veikra sjúkl. hafi allra-sennilegast smitast (úrslitasmituninni) í bernsku.
Eessi skoöun er ekki út i bláinn, heldur bygö á margskonar athugunum
og rannsóknum. Ef svo skyldi fara, að þessi kenning reynist villa við frek-
ari rannsóknir, „þá es scyllt, at hava þat heldr, es sannara reynisc/. En
rókin eru svo mörg og sannfærandi, aö slíkt er ólíklegt. S. J. kemur aö
visu ekki meö neina franibærilega kritik, en hann kemur hins vegar meö
þá yfirlýsingu, aö hann sé ekki sannfærður. Um það er ekkert að segja,
og get eg látið umtal um þ á hliö málsins niður falla.
Hins vegar kemur hann með aðra kenningu, tilgátu eða ágiskun, —
jð útbreiðsla berklav. hér á landi eigi aöallega rót sína að rekja til dans-
ms, að íslendingar hafi dansað í sig berklaveikina þrjá síðustu áratugina.
Rökin eru þessi: Bv. hefir vaxið til muna síðustu 3 áratugina og það
hefir dansinn líka gert, ergo er vöxtur bv. afleiðing af dansinum. Nú
er það að visu ekki sannað, að bv. hafi vaxiö til muna síðustu 30 árin,
en þó svo væri, þá er það harla hæpið, að setja dans og bv. í þetta orsaka-
samband. S. J. kemur auga á dansinn. Aörir munu kannske benda á óhóf
legar kaffidrykkjur og tannsjúkdóma, skólasetur, auknar samgöngur eða
vitthvað annað, sem farið hefir i vöxt siðustu áratugina. S. J. gerir þá
kföfu. að bv. hefði átt að rninka til muna, vegna aukins þrifnaðar og
varúðar, ef ólukku dansinn hefði ekki komið eins og deus e machina
En setjum nú svo, að bv. hafi verið næsta óalgeng um miðja síðustu öld,
ems og S. J. hyggur, og að hún hafi þá smám saman farið að vaxa, og
Vöxturinn orðið því örari, sem lengra leið á öldina, en um aldamótin hafi
þrifnaður og varúð farið að láta til sín taka, — þá er varla hægt að gera
stærri kröfur en þær, að fyrst í stað dragi úr v e x t i útbreiðslunnar og
síðar að vöxturinn hætti, að bv. standi í stað. Það er ekki svo stutt spor,
borið saman við hraðan vöxt. Síðan gætu menn vonast eftir minkun. Það
er ómögnlegt að búast við snöggum breytingum, þegar ræða er um svo
iangvinnan sjúkdóm, með svo löngum latens-tíma. Nú eru engar ábyggi-
legar skýrslur að fá, fyr en dánarvottorðin koma til sögunnar, en síðan
er svo stuttur tími, að vart er hægt að búast við stórvægilegum breyt-
nigurn á svo fáum árum. Og ætli þrifnaði og varúð sé ekki enn stórum
nbótavant? Aö rninsta kosti eru húsakynni enn viðast svo léleg, aö þau
gera nægilega varúð ómögulega. Það eru ekki nema rúm 11 ár síðan
Heilsuhælið komst á fót. Áður var það undantekning, að sjúklingar
dveldu á sjúkrahúsum. Við megum ekki vera alt of óþolinmóðir!
Það væri vissulega gleðilegt, ef tilgáta S. J. reyndist rétt. Þá mætti að
miklu leyti sleppa hinum öröugu og kostnaðarsömu heimilisvörnum og
Hta sér nægja að banna dansfundi. Okkur, sem komnir eru af dansaldrin-
nm mundi ekki veita erfitt aö halda slíkt bann, og vitanlega væri unga