Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.03.1922, Qupperneq 13

Læknablaðið - 01.03.1922, Qupperneq 13
43 LÆKNABLAÐIÐ Ný berklalœkning. Landi vor, Magnús Halldórsson, læknir i Winnipeg, hefir nýlega haldiS fyrirlestur á læknaþingi einu hér vestra um berklaveiki. Hefir fyrirlestur þessi vakið mikla eftirtekt. í fyrirlestri þessurn heldur Magnús Halldórsson læknir því fram, aÖ efnafræöi berklaveikinnar og fleiri sjúkdóma sé órannsökuö, og hafi til þessa veriö lítill gaumur gefinn. Berklaveiki og krabbamein eru nú orðiö langtiöustu sjúkdómarnir. Þeir koma fyrir jöfnum höndum í sama þjóö- félagi og sömu fjölskyldu, en þó fara þessir tveir sjúkdómar aldrei saman '• sama sjúklingi. Þaö má ef til vill finna merki eftir læknaða berklaveiki í manni, sem dáið hefir úr krabbameini, en þessir tveir sjúkdómar sýnast aldrei herja á sama mann i einu. Þetta bendir til þess, aö þessir tveir sjúkdómar séu efnisfræðilega séð alveg mótsettir hvor öðrum, þannig, aö eiturefni (toxin) annars eyöileggi eiturefni hins, eða aö minsta kosti geri menn ónæma nema fyrir annar. þessara sjúkdóma i senn. Það er ýmislegt, sem bendir til þess, að eiturefni (toxin) berklaveik- ’-nnar séu alkalisk, eöa efni sem verða mettuð (neutraliseruð) með sýrum. eða efnum sem, likt og sýrur breyta alkaliskum efnum í „neutröl" sölt. Ef þetta er rétt, ættu „mineralsýrur" að vera hin réttu lyf við berkla- veikinni. Reynslan hefir nú sýnt, að tvö efni, sem mynda sýrur, svo sem ■•jod“ og „klor“, hafa reynst betur við berklaveiki en þær sýrur, sem þau mynda. Jod hefir lengi verið notað sem læknislyf, og þá sérstaklega í sam- bandi við járn, við kirtlaveiki á börnum, og hefir óneitanlega reynst flest- þm lyfjum betur. Það er kunnugt, að jod finst mest í gland. thyroidea á Þmabilinu frá júní til des., en það er sá tími, sem berklaveikir menn taka mestum framförum og batnar mest. Ivlórið er enn þá áhrifameira en jod, til þess að breyta sérhverju alkalisku efni, sem það kemur i samband við í klorid (klorsambönd), sem ekki eru eitruð og leysast burtu úr líkamanum með þvaginu. Klórið verkar ekki að eins á toxin í blóðinu, heldur einnig á gröft i lungnapípum, þannig, að það gerir uppganginn saltan, en það er ósannað, að klór losni burt úr heilbrigöum lungum gegn um öndunina. Þetta sýnir, að klórið hefir mikil áhrif á alkalisk efni, þvi gröftur er mjög alkaliskur. Rnnfremur litur svo út, sem að ,,klór“ verki á hina fitukendu yfirhúð berklagerilsins á svipaðan hátt og sýran í Chaulmoogra-oliu verkar á holdsveikisgerilinn. Að öllum líkindum verka allar sýrur að meira eða minna leyti á sama hátt, ef þær komast inn í blóðið, þó klórið sé sennilega áhrifamest. Því hefir verið haldið fram af læknum, að við berklaveiki hefðu lyf htla eða enga þýðingu, þvi engin lyf væru til, sem gætu drepið berkla- gerlana í lifandi holdi; það væri því'að eins unt, að holdið, sem gerlarnir hfa i, væri einnig deytt. Árangur af lækningatilraunum á holdsveiki á -íðari árum, virðist hrekja þessa staðhæfingu. Berklagerillinn er sýrufastur. Það er að segja: Það þarf sýru til að *ita hann, á svipaðan hátt og sýru þarf til litarfestu við myndagerð (foto-

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.