Læknablaðið - 01.08.1922, Page 4
LÆKNABLAÐIÐ
114
Boganum frá hvirfildepli að sjóndeildarhring er skift í 90 grátSur; sólar-
hæhin í Reykjavik veröur mest rúmar 490, en á Akureyri tæpar 48°. Eftir
sólarhæöinni, þ. e. a. s. stefnu sólargeislanna, fer vegalengd sú, sem geisl-
arnir þurfa aö fara um lofthvolfiö til þess að ná jöröu; loftið sjálft
(atmossfæren), svo og vatnsgufa og mistur dregur úr sólskininu, og hefir
mönnum talist svo til í Mið-Evrópu, að ekki komist nema 50% sólarljóss-
ins niður að sjávarfleti. Engar rannsóknir hafa mér vitanlega verið gerð-
ar í þessu efni á íslandi, en trúlegt þykir mér að sólskin hér á landi sé
sérlega kraftmikiö. Mistur er jafnaðarlega lítiö og loftkuldinn velduv
|)ví, aö lítil vatnsgufa mun vera í loftinu, svo framarlega sem ský ekki
dregur fyrir sólina. Mjög væri æskilegt, að eðlisfræðilegar rannsóknir
væru geröar hér á landi á þessum efnum. Sú kliniska reynsla, sem eg
hefi, bendir á aö sólskinið á Islandi sé kraftmikið; í sömu átt benda
athuganir hr. Sig. Magn., sem hann birti í Læknabl. 1916. Ennfremur
vantar hér á landi ábyggilegar rannsóknir um margra ára bil á því, hve
margar sólskinsstundir eru á ári að meðaltali i ýmsum landshlutum. Það
mun koma i ljós viö slíkar athuganir með sólskinsmæli, að landið reynist
sólrikara en flestir halda. Af skiljanlegum orsökum hættir okkur viö aö
miða sólfarið við heyþurk og fiskþurk, en vel verður að gæta þess, að á
óþurkasumri geta verið margar sólskinsstundir sem nota má handa sjúk-
lingum, þótt ekki sé sólfariö svo ábyggilegt að menn þori aö hreyfa hev
eöa fisk. Sjúklingur getur fengiö 2—3 glaðar sólskinsstundir síðari hluta
dags, þótt regn sé fyrri partinn. Mér ]>ykir trúlegt að íslenskir læknar
mundu leggja meiri rækt viö sólskinslækningar ef gerðar yrðu vísindaleg-
ar rannsóknir á krafti sólarljóssins hér á landi og sólskinsstundatölunni.
Sólskinsböð eru jafngömul sögu læknisfræöinnar, en á síðari tímum
hafa aðallega skurðlæknar aukiö þekking læknanna á þeim. Má meðal
hinna eldri minna á B o n n e t í Lvon, sem margir kannast viö. Á síð-
ari árum eru frægastir sólskinslæknar B e r n h a r d og R o 11 i e r, sem
báðir veita forstöðu sólskinsspitölum í Alpafjöllum.
Erlendis hafa menn kostað kapps um að sóla sjúklinga með útvortid
Irerkla á háfjöllum; er þaö beinlínis gert í því skyni að flytja sjúkling-
ana nær sólunni, og færa sér í nyt sólskinið áöur en mistur og vatnsgufa
lofthvolfsins ná aö draga úr krafti sólargeislanna. Menn hafa fram á
síðari ár hugsað sér lækningakraft sólarljóssins bundinn við fjólu- og út-
fjólubláu geislana í sólskininu, en þeirra gætir mest á fjöllum uppi; þeir
komast síður um lofthvolfið en rauðu og gulu geislarnir í sólarljósinu.
Þess vegna er rauðleitur blær á sólskininu um sólarupprás og sólarlag, því
þá verður vegalengd geislanna mest um lofthvolfið og bláu geislarnir
dragast aftur úr. Himinbláminn er og talinn að orsakast af afturkasti og
endurskini bláu geislanna.
B o g a 1 j ó s. Engin ljós, sem notuð eru til lækninga, munu vera líkari
að samsetning sólarljósinu en bogaljósið; það myndast í bogalömpum
þegar sterkum rafmagnsstraum meö lágri spennu er hleypt milli tveggja
póla, sem ýmist eru úr koli eða málmi; venjulegast er notað kolbogaljós,
sem eru mjög heit og að ])ví leyti þvingandi fyrir suma sjúklinga. Eru
1)0galjósböðin venjulega notuö annan hvern dag 2—3 klst. í senn. Boga-
ljósin eru dýr. Til þeirra þarf mikiö húsnæöi, sterkan rafmagnsstraum
og nákvæma gæslu; auk þessa þarf sérstakar breytivélar til þess að breyta